Húnavaka - 01.05.1979, Síða 191
HÚNAVAKA
189
og fjárhagslegur grundvöllur
þjónustunnar hefur verið tryggð-
ur, en þá gerist það, að enginn
sálfræðingur fæst til starfa.
í tengslum við ráðgjafar- og
sálfræðiþjónustu er gert ráð fyrir
að starfi sérkennarar. Mikið var
reynt til þess á s.l. hausti að fá
sérkennara í fræðsluumdæmið,
því að mikil þörf er slíkra starfs-
krafta, en ekki varð árangur af
þeim tilraunum.
3. Framhaldsskóli.
Nú síðustu misseri hefur mikið
verið rætt um framhaldsskóla i
Norðurlandsumdæmi vestra.
Ástæður þess eru þær að fyrir Al-
þingi liggur nú frumvarp til laga
um framhaldsskóla, svo og hitt að
við framkvæmd samræmdra
grunnskólaprófa frá því vorið
1977 hafa hinir fjölmennari skól-
ar reynt að skapa nemendum að-
stöðu til framhaldsnáms í heima-
héraði. Ljóst er að hér er mikið
verk að vinna og þörf er mikillar
skipulagningar.
Þeir staðir sem líklegastir eru
til að geta boðið upp á fram-
haldsnám í framtíðinni eru
Reykjaskóli, Blönduós, Sauðár-
krókur, Siglufjörður og Bænda-
skólinn að Hólum.
Nú er starfandi nefnd á vegum
menntamálaráðherra sem gera á
tillögur um skipan framhalds-
náms í fræðsluumdæminu.
Fræðslustjóri starfar með nefnd-
inni.
4. Skólaskiþan.
Árið 1976 var send, til ýmissa
aðila, bók með tillögum til um-
ræðu um skólaskipan grunnskóla
fyrir allt landið. Landinu var þar
skipt í skólasvæði. Tillögur þessar
hafa þótt óraunhæfar og fengu
lítinn hljómgrunn hjá viðtakend-
um Einstök mál, svo sem um-
sóknir um 9. bekk nokkurra skóla,
hafa vakið umræður um þessi
mál og hefur fræðsluráð m.a.
ákveðið að mæla með því að 9.
bekkur grunnskóla verði starf-
ræktur á Skagaströnd og á
Húnavöllum.
Auk þeirra mála sem að fram-
an eru nefnd, koma nær daglega
ýmis smærri mál til afgreiðslu
fræðsluráðs og fræðsluskrifstofu.
Slík mál eru einkum samskipti
við skólastjóra, kennara, nem-
endur, sveitastjórnarmenn,
námsstjóra, menntamálaráðu-
neyti og jafnvel við foreldra.
Eins og áður er getið er eitt af
verkefnum fræðsluskrifstofu að
fylgjast með fræðslumálum í um-
dæminu. I Norðurlandsumdæmi
vestra eru starfandi 21 grunnskóli
með 2144 nemendum. Af þessum
fjölda eru nemendur í A-Hún.
eða 151 á Húnavöllum, 191 á
Blönduósi og 123 á Skagaströnd.
Við alla þessa skóla eru nú