Húnavaka - 01.05.1979, Qupperneq 136
134
HÚNAVAKA
Tólf konur hafa orðið heiðursfélagar S.A.H.K. Þær eru:
Ingibjörg Björnsdóttir, Torfalæk, 1940
Elísabet Guðmundsdóttir, Gili, 1954
Þuríður Sæmundssen, Blönduósi 1960
Dómhildur Jóhannsdóttir, Blönduósi 1963
A afmælisfundinum 1968:
Guðrún Jónsdóttir, Köldukinn,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Gili,
Steinunn Jósefsdóttir, Hnjúki,
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu.
Á afmælisfundi 1978:
Guðrún Sigvaldadóttir, Mosfelli,
Hulda Á. Stefánsdóttir, frá Þingeyrum,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, frá Blönduósi,
Halldóra Bjarnadóttir, þá 104 ára, sem vonum seinna
fær þessa viðurkenningu fyrir ótrauða forustu og óbilandi
áhuga á félagslegri samstöðu kvenna.
Núverandi stjórn skipa:
Elísabet Sigurgeirsdóttir, formaður,
Þorbjörg Bergþórsdóttir, gjaldkeri,
Valgerður Ágústsdóttir, ritari.
Aðalfundur S.A.H.K. var síðastliðið vor haldinn í Húnaveri í boði
kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps. Að fundi loknum hófst kvöldfagn-
aður í tilefni afmælisins. Var boðið þangað öllum kvenfélagskonum af
sambandssvæðinu og eiginmönnum þeirra, ásamt nokkrum fleiri
gestum.
Þar voru flutt ávörp og ræður, saga sambandsins rakin, minnst
fyrstu formannanna og rifjaðar upp sögur og minningar frá liðnum
dögum. Þar var afhentur fagur fundarhamar frá kvenfélögunum í
tilefni afmælisins. Að lokum sýndi Sigursteinn Guðmundson, læknir,
kvikmynd. Hefur hann verið ólatur að heimsækja kvenfélögin til að
fræða og skemmta með myndasýningum og erindaflutningi.
A aðalfundina, sem eru öllum kvenfélagskonum opnir, hafa oft
komið gestir, sem rætt hafa og reifað mál, er þeim voru hugleikin.