Húnavaka - 01.05.1979, Page 158
156
HÚNAVAKA
búalið í nafni S.A.H. Blönduósi. Höfðu menn þá augastað á Bjarna
sem smið og laghentum manni þeim til aðstoðar í vélavísindunum.
Bjarni sýndi þá hvað í honum bjó, reyndist hann næmur á þessa
hluti, þó eigi væri hann skólagenginn í vélfræðum. Er það til frásagnar
um Bjarna að hann gjörðist vélamaður við frystihúsið um fjölda ára og
fór honum það vel úr hendi.
Kom þar meðal annars til samviskusemi hans, þrifnaður og gott
skyn á þessa hluti. Vann hann síðan hjá dótturfyrirtæki K.H. sem er
Vélsmiðjan Vísir, sem eldsmiður, en þetta fyrirtæki eignuðust síðan
frændur hans að fullu. En á síðari árum var hann aftur um árabil við
vélgæslu hjá S.A.H. og var þá orðinn i tölu þeirra er lengst höfðu
starfað í þjónustu þessarar merku stofnunar Húnvetninga.
Þótt Bjarni Einarsson kæmi eigi mikið við mál manna, var hann
öllum kunnur í Austur-Húnavatnssýslu. Hann tók mikinn þátt í
ungmennafélagsskapnum og komst þá í kynni við leiklistina, er mátti
segja að væri hans hugðarmál alla æfi. Var hún honum í blóð borin, og
er þroskavegur fólki er hana iðka.
Er það fólki góð menntun að glæða lífi persónur skáldverkanna sem
oft eru raunveruleiki síns tíma eða aldarfars. Iðka menn þá utanað
lærdóm hlutverkanna og skynja þann boðskap er þau skulu flytja
áheyrendunum.
Það hefur verið sagt um Islendinga að þeir væru hneigðir til þung-
lyndis og er þar að finna ef til vill orsök þess að þeim falla betur i geð
gleðileikir en sorgarleikir. Um Bjarna Einarson var sagt að hann væri
jafnvígur á hvort tveggja í hlutverkum sínum. Var honum auðvelt að
læra hlutverkin og móta þau svo vel færi. Var sá háttur hér og hjá
Leikfélagi Reykjavíkur að sá eða sú, er skóp með ágætum sitt hlutverk,
hélt því ef leikritið var sýnt eftir árabil aftur. Var Bjarni enn i tölu
þeirra er áttu slíkt kjörsvið. Var framburður hans skýr og hann sviðs-
vanur í framgöngu og dró að sér athygli manna með framkomu sinni.
En eigi vildi hann vera leiðbeinandi þó hann ætti þess kost, en sá
jafnan um leiksviðið að það væri í fullu lagi er hefja skyldi leikinn. Við
þennan kvöldskóla menningarinnar er fólk starfaði eftir vinnu strit-
dagsins var Bjarni leikari í 40 ár.
M.a. lék hann í: Manni og konu, Skugga-Sveini, Æfintýri á
gönguför, Hallsteini og Dóru, Þremur skálkum og Þorláki þreytta. En
þessi þáttur menningarinnar á Blönduósi er gamalgróinn og hefur
staðið jafnan með miklum blóma.