Húnavaka - 01.05.1979, Page 148
JÓNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Lundi:
Huldudrengurinn
Margur vatnsdropinn hefur runnið til sjávar síðan þetta gerðist,
sem hér verður sagt frá. Ég hef í frásögn minni „Skotthúfan“ sagt frá
stóra steininum við heimili mitt og leyndardómi hans. Nú kemur hann
hér aftur við sögu. Þar átti ég mitt friðland, þar var gott að sitja og
hugsa. Hann hafði ótrúlegan töframátt á mig, sem barn.
Snögg þáttaskil urðu í lífi mínu um þessar mundir og fór ég mikið
einförum. Þá var ég vís hjá þessum seiðandi einbúa. Eg var stóra systir
og gætti systkina minna, sem voru fjögur yngri en ég. Þennan eftir-
minnilega dag var móðir mín í þvotti úti í bæ, ég gætti bús og barna.
Hún innti mig vel eftir að hugsa nú vel um yngstu börnin, en það
yngsta var eins árs. Mér þótti „dúrt að dúsa“ yfir systkinum mínum.
En margt getur skemmtilegt skeð og svo fór i þetta sinn. Systkini
mín léku sér í herbergi inn af eldhúsinu, því kalsaveður var, en sú litla
svaf. Eg settist við eldhúsgluggann, þá blasir þessi furðulegi steinn við
og ég hugsa með mér að gaman væri nú að sjá íbúa hans. Mig langaði
til að kynnast þessu góða fólki, sem þar bjó. Móðir mín sagði þetta fólk
ósköp áþekkt og við menn, góðviljað, en hefnigjarnt, ef því væri að
skipta og þvi væri gert á móti.
Ekki veit ég hvað gerðist nema allt í einu er steinninn horfinn og við
mér blasir lítill lágreistur burstabær í fögru umhverfi. Túnið allt gullið
af fíflum og sóleyjum. Bærinn stóð í brekku og lítill lækur hoppaði þar
stall af stalli. Þarna var undurfalleg fjallasýn. Dyr opnast á bænum og
út gengur undurfallegur drengur á aldur við mig, hann var vel vaxinn,
ljós yfirlitum með fallega liðað hár og glettist mildur blærinn við lokka
hans. Mér varð starsýnt á hvað hann var fallega klæddur, í bláum
fötum með rauða húfu með dúsk á hliðinni og rauðum sokkum. Hann
gekk út túnið og horfði ég dáleidd á eftir þessum fallega dreng.
Allt í einu var hann horfinn og við mér blasti raunveruleikinn í sinni