Húnavaka - 01.05.1979, Page 118
116
HÚNAVAKA
ósi, faðir Einars fyrrv. sveitarstjóra á Blönduósi og þeirra bræðra.
Þá var og sonur Sigurðar Ólafssonar Sigurður hreppstjóri á
Skeggsstöðum, afi Guðmanns húsasmiðs á Blönduósi Hjálmars-
sonar og Sigurðar Ólasonar lögfræðings í Reykjavík.
3. Björg Ólafsdóttir (f. 1787) ógift í foreldrahúsum við manntal
1816.
4. Sveinn Ólafsson, einnig ógiftur hjá foreldrum 1816.
5. Halldóra Ólafsdóttir yngri, fædd í Finnstungu um 1795, giftist
Guðmundi Ólafssyni á Mosfelli, en missti hann á fyrsta bú-
skaparári.
(1.) Halldóra Ólafsdóttir eldri. Hún er fædd i Finnstungu um
1775 og dáin á Hrafnabjörgum 12. maí 1846. Ólst upp með
foreldrum sínum i Finnstungu og giftist þaðan 2. júlí 1796.
Maður hennar var Ólafur Björnsson, fæddur um 1764 i Hvammi
á Laxárdal og dáinn á Hrafnabjörgum 12. ág. 1825. Foreldrar
hans voru hjónin Björn Ólafsson, fæddur um 1729, á lífi við
manntal 1801 og Helga Hallsdóttir (f. um 1724). Þau bjuggu
bæði í Svartárdal og á Laxárdal.
Ólafur Björnsson og Halldóra reistu bú á Hrafnabjörgum
vorið sem þau giftu sig, 1795. Sumarið 1825 varð Halldóra ekkja.
Hélt hún áfram búskap á Hrafnabjörgum til vorsins 1843, en brá
þá búi og dvaldist áfram hjá börnum sínum þar til hún lézt
fjórum árum síðar.
Meðal barna þeirra Hrafnabjargahjóna voru:
a. Björg Ólafsdóttir, átti Guðmund Helgason bónda á Grund,
önnur kona hans. Verður hennar siðar getið í þætti Guð-
mundar á Grund.
b. Helga Ólafsdóttir (f. 17. ág. 1805) giftist Ara Hermannssyni
frá Þverá á Hallárdal. Bjuggu fyrst í Engihlíð en svo á
Hrafnabjörgum og Gunnfríðarstöðum. Meðal barna Ari
Arason, sem kvæntist Áslaugu Jónasdóttur á Breiðavaði Jó-
hannessonar, — sjá næsta þátt.
c. Baldvin Ólafsson (f. 1815) kvæntist Helgu Jónsdóttur frá
Eldjárnsstöðum. Bjuggu 2 ár á Hrafnabjörgum en þá lézt
Baldvin tæplega þrítugur.