Húnavaka - 01.05.1979, Page 141
HÚNAVAKA
139
Heimilisiðnaðarsafns sambandsins, skautbúningur hennar, á hana
um ókomin ár.
Þuríður Sæmundsen tók við formennsku S.A.H.K. af Ingibjörgu
1939 og hafði það starf á hendi til 1959 eða tvo áratugi.
Þuríður var fædd 1. maí 1894 á Húnsstöðum. Hún nam í Kvenna-
skólanum á Blönduósi og síðar Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
stundaði síðan kennslu þar og víðar, þar til hún giftist 1917 Evald
Sæmundsen á Blönduósi. Við lát hans 1926 hóf hún fljótlega aftur
kennslu á Blönduósi til 1942. Hún hóf verzlunarrekstur um það leyti.
Fjárhaldsmaður Kvennaskólans var hún í 4 ár og sjúkrahússins í
áratugi.
I Kvenfélaginu Vöku kom hún mjög við sögu og sat í aðalstjórn þess
í 30 ár, þar af formaður í 8 ár.
Ég kynntist Þuríði ekki í störfum S.A.H.K., en hún var mjög eftir-
minnilegur félagsmaður í Vöku. Mér fannst gætni og stilling vera
einkenni hennar og góð yfirsýn yfir málefni, rólegur og sannfærandi
málflutningur. Hæfileikar þeirra samstarfsmanna í báðum þessum
samtökum í áratugi, Þuríðar og Dómhildar Jóhannsdóttur fóru ákaf-
lega vel saman, en mér fannst einkenna hana góðlátleg glettni, sem
kyrrði umræður, ef á þurfti að halda og beindi þeim að málefnum.
Til minningar um þær tvær nýlátnar, gaf sambandið píanó á elli-
deild.
Eftir þessar þrjár konur hafa aðrar þrjár gegnt formennsku. Af þeim
hef ég sjálf haft góð kynni og vænti ég að þeirra verði getið að verð-
leikum á 100 ára afmæli sambandsins.
Þær eru Dómhildur Jónsdóttir, María Jónsdóttir og síðasta ára-
tuginn Elísabet Sigurgeirsdóttir. Þær eiga vonandi langt starf fyrir
höndum í þágu byggðarinnar.
En áðurnefndar látnar heiðurskonur eru þær sem við viljum heiðra
í tilefni 50 ára afmælis sambandsins eða minningu þeirra og hugsa um
leið til þess nafnlausa skara, sem hefur látið okkur eftir dýrmætan arf.
í minningu þeirra Guðríðar, Ingibjargar og Þuríðar hafa kvenfé-
lögin 10 látið gera fundarhamar, sem er hinn fegursti gripur. Hann er
úr hvaltönn með silfurskafti og er unninn hjá Val Fannar í Reykjavík.
Kassinn utan um hamarinn er gjöf Kristjáns Gunnarssonar í Stíg-
anda. Á silfurplötu á loki kassans stendur:
Til minningar um
Guðríði Líndal Ingibjörgu Björnsdóttur Þuríði Sæmundsen.