Húnavaka - 01.05.1979, Side 166
164
HÚNAVAKA
kona, Jónas húsamálari og Sigurlaug, húsmóðir; en þau eru búsett í
Reykjavík.
Á s.l. ári fluttu þau hjón á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi þar
sem Ingibjörg lést, á 79. aldursári.
Ingibjörg var mikil mannkostakona. Hún var félagslynd og starfaði
m.a. um langt skeið í Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju 16. apríl.
Eysleinn Björnsson frá Guðrúnarstöðum andaðist í Reykjavík 2. maí.
Hann var fæddur 17. júlí 1895 að Skárastöðum í Miðfjarðardölum.
Foreldrar hans voru hjónin Björn Eysteinsson og Helga Sigurgeirs-
dóttir. Eysteinn var yngstur sona Björns og Helgu og fluttist korn-
ungur með foreldrum sínum að Grímstungu. Síðar fluttist hann að
Orrastöðum. Eftir skamma dvöl þar, hóf hann 19 ára gamall búskap
að Hamrakoti, er var eins konar hjáleiga frá Orrastöðum, og bjó þar í
eitt ár. Vorið 1915 flutti hann að Meðalheimi. Þar kvæntist hann
Guðrúnu Gestsdóttur frá Björnólfsstöðum í Langadal, mikilli dugn-
aðarkonu. I Meðalheimi bjuggu þau hjón til ársins 1928, oft við
þröngan kost, þrátt fyrir mikinn dugnað og harðfylgi, er einkenndi
Eystein svo mjög alla ævi.
Vorið 1928 flutti hann að Hafursstöðum á Skagaströnd, þar sem
betra var undir bú og lífvænlegra.
Eignuðust þau hjón 8 börn er öll eru á lífi: Helga og Brynhildur er
giftar eru þeim Hraunsbræðrum í Ölfushreppi, Svanhildur gift í Þor-
lákshöfn, Hólmfríður og Ásdís kennari, búsettar í Reykjavík, Björn
verslunarmaður, Gestur lögfræðingur í Hveragerði og Kári starfs-
maður hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í Reykjavík.
Vorið 1936 urðu þáttaskil í lífi Eysteins, en þá slitu þau hjón
samvistum og gerðist Eysteinn ráðsmaður hjá Lárusi bróður sínum
um skeið. En vorið 1939 flutti hann að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal,
og við þann bæ er hann jafnan kenndur. Átti hann þar heimili til
hinstu stundar. Bjó hann þar allgóðu búi er tímar liðu fram og var
ráðskona hans um mörg ár Guðrún Jónsdóttir frá Öxl. Árið 1964 brá
hann búi og tók þá Gestur sonur hans við búsforráðum. Nokkrum
árum áður hafði Eysteinn tekið við starfi hjá Sauðfjárveikivörnum
ríkisins. Fyrstu árin sem verkstjóri við lagningu varnargirðinga í
Húnavatnssýslu, á Kili og víðar. Og síðar starfsmaður varnanna yfir
20 sumur. Taldi hann jafnan þann tíma ævi sinnar sín bestu ár.