Húnavaka - 01.05.1979, Page 202
200
HÚNAVAKA
prentuð 1852. — Gefandi bókar-
innar var Guðríður Guðlaugs-
dóttir á Beinakeldu. Er þessi gjöf
og fleiri, sem safninu hafa borist,
ljós vottur þess að margir hugsa
vel til þess og mætti hvetja fólk til
að láta safnið njóta þeirra bóka,
einkum gamalla, sem það af ein-
hverjum ástæðum vill losa sig við.
Reyndar þiggur safnið með
þökkum allar vel með farnar
bækur.
I bókasafnsnefnd eru nú eftir-
taldir menn: Grímur Gíslason
formaður og Sigurður Þorbjarn-
arson kjörnir af sýslunefnd, en
Bjarni Pálsson Ólafshúsi, Krist-
inn Pálsson og Sveinn Kjartans-
son kosnir af hreppsnefnd.
Bókavörður er eins og áður
Sonja Einarsdóttir.
K. P.
VATNSSKORTUR
HJA HITAVEITUNNI.
Síðast liðið sumar var Rafn
Kristjánsson byggingatækni-
fræðingur hjá Fjarhitun h.f. hér á
Blönduósi. Auk þess að annast
framkvæmdir hér, vann hann
einnig fyrir Hvammstanga og
Skagaströnd. Það er til mikilla
hagsbóta að hafa tæknimann á
staðnum, sérstaklega yfir aðal
annatímann. Hér verður greint
frá helstu framkvæmdum á veg-
um sveitarfélagsins á síðastliðnu
ári.
Stærsti þáttur framkvæmd-
anna var gatnagerð, en í þann
þátt var varið um 30 milljónum
króna. Skipt var um jarðveg í
Mýrarbraut svo og neðsta hluta
Skagabrautar, Skúlabrautar,
Smárabrautar og Sunnubrautar.
Þá var Hólabraut lengd til móts
við dagheimilisbygginguna.
Lagðir voru kantsteinar við þær
götur, sem búið var að olíubera,
en gangstéttir verða væntanlega
lagðar á þessu ári. Holræsi var
lagt í sömu götur og skipt var um
jarðveg í, en holræsið í Mýrar-
braut verður aðalfrárennsli fyrir
hverfið þar fyrir ofan og var öll-
um frágangi þess lokið.
Hafist var handa við byggingu
dagheimilis á s.l. sumri, og varð
húsið fokhelt fyrir áramótin.
Kostnaður var þá kominn í um
22 milljónir en ríkissjóður greiðir
50% kostnaðar við þessa bygg-
ingu. Húsið er 260 m2 og er ætlað
fyrir 40 börn. Leikskólinn er nú
rekinn í íbúðarhúsi við Kvenna-
skólann og er aðstaða þar fremur
slæm og verður að því mikill
fengur þegar hægt verður að
flytja í þetta nýja húsnæði.
Hafin var bygging búnings-
herbergja við sundlaugina og
leikfimissalinn. Fram að þessu
hefur það háð nýtingu á sund-
lauginni að búningsaðstaða var