Húnavaka - 01.05.1979, Side 176
174
HÚNAVAKA
SVÍNAVATNSHREPPUR:
Sigurjón Lárusson Tindum
oddviti, Ingvar Þorleifsson Sól-
heimum, Sigurgeir Hannesson
Stekkjardal, Guðmundur Sigur-
jónsson Rútsstöðum, Jóhann
Guðmundsson Holti.
Sýslunefndarmaður: Þórður
Þorsteinsson Grund.
Hreppstjóri: Ingvar Þorleifsson
Sólheimum.
TORFALÆKJARHREPPUR:
Torfi Jónsson Torfalæk odd-
viti, Erlendur Eysteinsson
Stóru-Giljá, Reynir Hallgri'msson
Kringlu, Páll Þórðarson Sauða-
nesi, Einar Kristmundsson
Grænuhlíð.
Sýslunefndarmaður: Stefán A.
Jónsson Kagaðarhóli.
Hreppstjóri: Stefán Á. Jónsson
Kagaðarhóli.
VINDHÆLISHREPPUR:
Jónas Hafsteinsson Njálsstöð-
um oddviti, Sófus Guðmundsson
Skrapatungu, Guðmann
Magnússon Vindhæli, Jakob
Guðmundsson Árbakka, Björn
Magnússon Syðra-Hóli.
Sýslunefndarmaður: Björn
Jónsson Ytra-Hóli.
Hreppstjóri: Magnús Daníels-
son Syðri-Ey.
ENDURBYGGING STAFNS-
RÉTTAR 1978.
Gamla Stafnsrétt var í uppruna-
legri gerð öll hlaðin úr torfi og
grjóti. Hún er búin að standa á
sama stað í landi Stafns í
Svartárdal síðan 1813. Réttin
stendur á vel gróinni malareyri á
bakka Svartár, sunnan Stafns-
klifs. Fagur og skjólgóður staður,
þótt undirlendið sé i knappara
lagi, eins og raunar víðar í Svart-
árdalnum. Það er ekki umdeilt að
þessi réttarstaður hefur verið vel
valinn í upphafi með tilliti til
flestra er þangað þurfa að sækja.
Stutt leið er norður um Kiða-
skarð til Skagafjarðar, rúmir 20
km. Nyrsti hluti heiðarinnar,
Háutungur, ná norður að ármót-
um Fossár og Svartár, rétt sunn-
an við Stafnsrétt. Þar í austurhlíð
Fossadalsins, Lækjarhlíðinni,
hefur heiðarsafnsins verið gætt
þar til það hefur verið rekið
norður yfir Svartá að kvöldi þess
dags sem komið er til byggða.
Nátthagagirðing mun fyrst hafa
verið reist við Stafnsrétt 1928. Nú
síðustu árin hefur safnið verið
rekið yfir Svartá á bráðabirgða-
brú sem tekin er af yfir veturinn.
Er þetta stórkostleg framför frá
því er áður var. Upprekstrarfélag
Eyvindarstaðaheiðar mynda
Bólstaðarhlíðarhreppur i Húna-
vatnssýslu og i Skagafirði Lýt-
ingsstaðahreppur og framhluti