Húnavaka - 01.05.1979, Page 147
HÚNAVAKA
145
Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku kvað á sumardegi:
Græn eru túnin gripum stráð
glit á brúnu lyngi.
Unaðsrún er ennþá skráð
yfir Húnaþingi.
Að endingu er svo vísa eftir Kristinn Bjarnason frá Ási:
Séð í veldi sólarlags
sindur, felld úr glóðum
meðan eldar dýrlegs dags
dvina í kveldsins hlóðum.
*
HROSSAKJÖTSRÆÐUR
Ég get ekki annað en látið mína háu, náðugu herra vita að frá hinni nýstofnuðu
prentsmiðju i Hrappsey á fslandi hafa árið 1776 komið nokkrar útgáfur af bók
viðvíkjandi slátrun hrossa og graðhesta og matreiðslu hrossakjöts, sem almúganum er
afdráttarlaust talin trú um að sé heiðarlegur mannamalur.
Aður en ég fór síðast af fslandi, gerðum við prófasturinn allar tiltækilegar ráðstaf-
anir til þess, i þeirri sýslu, sem mér hefur allranáðarsamlegast verið trúað fyrir, að
einfaldur almúginn saurgist ekki af þviliku fyrirtæki. En málið er ekki og verður ekki
til lykta leitt, nema við njóti náðar, hjálpar og liðveislu minna hánáðugu herra. . . .
Minn einfaldur þanki er, að þvilik skrif ætti upptæk að gera, hvar sem þau hittast,
fyrirbjóða lestur þeirra, sérstaklega ungdóminum, skipa yfirvaldinu að hafa ná-
kvæmar gætur á útrýmingu þeirra og benda höfundinum til þess að misnota ekki
þannig oftar nytsamlega stiftun. Þvi að maður getur ekki á svipstundu getið sér þess
til, hversu mikil hneykslun muni af þvi spretta, þegar hinir gullvægu og guðdómlegu
pistlar postulans Pálusar eru blandaðir andstyggilegum hrossakjötsræðum.
Kaupmannahöfn 1. april 1777
Halldór Jakobsson sýslumaður.
10