Húnavaka - 01.05.1979, Page 117
HÚNAVAKA
115
28. Halldóra Ólafsdóttir, Hrafnabjörgum.
Björgum-Hrafna býr sól drafnar ljóma,
æru þróttug athafna,
Ólafsdóttir Halldóra.
(dröfn: sjór, ljómi drafnar: gull, sól gulls: kona).
Kirkjubækur Húnavatnsprófastsdæmis hefjast flestar um Móðu-
harðindin og sumar ekki fyrr en um 1816. Til eru þó slitur af eldri
kirkjubók fyrir Blöndudalshólaprestakall: Giftir 1743-1811 og dánir
1755-1885. Þarna er meðal annars skrásett gifting föðurforeldra Hall-
dóru á Hrafnabjörgum. Þau hétu: Sveinn Jónsson og Björg Þorkels-
dóttir og voru gefin saman í hjónaband 8. marz 1744. Um ætt Sveins
þessa er ekkert kunnugt, en það má telja nokkurn veginn öruggt, að
Björg þessi sé dóttir Guðríðar Jónsdóttur búandi ekkju á Eyvindar-
stöðum og seinni manns hennar Þorkels Björnssonar frá Guðlaugs-
stöðum, sem þá var látinn. Björg hefir því verið alsystir Þorleifs bónda
á Eiríksstöðum afa Þorleifs hreppstjóra í Stóradal Þorkelssonar.
Sveinn Jónsson hafði búið a.m.k. 9 ár í Finnstungu þegar hann
kvæntist Björgu. Þau hjón búa svo í Finnstungu til æviloka og létuzt
bæði 1784. Af börnum þeirra getum við nafngreint tvö: Ólaf föður
Halldóru á Hrafnabjörgum, fæddan um 1746 og Þuríði fædda um
1753 og dáin fyrir manntal 1816, en er hjá Ólafi bróður sínum
manntalsárið 1801.
Ólafur Sveinsson kvæntist 1774 Guðrúnu (f. um 1751) Benedikts-
dóttur snikkara Benediktssonar í Holtastaðakoti. Ekki er öruggt um
bústaði Ólafs, en þau hjón munu hafa byrjað búskap sinn i Finns-
tungu a.m.k. er elzta barn þeirra fætt þar 1775. Bústaðir þeirra eru svo
þessir: Leifsstaðir 1781—84, Finnstunga 1784-99 og loks Geithamrar
1799-1818. Kunnugt er um 5 börn þeirra Ólafs og Guðrúnar:
1. Halldóra Ólafsdóttir eldri húsfreyja á Hrafnabjörgum, sem um
verður rætt nánar síðar.
2. Sigurður Ólafsson, fæddur á Leifsstöðum um 1783. Hann var
tvíkvæntur, og er frá honum mikil ætt. Meðal barna hans var
Ingibjörg kona Gísla bónda Gíslasonar á Másstöðum, en sonar-
sonur þeirra var Þorlákur Jakobsson verzlunarmaður á Blöndu-