Húnavaka - 01.05.1979, Síða 122
120
HÚNAVAKA
Ég lagði af stað seinni part dags þegar ég var búinn í húsunum.
Agætt skautasvell var á Hópinu, svo að ég var ekki lengi á leiðinni
vestur yfir. Annars var talinn hálfs annars tíma gangur að Stóru-Borg.
Mér var boðið inn i stofu til Jóns Leví og var ég stundarkorn einn
með honum. Ég bar þá upp erindið en hann ansaði engu orði en hristi
örlítið höfuðið. Þarna í stofunni var heitt og notalegt, betur en al-
mennt gerðist á þeim tíma, og margraddað ganghljóð í úrum og
klukkum sem þöktu að mestum hluta veggi stofunnar.
Jón Leví var að mörgu leyti sérkennilegur í háttum og þekktur um
allt héraðið vegna atvinnu sinnar. Hann stundaði fyrst og fremst
viðgerðir á úrum og klukkum og hafði orð á sér fyrir að vera vel fær í
því starfi. Hann smíðaði mikið af tóbaksílátum og svipum og svo
trúlofunarhringa. í því sambandi þótti mikill kostur að það var talið
öruggt að hann segði aldrei óviðkomandi frá því sem leynt átti að fara.
Hann verslaði einnig með alla mögulega hluti en hafði þó ekki leyfi til
þess, að ég held, og enga hafði hann búðina. Hann pantaði vörur sínar
beint frá útlöndum og seldi ódýrara en flestir aðrir og átti marga
viðskiptavini. Hann átti alltaf einn eða tvo reiðhesta, sem hann tók
inn snemma vetrar og ól vel, enda held ég hann hafi ferðast talsvert.
Hann leigði þessa stofu sína, sem var bæði gestastofa og smíðastofa, en
allt virtist vera þar í röð og reglu og snyrtilegt.
Ég tafði talsvert lengi hjá Jóni, fékk kaffi en ekkert tækifæri að tala
einslega um erindið við Jón því alltaf var meira og minna af öðru fólki
þarna inni. Þegar ég fór að sýna á mér ferðasnið var komið myrkur.
Jón fylgdi mér til dyra ásamt einhverjum fleiri. Hann gekk aðeins
afsiðis svo að hann stóð örlítið frá hinum þegar ég kvaddi hann, en um
leið stakk hann umslagi í utanyfirvasann á jakkanum mínum án þess
að segja nokkurt orð um hvað það væri. Það kom í ljós, þegar ég kom
heim, að í umslaginu voru hinir umbeðnu peningar.
Mér dettur í hug, að mörgum finnist þetta skrítin lánaviðskipti, en
það kemur glöggt í ljós að engin tortryggni komst þarna að.
Jón Leví var einn mesti peningamaður í sýslunni en lánaði aðeins
þeim sem hann treysti fullkomlega. Ekki veit ég neitt um vaxtakjör hjá
honum en aldrei heyrði ég hann nefndan í sambandi við okur. Það
kann einhverjum að detta í hug að ekki hafi verið þarna um mikla
peninga að ræða, en sé miðað við lambsverð þá og nú, þá svara 2.500
krónur til rúmlega 5 milljóna nú.
Nú var eftir að koma peningunum til Haraldar. Þá voru engar