Húnavaka - 01.05.1979, Side 169
HÚNAVAKA
167
usdóttir, en hún var barnabarn Bólu-Hjálmars, dóttir Sigríðar
Hjálmarsdóttur. Var Rúneberg því fjórði maður frá skáldinu frá Bólu.
Foreldrar hans settust að á Blönduósi árið 1889. Eignuðust þau 7
börn er upp komust en misstu eitt í frumbernsku. Er nú eitt þeirra
systkina á lífi, Jóhanna, er býr á föðurleifð sinni, Ólafshúsi á
Blönduósi, ásamt tveim börnum sínum.
Ingibjörg móðir hans var stórgreind, mikið lesin og átti mikinn
bókakost. Hún var allritfær og ritaði æviminningar sínar, er hún
nefndi „Ur síðustu leit.“ Mun hún hafa valið syni sínum þetta nafn
eftir sænsk-finnska skáldinu Jóhanni Lúðvig Rúneberg.
Arið 1907 var Rúneberg komið fyrir i sumardvöl til Guðrúnar
Þorsteinsdóttur, búandi ekkju á Haukagili í Vatnsdal, en þar átti síðar
eftir að verða heimili hans. Nokkru síðar fór hann að Grímstungu og
dvaldi um skeið hjá þeim bræðrum Lárusi og Þorsteini Björnssonum.
Árið 1913 flytur Þorsteinn að Öxl í Þingi og flytur Rúneberg með
honum þangað og dvaldi þar fram til fermingaraldurs, en fer þá til
hjónanna Gísla Jónssonar og Katrínar Grímsdóttur er þá bjuggu í
Þórormstungu. Dvaldi hann þar allt til ársins 1924, er hann fer aftur
að Haukagili, ásamt heitkonu sinni Dýrunni Ólafsdóttur frá Grund í
Vesturhópi. Sama ár þann 4. desember, gengu þau í hjónaband.
Dvöldu þau á Haukagili næstu tvö árin i vinnumennsku hjá Eggert
Konráðssyni hreppstjóra og konu hans Ágústínu Grimsdóttur er þá
bjuggu þar. Síðar flytja þau að Forsæludal, þar sem þau búa um eins
árs skeið. Síðan bjuggu þau eitt ár í Vöglum og aftur flutti hann að
Þórormstungu og nú til Jóns Hannessonar og Ástu konu hans. Síðar
fóru þau aftur að Vöglum og voru þar í eitt ár. Árið 1935 festi
Rúneberg kaup á jörðinni Kárdalstungu og fluttu þau þangað um
vorið. Átti hann þar heimili sitt til dauðadags.
Gerðist Rúneberg brátt mikill búmaður. Hann tók við rýrri jörð en
áður en lauk hafði hann bætt hana mjög að ræktun og húsum. Fjár-
maður var hann og góður.
Eignuðust þau hjón einn son barna, Ólaf bónda í Kárdalstungu, er
byggði upp jörðina ásamt föður sínum og hefur haldið verki hans
áfram.
Ólafur er kvæntur Sigrúnu Hjálmarsdóttur. ljósmóður frá Vill-
ingadal í Eyjafirði, og eiga þau einn son, Hjálmar, er dvelur í heima-
húsum. Með Rúneberg Ólafssyni í Kárdalstungu er horfinn mikill og
sérstæður persónuleiki, eins og höfðu verið margir ættmenn hans.
L