Húnavaka - 01.05.1979, Side 162
160
HÚNAVAKA
fimm börn. Kristófer, kvæntan Jóninnu Pálsdóttur. Huldu, gifta
Friðjóni Guðmundssyni. Guðmundu, gifta Þórbirni Jónssyni. Elín-
borgu, gifta Ingvari Jónssyni. Birgi, kvæntan Ingu Þorvaldsdóttur.
Eitt barn misstu þau hjón, dóttur í frumbernsku, að nafni Teitný
Birna. Þau ólu upp einn fósturson, Ingvar Sigtryggsson, kvæntan
Karitas Ólafsdóttur. Öll eru börn þeirra hjóna og fóstursonur búsett á
Skagaströnd.
Jörðin Kringla er hæg og notaleg jörð og þau hjón bæði búhneigð
og höfðu mikið yndi af skepnum.
Guðrún Teitsdóttir hafði aldrei fast ljósmóðurumdæmi er hún bjó á
Kringlu, en oft var til hennar leitað í forföllum annarra.
En er hún flutti til Höfðakaupstaðar árið 1935, varð hún ljósmóðir
þar. Hafði þá þar verið lengi starfandi ljósmóðir Ólína Sigurðardóttir,
er var dugmikil og vel látin. Mátti nú segja að Guðrún Teitsdóttir
fengi gott svigrúm til að láta hæfileika sína njóta sín. Fékk hún til
þjónustu Skagaströnd, frá Ytra-Hóli til Hofsár, og að fáum árum
liðnum, að auki Skagahrepp frá Hofsá til Ásbúða. Oft var á þessum
árum ófært bílum á milli Blönduóss og Höfðakaupstaðar tímum
saman.
Var eigi eingöngu að Guðrún væri heppin ljósmóðir, heldur og
sjúkdómsglögg um mein manna. Hún var að eðlisfari sjálfstæð í
skoðunum og læknisþjónusta henni mjög hugleikin.
Var frændsemi þeirra Páls Kolka, héraðslæknis á Blönduósi, hin
besta og því samstarfið gott. Þá hafði hún kynni af hinum mörgu
aðstoðarlæknum hér í héraði og héldu sumir tryggð við hana árum
saman.
Þá var Guðrún einkar lagin við alidýrasjúkdóma, en þá var enginn
dýralæknir í Húnaþingi. Hjálpaði hún bændum og búaliði oft.
Var Guðrún ósporlöt í sínu starfi og framkvæmdasöm.
Hún lét af ljósmóðurstörfum, er hún var 70 ára, eftir gifturíkt starf.
Guðrún var kona félagslynd og starfaði mikið í kvenfélaginu Eining
í Höfðakaupstað. Enda hefur það félag hlynnt mikið að læknisbústað
þeim, sem er nýreistur hér.
Hún var kona kirkjurækin og trúuð. Heimili hennar var gestrisið og
þar gott að koma, þótt það væri eigi háreist, né stórar stofur, þá fann
fólk það eigi, er inn var komið og var gott þar að dvelja. Guðrún hafði
nú, um síðustu ár, frá því er hún lét af störfum, látið sér hugarhaldið
um ræktun blómagarðsins við hús þeirra hjóna, því þótt erfitt sé um