Húnavaka - 01.05.1979, Page 116
114
HÚNAVAKA
27 .Jóhannes Jónsson, Rútsstöðum.
Á Rútsstöðum æ með hröðu bragði
ötull þundur elda hlés
er Jóns kundur Jóhannes.
(hlér: sjór, eldur sjávar: gull, þundur þess: maður.)
Jóhannes er fæddur á Mörk á Laxárdal um 1773. Hann var albróðir
Jóns Jónssonar á Snæringsstöðum, föður Kristjáns í Stóradal og þeirra
bræðra. Jóhannes hóf búskap á Sneis á Laxárdal 1801 (tvíbýli). Hann
býr svo í Gautsdal 1805-10, Hvammi á Laxárdal 1810-26, Rútsstöðum
í Svínadal 1826-36, Hofi í Skagafjarðardölum 1836-40 og loks á
Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi 1840-46, brá þá búi, en hafði
áfram heimili á Sveinsstöðum.
Jóhannes var kvæntur Helgu Jónsdóttur frá Litla-Vatnsskarði.
Foreldrar hennar voru: Jón Þorkelsson bóndi þar og kona hans Solveig
Jónsdóttir, sem kölluð var átján para Solveig, vegna dugnaðar hennar
við tóvinnuna. Hún var ættuð frá Geithömrum í Svínadal, dóttir Jóns
Þorlákssonar bónda þar 1741-51 og konu hans Helgu Sveinsdóttur
bónda á Grund Oddssonar, en móðir Helgu var Solveig Jónsdóttir frá
Eiðsstöðum systir Sigurðar í Holti, föður Gísla bónda þar, — sjá þátt
Illuga Gíslasonar.
Bróðir Helgu á Litla-Vatnsskarði var Kristján (Marka-Kristján)
bóndi þar, en hann var faðir Kristjáns bónda á Skeggjastöðum í
Skagahreppi föður Guðmundar í Hvammkoti, sem varð maður kyn-
sæll.
Jóhannnes og Helga slitu samvistir í Gautsdal. Hún bjó þar áfram
með ráðsmönnum m.a. Daða Níelssyni fróða.
Þau Jóhannes og Helga áttu ekki nema eina dóttur barna, Rann-
veigu, fædda um 1798 og dáin 1867. Hún átti Þorkel bónda á Svaða-
stöðum Jónsson.
Jóhannes var duglegur bóndi og varð efnaður. „Hann var fram-
kvæmdasamur og ráðagóður, misjafnt álitinn“. (Brandsstaðaannáll).