Húnavaka - 01.05.1979, Page 201
HÚNAVAKA
199
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili........ 107.391
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli........ 101.574
Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn.......... 100.504
Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal.......... 97.570
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum............ 87.696
Hreinn Magnússon,
Leysingjastöðum .... 84.073
Runólfur Aðalbjörnsson,
Hvammi............... 83.625
Sigurður Helgason,
Þingeyrum............ 81.774
Kaupfélagið.
Sala í verzlunum félagsins varð
um 1619 millj., en það er um 54%
aukning frá síðasta ári.
Starfsemi félagsins varð með
líku sniði og undanfarin ár.
I menningarsjóð félagsins voru
lagðar 500 þús. kr. Sjóðurinn
hefur á liðnum árum styrkt
ýmiskonar menningarstarfsemi í
héraðinu.
Vélsmiðjan.
Á síðasta ári var að mestu lokið
viðbyggingu við Vélsmiðju Hún-
vetninga. Þetta viðbótarhúsnæði
er um 460m2 að grunnfleti en
hluti þess er á tveimur hæðum.
Þetta húsnæði er ætlað undir
varahlutaverzlun, málningar-
verkstæði, smurstöð og til aukn-
ingar húsnæðis fyrir almenna
starfsemi V. H.
Með þessu aukna húsrými
batnar mjög aðstaða Vélsmiðj-
unnar til aukinnar og bættrar
þjónustu. S.Á.J.
HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ.
í bókasafninu eru nú milli 8 og 9
þúsund bindi. Skráning þess er að
komast á lokastig og verður þá
allt aðgengilegra bæði fyrir
bókavörð og viðskiptavini.
Þá er áætlað að fara yfir bóka-
skrána og athuga hvað vantar og
gera síðan gangskör að því að
kaupa til safnsins þá bókatitla
sem það vantar.
Safnið er nú opið í 8 mánuði á
ári (okt.-maí), þrjá daga í viku.
Lánaðar voru út á árinu um 7800
bækur til 153 aðila er viðskipti
höfðu við safnið, og hefur aðsókn
aukist jafnt og þétt á undanförn-
um árum. Stendur safninu mjög
fyrir þrifum hvað þröngt er um
starfsemina og nauðsynlegt fyrir
það að fá aukið húsnæði í bygg-
ingu sinni. Svo best gegnir það
því menningarhlutverki, sem
slíkum söfnum er ætlað í nú-
tímaþjóðfélagi. Von er um að úr
þessu rætist á næstunni.
Á árinu barst safninu merkust
gjafa, bók, er ber nafnið: —
Andlegir sálmar og kvæði Hall-
gríms Péturssonar, 10. útgáfa,
L