Húnavaka - 01.05.1979, Page 126
124
HÚNAVAKA
kostnaður með áhöldum var talinn 3.000,- krónur. Jafnframt er rætt
um lög fyrir væntanlegt félag.
Stofnfundur Sláturfélags A.-Húnavatnssýslu var síðan haldinn á
Blönduósi 26. og 27. febrúar 1908.
Varð að ráði að Kaupfélag Húnvetninga tæki að sér að byggja
sláturhús á Blönduósi, samkvæmt framkomnum loforðum um hluta-
fé. Skyldi Sláturfélagið hafa sérstök lög og reikningum haldið að-
skildum.
Þá voru kosnir í fyrstu stjórn félagsins þeir Jónatan J. Líndal, Jón
Kr. Jónsson og Björn Sigfússon.
Hinn 19. marz er síðan ákveðið að hefja byggingu sláturhúss undir
forystu formannsins Jónatans J. Líndal.
Félögin K.H. og S.A.H. starfa síðan í mjög nánum tengslum til 1915
að Jónas B. Bjarnason er kosinn forstöðumaður sláturfélagsins. Sú
skipan er til 1923 og gegndu eftirtaldir menn framkvæmdastjóra-
störfum á þeirn tíma, auk Jónasar: Jón Kr. Jónsson, Einar Jósefsson og
Hannes Jónsson. Síðan þá hefur sami framkvæmdastjóri verið fyrir
bæði félögin. Þeir liafa verið Pétur Theodórs, Jón S. Baldurs, Ólafur
Sverrisson og nú síðast Árni S. Jóhannsson. Jafnframt voru þessir
menn stjórnarformenn félagsins.
Skipan félagsmála samvinnuhreyfingarinnar í Austur-Húnavatns-
sýslu er því með all sérstæðum hætti, svo ekki finnast önnur hliðstæð
dæmi hérlendis.
Litlar breytingar verða á rekstri félagsins á þessum árurn, en á árinu
1926 mun fyrst hafa verið rætt um byggingu frystihúss, enda var þá
ljóst að betra verð fékkst fyrir fryst kjöt en saltað.
Síðla árs 1927 er síðan samþykkt að byggja hús sem fryst gæti allt að
800 skrokka á dag. Var talið að slík bygging, ásamt geymslum mundi
kosta um 80.000,- kr., sem var mjög há upphæð. Er sýnilegt að for-
ráðamenn félagsins hefur ekki skort kjark.
Hinsvegar virðist lánsfé hafa verið auðfengið. Sýslunefnd sam-
þykkir að taka 85.000 kr. lán í Viðlagasjóði íslands og endurlána
félaginu, og mun það ekki hafa notið öllu betri lánafyrirgreiðslu fyrr
eða síðar. Lokið var byggingu frystihússins haustið 1928 og hefur það
því starfað í tæp 50 ár.
Á árunum eftir 1930 tók mæðiveiki að herja á fjárstofn bænda og
framleiðsla sauðfjárafurða fór síminnkandi.
Því er á aðalfundi félagsins 1938 rætt um stofnun mjólkurbús og er