Húnavaka - 01.05.1979, Page 142
GUÐBERGUR STEFÁNSSON, Rjúpnafelli:
Stúlkan á bakkanum
Ég var látinn taka við ferjunni á Holtastöðum vorið 1926 af Páli
Jónssyni. Eg var ekki orðinn 13 ára þegar ég tók að mér að ferja, og
alveg óvanur öllu sliku, aldrei tekið í ár. Nú fór ég að æfa mig að róa,
þegar tími gafst. Ferjan var gömul og lak dálítið. Ég flutti fólk yfir og
hafði hestana á eftir, þetta kom svo með æfingunni. Stundum kom
fyrir að útlendingar þurftu yfir með marga hesta og ferðakoffort á
þeim. Þá ferjaði Jónatan Jósafatsson sjálfur yfir, en ég hjálpaði til og
veitti ekki af. Þessir menn töluðu útlent tungumál, sem Jónatan skildi,
en ég átti verra með að flytja útlendingana yfir, því ég skildi þá ekki.
Eg átti að hafa auga með þegar einhver kom að ferjubakkanum að
vestan og eins að austan.
Það var ferjað yfir á Mjósundi, en þar rennur Blanda í einu lagi og
um 200 m á milli bakka. Bakkinn að vestan er grasi gróinn og aðdjúpt
við landið og mikill straumur. Þegar kemur norður fyrir Mjósund,
dreifir Blanda úr sér og myndar margar kvíslar og sandeyrar. Ofan í
gilið þar sem ferjan er geymd rennur svolítill lækur niður í Blöndu, og
við það hefur þetta gil myndast. í bakkann er rekinn niður járnkarl
gamall og við hann var ferjan bundin. Nú bar til einn sunnudag
snemma um morgun að mér er litið fram á bakka og sé þar mann á
gangi og þykist vita að hann sé að biðja um ferju og rýk af stað
frameftir. Þetta er ekki löng leið eða um einn km. Nú leysi ég ferjuna
og ýti á flot, hann var hvass á austan og skóf ána annað slagið. Mér
gekk vel yfir enda undanhald. Þegar ég kom að bakkanum hinum
megin þá sá ég að þetta var kvenmaður og bað hún mig að flytja sig
yfir. Kastaði ég á hana kveðju. Hún var með böggul á að giska 12 til
15 pund. Eg sagði henni að láta hann fram í stafn, því ekki mátti ég
fara undan árum og varð að halda ferjunni fastri við bakkann svo að
farþeginn kæmist um borð. Um leið og hún steig út í hallaðist ferjan