Húnavaka - 01.05.1979, Page 189
HÚNAVAKA
187
listi og varð því sjálfkjörið. Bún-
aðarþingsfulltrúi er Guðmundur
Jónasson Asi og varamaður
Sveinn Sveinsson Tjörn.
Starfið á árinu var með svip-
uðum hætti og undanfarin ár,
unnið að ræktun, byggingum
o.s.frv.
Tveir nýir búfræðingar hlutu
viðurkenningu Búnaðarsam-
bandsins, þeir Sigurjón Guð-
mundsson Rútsstöðum og Stefán
Guðmundsson Fossum. Þessir
bæir hlutu viðurkenningu fyrir
snyrtilega umgengni:
Kagaðarhóll, Snæringsstaðir í
Vatnsdal og Syðri-Hóll.
J- T.
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA I BÓK-
HLÖÐUNNI A BLÖNDUÓSI.
Við samþykkt laga um grunnskóla
árið 1974 voru gerðar ýmsar
breytingar og teknar upp all-
margar nýjungar frá fyrri lögum
um fræðsluskyldu. Ein þessara
nýjunga var skipting landsins í
fræðsluumdæmi. Fór sú skipting
eftir kjördæmum og urðu
fræðsluumdæmin jafnmörg þeim
eða 8 alls. í hverju fræðsluum-
dæmi skyldi vera fræðsluráð
skipað 5-7 mönnum, kjörnum af
hlutaðeigandi landshlutasamtök-
um.
Á þingi Fjórðungssambands
Norðlendinga, sem haldið var í
Reykjaskóla í ágúst 1974 voru
kjörin fræðsluráð fyrir bæði
fræðsluumdæmin á Norðurlandi.
Á fyrsta fundi fræðsluráðs
Norðurlandsumdæmis vestra í
maí 1975 kaus fræðsluráð sér for-
mann og ritara. Þessir voru
kjörnir: Formaður Ólafur H.
Kristjánsson, Reykjaskóla, vara-
form. Jóhann Salberg Guð-
mundsson, Sauðárkróki, ritari
Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli,
vararitari Guðjón Ingimundar-
son, Sauðárkróki, fimmti aðal-
maður í fræðsluráðinu var Skúli
Jónasson, Siglufirði.
Á öðrum fundi ráðsins í ágúst
1975 var ákveðið að mælast til
þess við menntamálaráðuneytið,
að auglýst yrði staða fræðslu-
stjóra í Norðurlandsumdæmi
vestra. Hinn 1. nóvember 1975
var settur fræðslustjóri fyrir
fræðsluumdæmið, Sveinn Kjart-
ansson, skólastjóri á Hafralækj-
arskóla i Aðaldal og tók hann
þegar til starfa.
Fræðslustjóri er framkvæmda-
stjóri fræðsluráðs og fulltrúi
menntamálaráðuneytisins um
fræðslumál í umdæminu. Skv.
grunnskólalögum eru megin-
verkefni fræðsluráðs og fræðslu-
stjóra þessi:
1. Að sjá um stjórn fræðslumála
umdæmisins og að gildandi
lögum og reglugerðum sé
fylgt.