Húnavaka - 01.05.1979, Page 165
HÚNAVAKA
163
Vatnsdal, en kona hans er Helga Sigfúsdóttir frá Gröf, og Hjörleifur,
útibússtjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík, kvæntur Sigríði
Árnadóttur.
Son eignaðist Ingólfur áður en hann kvæntist, Guðmund, er var
búsettur í Bolungarvík vestra, Hann er nú látinn fyrir allmörgum
árum.
Ingólfur var hagur maður á tré og járn og fjölhæfur vel, en hann
stundaði jafnan járn- og trésmíði með búskapnum.
Öll störf sín leysti hann með prýði og framúrskarandi snyrti-
mennsku.
Ingólfur var jarðsettur að Undirfelli 28. mars.
Ingibjörg Jónasdóttir frá Breiðabólstað í Vatnsdal andaðist á Héraðs-
hælinu 4. apríl. Hún var fædd 31. október 1899 að Smyrlabergi á
Ásum. Voru foreldrar hennar hjónin Jónas Jóhannsson Jóelssonar frá
Saurbæ í Vatnsdal og Jóhanna Jóhannsdóttir bónda á Hróarsstöðum
á Skaga.
Tveggja ára gömul flyst hún með foreldrum sínum að Litla-Búrfelli
í Svínavatnshreppi, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1906, er Jónas
missti konu sína frá 8 börnum og var þá það yngsta þeirra aðeins
nokkurra mánaða gamalt. Við dauða konu sinnar brá Jónas búi og
varð hann þá að koma börnum sínum fyrir hjá vandalausum. Ingi-
björg og Bjarni bróðir hennar fóru þá að Flögu í Vatnsdal og dvaldi
hún þar til 13 ára aldurs, er hún flutti að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal.
Dvaldi hún þar allt til ársins 1921. Á þeim árum nam hún tvo vetur
við Kvennaskólann á Blönduósi.
Vorið 1921 fer hún vistráðin til hjónanna Steingrims Ingvarssonar
og Theódóru Hallgrímsdóttur sem þá fluttu að Sólheimum í Svína-
vatnshreppi. — Dvaldi hún þar uns þau hjón fluttu að Hvammi vorið
1922. En tveim árum síðar, eða haustið 1924, flutti Ingibjörg til Bjarna
bróður síns og konu hans Jennýjar Jónsdóttur, er þá bjuggu að
Breiðabólstað í Vatnsdal, í tvibýli við Steinþór Björnsson og fóstur-
móður hans Ingibjörgu Jóhannsdóttur.
Þessi kynni við Steinþór leiddu til þess, að þau gengu í hjónaband
þann 31. október 1925. Bjuggu þau á Breiðabólstað allan sinn búskap.
Þau hjón eignuðust 4 börn. Þau eru: Ingibjörg gift Jóhanni Guð-
mundssyni, en þau eru búsett í Skólahúsinu í Þingi. Jóhanna sauma-