Húnavaka - 01.05.1979, Page 152
150
HÚNAVAKA
hafs. Þráinn mælti þá þetta, er lengi hefur verið í minnum haft:
„Látum geisa gamminn, gerrat Þráinn vægja.“ Er jarlinn spurði þessi
orð Þráins, þá mælti hann „Eigi ber hér til óvizka mín, heldur það
samband þeirra er þeim dregur báðum til bana“. Njálssynir koma
nokkuð seinna til landsins, er stafaði af þvi að þeir verða fyrir hrakn-
ingum af Hákoni jarli. Hann lætur binda þá og vill láta drepa þá
strax, en Sveinn sonur jarlsins kemur í veg fyrir það, vegna þess að nótt
var. Njálssynir gátu skorið af sér böndin og sluppu um nóttina og
fengu einhverjar hrakningabætur, fyrir milligöngu Sveins sonar jarls.
Nú virðist manni að þetta mál hefði átt að vera úr sögunni, en því var
ekki að heilsa. Þegar Njálssynir komu heim héldu þeir uppi fjárkröfum
á hendur Þráni. Hann bregst illa við sem eðlilegt var. Hann telur sig
ekki eiga sök á þessum hrakningum. Fyrstur er sendur til þessara
fjárbóna Ketill úr Mörk. Síðan er Kári sendur í sömu erindagjörðum
og að síðustu fara Njálssynir ásamt Kára, en kemur fyrir ekki. Þráinn
neitar og það hefðu fleiri gert. Nú líður óðum að hinni miklu harm-
sögu, Njálsbrennu. Þráinn og hans menn fara átta saman í heimboð að
Dal til Runólfs og dvelja þar í nokkra daga. I bakaleið sitja þeir
Njálssynir fyrir þeim við Markarfljót. Þar hófst bardagi mikill og falla
þrír, Þráinn, Hrappur og Tjörfi. Það sem gerist næst í þessu máli,
þegar Þráinn er fallinn, er að Þorgerður kemur Höskuldi í fóstur til
Ketils úr Mörk, sem er bróðir Þráins. Ketill er tegndasonur Njáls.
Sagan hermir að þegar að Njáll frétti þetta hafi hann riðið upp að
Mörk og fengið Höskuld í fóstur til sín. Mitt álit er, að þarna hafi
mesta ógæfan dunið yfir og í rauninni hafi þarna verið kveiktur fyrsti
neistinn að Njálsbrennu. Enginn efast um að Höskuldur hafi fengið
gott uppeldi á Bergþórshvoli. Þegar Höskuldur er fullvaxta orðinn, fer
Njáll að leita honum kvonfangs. Hann ríður til Svínafells til Flosa.
Hjá honum er bróðurdóttir hans, Hildigunnur. Hann biður hana
giftast Höskuldi, en hún neitar að giftast goðorðslausum manni. Mál
þetta er því látið bíða í þrjú ár, en þá fær Njáll upptekið nýtt goðorð,
Hvítanessgoðorð. Það fær Höskuldur og eftir það gengur hann undir
því nafni. Hann býr í Ossabæ.
Eg tel, að ef Þráinn hefði lifað þá hefði Höskuldur alist upp hjá
foreldrum sínum á Grjótá. Þá hefði aldrei orðið neitt Hvítanessgoðorð
eða Hvítanessgoði, og þar af leiðandi aldrei nein Njálsbrenna. Hall-
gerður segir að Njáll hafi verið misvitur, en er hún sagði þessi orð voru
þau hreinustu öfugmæli. Því þegar kerlingar komu frá Bergþórshvoli