Húnavaka - 01.05.1979, Page 164
162
HÚNAVAKA
unni sínu heimili og vann því af dugnaði. Hann var hægur í fram-
göngu og enginn hávaðamaður, en er maður hafði kynnst honum
fannst fljótt hvað hann hugsaði margt og var fróður og skilningsgóður.
Salóme, kona hans, vann mikið sínu heimili, var dugnaðarkona og
umhyggjusöm börnum sínum.
Hún var hlédræg að eðlisfari, en það hvarf þegar rætt var við hana.
Fljótlega eftir að börn þeirra komust upp fór hagur þeirra hjóna að
batna, enda reyndust börn þeirra ræktarsöm heimilinu og studdu það
á margan máta.
Þann 25. sept. 1945 andaðist Stefán Stefánsson. Fluttu þá systkinin
með móður sína út í Höfðakaupstað og eignuðust þar gott hús,
Bræðraborg.
Salome bjó þar síðan með börnum sínum og átti þar góða elli með
þeim við hagstæða afkomu, enda var hún lengi við góða heilsu, uns
hún fór á Héraðshælið á Blönduósi haustið 1975 er sjúkleiki tók að
sækja á hana.
Salóme var jarðsett 29. júní 1978 á Höskuldsstöðum.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
Ingólfur Konráðsson andaðist í Reykjavík 20. mars. Hann var fæddur
12. desember 1914 í Forsæludal. Foreldrar hans voru hjónin Konráð
Jónsson bóndi þar og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Hann ólst upp í föðurgarði og vann alla algenga sveitavinnu í
foreldrahúsum, eins og titt var um unglinga á þeirri tíð. Um skóla-
göngu var eigi að ræða.
Um tvítugsaldur réðist Ingólfur vinnumaður til Hannesar Pálsson-
ar og Hólmfríðar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Undirfelli. Þar kynntist
hann konu sinni Jakobínu Þorsteinsdóttur, sem hann gekk að eiga árið
1936, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Árið áður höfðu þau hafið
búskap að Vöglum í Vatnsdal, þar sem hann bjó allt til ársins 1956.
Eftir það vann hann lengst utan heimilis m.a. við smíðar. Um skeið
dvaldi hann að Kistu í Vesturhópi hjá Eggert bróður sínum eða þar til
hann keypti Grund í Vesturhópi og hóf þar búskap.
Þau hjón eignuðust tvo syni en þeir eru: Helgi bóndi á Nautabúi í