Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 130
HARALDUR EYJÓLFSSON,/rá Gautsdal:
Hallgerður Höskuldsdóttir
Mér þykir það undarlegt hvað Njáluhöfundur málar Hallgerði
svarta. Hún hefur áreiðanlega verið betri en Njáluhöfundur vill vera
láta, enda kona stórættuð. Þeir frændur hennar Höskuldur og bróðir
hans Hrútur eru stórmenni og einnig má benda á það, að bróðir
hennar Ólafur pá var með albestu mönnum landsins. Það er sama
hvert litið er, fólk hennar er allt mesta ágætisfólk. Njála segir að
Hallgerður hafi neitað Gunnari um lepp úr hári sinu, er óvinir hans
sóttu hann heim. Þetta fær illa staðist eftir því sern á undan er gengið.
Otkell og þeir átta saman ríða að Dal til Runólfs. Þeir ríða fram hjá
Hlíðarenda. Gunnar er að sá korni. Otkell er með spora á fótum. Hann
rekur sporann í andlit Gunnari og særir hann. Þegar þeir koma að Dal
eru þeir spurðir hvernig Gunnari hafi orðið við. Skammkell mælti:
„Þat myndi mælt, ef ótiginn maðr væri, at grátit hefði“. Þessi orð
berast að Hliðarenda. Næst er að segja frá því er smalamaður ríður í
hlað á Hliðarenda og segir frá ferðum Otkels. Gunnar nær í vopn sín.
Rannveig gekk til stofu. Þar var háreysti mikil. „Hátt kveðið þér, enn
þó lét hærra atgeirinn, er Gunnar gekk út“ mælir hún. Kolskeggur
heyrði og mælti: „Þat mun eigi engra tíðinda vita“. „Þat er vel“, segir
Hallgerður, „nú munu þeir reyna, hvort hann gengur grátandi undan
þeim“. Það, sem að framan er vitnað í, sýnir fram á að Hallgerður
hefur viljað að Gunnar hefði sigur af þessum fundi, sem og varð. Þarna
vill hún hann ekki feigan og benda má líka á að þegar þeir bræður
Gunnar og Kolskeggur ríða að heiman til skips að afplána sekt sína,
því þeir voru báðir sekir menn. Þegar þeir koma á hinn fræga Gunn-
arshólma segist Gunnar ekki fara lengra. „Og, svo vildi ég að þú
gerðir“. „Eigi skal það“, segir Kolskeggur „hvorki skal ég á þessu
níðast og á engu öðru, því er mér er til trúað“. Þeir skilja. Gunnar snýr
heim, og gengur vitandi vits út í dauðann. Kolskeggur stendur við