Húnavaka - 01.05.1979, Side 119
HÚNAVAKA
117
29. Jónas Jónasson, Gafli.
Býr í Gafli brynju hafli vafinn,
Jónas kundur Jónasar,
jafnan fundinn mjög orðvar.
(brynju hafli vafinn: óljóst hvað merkir, því að orðið hafl finnst ekki
í orðabókum. Hafli er jötunn, en bágt að koma því í samband hér).
Jónas þessi mun vera sami maðurinn og Jónas sá Jónasson, sem við
manntal 1801 er 9 ára piltur hjá móður sinni í Kambakoti á Skaga-
strönd, Helgu Jónsdóttur að nafni, fæddri um 1762. Hún er nú gift í
annað sinn bónda þar í tvíbýli, Guðmundi Sigurðssyni að nafni, 37 ára
gömlum. Þau hafa eignast tvö börn. Þetta fólk finnst ekki í manntal-
inu 1816, nema Jónas Jónasson. Þau hin geta þó hafa verið í Vind-
hælishreppi hinum forna, því það vantar svo mikið í umrætt manntal
úr sóknum Vindhælishrepps. Jónas Jónasson er 1816 orðinn vinnu-
maður á Stóra-Búrfelli, á útibúi Illuga Gíslasonar i Holti. Samkvæmt
manntalinu ætti Jónas að vera fæddur í Hvammi í Langadal um 1790.
Ekki er vitað hvenær hann flytur fram í Svínavatnshrepp, en hann er
orðinn ráðsmaður á Stóra-Búrfelli 1816 eins og fyrr segir. Því starfi
mun hann hafa haldið til 1820, en þá verður hann bóndi í Gafli. Býr
þar til 1836 og svo á Rútsstöðum til 1850, en flytur þá búferlum suður
að Stardal í Kjalarneshreppi og býr þar fram yfir 1870. Deyr í Stardal
12. febr. 1875, „ekkill úr landfarsótt, 84 ára“. (kb).
Jónas fékk kenningarnafnið „hinn sterki.“ Húnvetningasaga getur
hans með þessum ummælum: ,Jónas Jónasson er garpur mikill,
meðal maður á vöxt. Glímdi hann eitt sinn við Bjarna Pálsson prests
frá Undirfelli, er síðar varð prestur að Felli, hinn hraustasta mann.
Var líkt með þeim, en Jónas þó öllu sterkari.“ Jónas varð stöndugur
bóndi og var ekki komið að tómum kofunum hjá honum eins og sjá má
á því sem stendur í Húnvetningasögu við árið 1831, en þar segir:
„Brann eldhús í Gafli í Svínadal hjá Jónasi sterka og mikill vistaforði.“
Jónas var tvíkvæntur og barnlaus með báðum. Fyrri konan (g. 8.
okt. 1817) var Valgerður Ingjaldsdóttir frá Grófargili í Skagafirði.
„Varð úti í hríð“ 4. des. 1817. Seinni konan (g. 2. okt. 1819) var
Sæunn, fædd um 1789 og dáin 15. júní 1842 á Rútsstöðum. Foreldrar
hennar voru Gísli Jónsson bóndi síðast í Hvammi í Langadal og kona
hans Guðrún Símonardóttir.