Húnavaka - 01.05.1979, Page 151
HARALDUR EYJÓLFSSON,/ra Gautsdal:
Skýringar mínar á
Njálsbrennu
Ég hef lengi haldið því fram, að Njáll og synir hans hafi kveikt fyrsta
neistann að Njálsbrennu. Sennilega hlaupa flestir þeir er lesa Njálu,
yfir þessa hlið málsins. Eg ætla að færa sterk rök fyrir að svo hafi verið.
Maður er nefndur Hrappur sonur Örgumleiða Geirólfssonar gerpis.
Hann tekur sér far með Kolbeini Arnljótssyni um haf. Eftir því sem
Njála segir um Hrapp þá mun hann hafa verið óreiðumaður mikill,
hann borgaði hvorki vistir né far, og er hann er inntur eftir greiðslu,
kvað hann hana vera úti i íslandi. Þegar Hrappur kemur utan, leitar
hann fyrst til Guðbrands í Dölum og bað hann að taka við sér.
Guðbrandur var tregur til að taka við honum, en gerði það samt.
Sagan segir að Hákon jarl og Guðbrandur hafi verið miklir vinir. Þeir
áttu saman hof mikið. Þetta hof brenndi Hrappur, bar út goðin og tók
af þeim skrautið. Þegar þeir Hákon og Guðbrandur koma að hofinu,
segir Guðbrandur: „Mikill máttur er gefinn goðum várum, er þau
hafa gengið sjálf úr eldinum.“ Ekki vildi Hákon vera á sama máli og
sagði það af mannavöldum verið hafa. Nú hófst leit mikil að Hrappi,
hann verst vel og drepur margan manninn. Hann kemst til Njálssona
og biður þá ásjár, en þeir neita. Þráinn er tregur að taka við honum,
vegna vináttu sinnar við jarlinn, en lætur nú samt til leiðast. Eg held
að flestir hefðu í hans sporum tekið við þessum flóttamanni. Nú kemur
jarlinn fyrst til Njálssona, þeir sögðu hann hafa komið, en ekki hent
reiður á hvert farið hefði. Jarlinn fer næst til Þráins, en hann segist ekki
vita hvað af honum hafi orðið. Jarlinn heldur því fast fram að hann sé
fólginn í skipi Þráins. Jarlinn gerir þrjár tilraunir til að finna Hrapp,
en finnur hann ekki. Hann sér allt í gegn er hann kemur í land úr skipi
Þráins, en virðist ekkert sjá í skipinu. Þá rann á byrr, og sigldu þeir til