Húnavaka - 01.05.1979, Page 155
HÚNAVAKA
153
honum þar vel og kallaði jafnan Ástu mömmu sína og fluttist hann
með þeim út í Kálfshamarsnes, en um átta ára aldur fór Ingvar til
uppeldis að Álfhóli í Skagahreppi, til Guðvarðar Guðvarðarsonar og
konu hans Ingibjargar Björnsdóttur og var fermdur frá þeim á Hofi.
Eftir fermingu fór Ingvar að Finnstungu til Tryggva Jónassonar
bónda og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur og dvaldi þar fram
yfir tvítugsaldur. Þar lærði hann bókbandsiðju.
Á þessum árum Ingvars í Finnstungu var þétt setin byggðin í Ból-
staðarhlíðarhreppi og gróska mikil í félagsmálum svo sem ung-
mennafélag og karlakór. Þessi félagsandi mun hafa haft mikil upp-
eldisleg áhrif á Ingvar Jónsson, sem ungling og fullorðinn mann, er
einkenndu hann alla tíð. Þá var fáguð framkoma ríkjandi í Finns-
tungu, var Tryggvi mjög háttvís maður í allri framgöngu.
Á þessum árum eignaðist Ingvar Jónsson dóttur með Oddnýju
Jónsdóttur, Unni að nafni er hann kom í fóstur hjá foreldrum sínum í
Höfðahreppi Jóni Bjarnasyni og Ólínu Sigurðardóttur á Brúarlandi.
Ingvar kvæntist eigi né eignaðist fleiri börn. En dóttir hans giftist
Valdimar Núma Guðmundssyni bifreiðastjóra á Skagaströnd.
Er Ingvar fór frá Finnstungu mun hann hafa farið til Skagastrandar
og átt þar heimili síðan, enda voru þar foreldrar hans og systkini flest.
Mun hann hafa stundað þar sjó bæði frá Skagaströnd og suður með
sjó. Enda var það þá helsti bjargræðisvegur ungum mönnum. Einnig
stundaði hann heyskap og eignaðist með tímanum tún og byggði
fjárhús, mun hann hafa haft mikla ánægju af kindum sínum. Þá var
hann um skeið með verzlun á Skagaströnd.
Um fjölda ára hélt hann hús með Þóreyju systur sinni er seldi
mönnum fæði og ferðamönnum greiða. Bjuggu þau lengst af í Holti og
síðan í Skála.
Með Þóreyju ólust upp börn hennar, Inga Þorvaldsdóttir gift Birgi
Árnasyni hafnarverði og Jón Ólafur Ivarsson, kvæntur Guðrúnu Sig-
urðardóttur, búa þessi systkini í Höfðakaupstað.
Ingvar Jónsson kom mjög við mál manna, mun að nokkru hafa
verið grundvöllur þess að hann las mikið og keypti margar bækur
þegar hann hafði efni á því, enda stundaði hann bókband ávallt
nokkuð. Ingvar var um árabil formaður lestrarfélagsins og bókavörður
þess. Ingvar starfaði mikið í Ungmennafélaginu Fram og var formað-
ur þess lengur en nokkur annar, alls í 9 ár. Þá sat hann í stjórn
U.S.A.H. og sem formaður þess í fjögur ár, þá sótti hann íþrótta-