Húnavaka - 01.05.1979, Page 133
HÚNAVAKA
131
Aðalfundur er haldinn að vorinu, og eiga rétt til setu þar tveir
fulltrúar frá hverju kvenfélagi, auk stjórnarinnar.
Fyrstu árin voru fundirnir haldnir á Blönduósi, en hin síðari ár til
skiptis heima hjá aðildarfélögunum.
Þegar Dómhildur Jónsdóttir tók við formennsku í S.A.H.K. kom
hún á árlegum fundum, þar sem formenn félaganna, stjórn sam-
bandsins og nefndir, sem starfa á vegum þess, koma saman og skipu-
leggja vetrarstarfið.
Allar fundargerðir eru sendar fjölritaðar heim í félögin. Á þann hátt
fylgjast félagarnir bezt með starfinu.
Eins og sjá má af fyrstu fundargerðinni, voru stofnfélögin fjögur
kvenfélög, eitt iðnfélag og eitt heimilisiðnaðarfélag. Síðar var þessum
félögum breytt í kvenfélög.
Telja verður, að innan allra kvenfélaganna hafi frá upphafi ríkt
skilningur á mikilvægi þjóðlegs heimilisiðnaðar og verndunar gamalla
muna og minja.
Sambandið er aðili að Kvenfélagasambandi íslands og Sambandi
norðlenzkra kvenna og eru sendir fulltrúar á þing þeirra.
Á fyrsta sambandsfundinum var rætt um „ekknastyrktarmál handa
fátækum ekkjum“ og stofnaður Ekknastyrktarsjóður, með einnar
krónu framlagi frá hverri fundarkonu. Þar var einnig rætt um „á
hvern hátt mætti útrýma erlendum búningi sem mest“. Þar var einnig
skorað á sambandsstjórnina „að athuga um kaup á fínum og hentug-
um sokkaprjónavélum, til að hamla gegn notkun útlendra sokka“.
Á aðalfundi 1929 kemur fram „að öll félögin höfðu komið einhverju
góðu til leiðar og er þá mikið unnið“.
Þar var og ákveðið að sambandið sendi einn gjafahlut til Hallveig-
arstaða, sem þá var enn aðeins skýjaborg. Einnig var ákveðið að greiða
til samkomuhúss á Blönduósi 25-50 kr. eftir ástæðum.
Árið 1930 réði sambandið garðyrkjukonu til að ferðast um héraðið
og leiðbeina við uppbyggingu og ræktun garða. Þess skal getið að
ráðningartíminn var frá 1. maí til septemberloka og kaupið fyrir allt
tímabilið kr. 500. Kvenfélagskonur skyldu greiða henni eina krónu á
dag, en utanfélagskonur tvær krónur.
Ekki var garðyrkjukona ráðin fleiri heil sumur, en oft hefur sam-
bandið gengizt fyrir námskeiðum og fengið garðyrkjuleiðbeinendur
heim til félaganna.
Á einum af fyrstu fundum sambandsins var rætt um að kaupa