Húnavaka - 01.05.1979, Síða 143
HÚNAVAKA
141
og ég tók í öxlina á henni og sagði henni að setjast á öftustu þóftuna og
halda sér þar, en ég sat undir árum á fremri þóftunni. Til baka var
hvasst á móti og öldugangur, og gaf á stundum. Ég varð að róa fastan
til að kvika ekki því straumur var mikill. Ég tók svo land hinum megin
skammt fyrir neðan ferjuósinn og reri nokkur áratog upp í ósinn þar
sem ferjan átti að vera, tók árarnar úr keipum og stökk út til að draga
ferjuna upp að framan, svo að farþeginn kæmist á þurrt. Hún setti
ferjuna með mér upp alveg eins og hún átti að vera og ég gekk frá
árunum, batt þær og sagði henni að rétta mér kaðalinn upp á bakkann
og setja búkka undir báðar hliðar, sem hún gerði. Stúlka þessi var
mjög almennileg. Þegar ég var búinn að ganga frá ferjunni þarna í
skjóli, (nema ef Blanda flæddi upp í ósinn ef svo mikill vöxtur kæmi í
hana) þá fór ég að spyrja hana hvort hún gæti borgað mér eina krónu.
Hún sagðist ekki hafa neina peninga og talaði ég ekki meira um það.
Ég spurði hana hvort hún vildi ekki koma með mér heim að Holta-
stöðum, en hún neitaði því. Svo spurði hún mig hvort ég vildi vera svo
góður að ganga með sér, ég sagðist skyldu ganga með henni fram að
merkjagirðingu Hvamms og Holtastaða. Þá sagði hún að sér yrði gerð
eftirför eftir nokkrar vikur og fór að rekja raunir sínar og bað mig að
þegja yfir því að ég hefði flutt hana yfir. Því lofaði ég og fór að spyrja
hana hvernig stæði á ferðum hennar. Hún fór að segja mér ástæðurnar
og bað mig einnig að þegja yfir því. Þessu lofaði ég, en um leið rauk
hún upp um hálsinn á mér og vöknaði um augu. Þá held ég að ég hafi
roðnað i framan, því ég var ekki svona vanur.
Þessi stúlka var fátæklega búinn, frekar lagleg í andliti dökkhærð
með frekar mikið hár. Ég held hún hafi verið um þrítugt og frekar
grönn. Svo kvöddumst við og ég óskaði henni góðrar ferðar norður.
Hún hélt fram með Blöndu eftir að við skildum. Það var leiðindaveð-
ur, stinningskaldi af norðaustan, en rigningarlaust. Svo rölti ég heim á
leið eftir þennan ferjutúr. Þegar ég kom heim að Holtastöðum fór ég
inn í eldhús og bað stúlkurnar um kaffi og fór í herbergi mitt og fór í
þurra sokka. Ekki ferjaði ég meira þennan dag.
Þegar ég kom heim úr þessum ferjutúr var Jónatan ekki heima,
hafði riðið ofan á Blönduós á fund, því hann var gjaldkeri Kvenna-
skólans á Blönduósi. 'Það var búið að slá túnið, því sláttur byrjaði
snemma þetta sumar og búið að hirða alla töðu af túninu i hlöðu og
byrjað á engjum. Farið var kl. 8 á morgnana og hætt kl. 10 á kvöldin.
Þrír karlmenn voru við slátt og tvær stúlkur að raka. Eg hafði það starf