Húnavaka - 01.05.1979, Page 168
166
HÚNAVAKA
Árið 1934 brá faðir hennar búi og fluttist Sigurlaug þá til Bjarna
bróður síns og var þar allt til ársins 1940, er hún flutti að Ási í
Vatnsdal til Guðmundar bróður síns og átti þar heimili sitt þar til hún
fór á Héraðshælið þar sem hún dvaldi til dauðadags.
Sigurlaug Jónasdóttir var hógvær kona og kærleiksrík. Þetta reyndu
þeir best er nutu ástúðar hennar svo sem fósturbörnin tvö, bræður
hennar og börn þeirra, er urðu aðnjótandi um árabil trúmennsku
hennar og ósérhlífni í störfum.
Hún var jarðsett að Undirfelli 22. júlí.
Guðmundur Svavar Agnarsson andaðist á Héraðshælinu 19. júlí. Hann
var fæddur 22. febrúar 1912 að Fremstagili í Langadal. Voru foreldrar
hans hjónin Agnar Guðmundsson bóndi þar, síðar á Blöndubakka,
Gunnarssonar bónda á Refsteinsstöðum í Víðidal. En móðir hans var
Guðrún Sigurðardóttir, Hjálmarssonar, síðast bónda á Búrfellshóli i
Svínavatnshreppi. Er Guðrúnu Iýst svo að hún hafi verið góð kona og
göfuglynd.
Svavar ólst upp í foreldrahúsum, ásamt 8 systkinum og eru 4 þeirra
á lífi.
Um fermingaraldur fór hann að heiman og vann þá alla algenga
daglaunavinnu á Blönduósi, þar sem hann átti heimili sitt til dauða-
dags.
Þann 21. október 1946 kvæntist hann Þóru Þórðardóttur, er ættuð
er úr Reykjavík, og hafa þau átt heimili í Þórðarhúsi á Blönduósi.
Eignuðust þau tvær dætur en þær eru: Erna gift Stefáni Stein-
grímssyni rafvirkja, búsett á Blönduósi og Guðrún Agnes, sem gift er
Birgi Júlíussyni sjómanni í Sandgerði.
Síðustu tvö ár ævi sinnar var Svavar starfsmaður Vegagerðar ríkis-
ins en átti um skeið við mikla vanheilsu að stríða.
Svavar var góður heimilisfaðir er unni heimili sínu framar öllu öðru.
Hann var mikill hestamaður enda hestamennska ríkur þáttur í fari
þeirra ættmenna margra.
Hann var jarðsettur á Blönduósi 29. júlí.
Óskar Rúneberg Ólafsson, andaðist í Reykjavík 31. ágúst. Hann var
fæddur 20. desember aldamótaárið 1900 i Ólafshúsi á Blönduósi.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, verkamaður og Ingibjörg Lár-