Húnavaka - 01.05.1979, Side 204
202
HÚNAVAKA
Sumardaginn fyrsta var skáta-
og æskulýðsmessa haldin í
Blönduóskirkju, þar sem sóknar-
prestur predikaði.
Skátar fjölmenntu í skrúð-
göngu til kirkju eins og mörg
undanfarin ár.
Við guðsþjónustu 7. maí í
Undirfellskirkju, barst kirkjunni
fánastöng ásamt íslenska fánan-
um frá burtfluttum Vatnsdæl-
ingum. Var fánanum komið fyrir
skammt frá kirkjunni. Sóknar-
prestur þakkaði gjöfina fyrir
hönd safnaðarins.
Sunnudaginn 2. júlí var haldin
guðsþjónusta á Blönduósi í tilefni
af komu Vestur-íslendinga er
gistu staðinn dagana 30. júní til 2.
júlí.
Sóknarprestur predikaði og
þjónaði fyrir altari. Kirkjukórinn
söng og Gestur Guðmundsson,
söngvari söng lagið, „Þótt þú
langförull legðir.“ Guðsþjónust-
an var fjölsótt.
Á s.l. sumri færðu systkinin frá
Haukagili í Vatnsdal, Konráð,
Kristín, Haukur, Svava og Sverr-
ir, Undirfellskirkju að gjöf kr. 500
þús. Var sóknarnefnd afhent
gjöfin að viðstöddum sóknar-
presti sr. Árna Sigurðssyni í sam-
sæti að Húnavöllum þann 29.
júlí.
Gjöfin er gefin til minningar
um foreldra þeirra systkina, Egg-
ert Konráðsson, hreppstjóra á
Haukagili, en hann hefði orðið
100 ára á árinu og konu hans
Ágústinu Grímsdóttur, sem hefði
orðið 95 ára.
Sóknarprestur og formaður
sóknarnefndar Undirfellssóknar
Ingvar Steingrímsson, bóndi á
Eyjólfsstöðum þökkuðu gjöfina
fyrir hönd safnaðarins.
Við guðsþjónustu í Blönduós-
kirkju 3. desember gat sóknar-
prestur þess, að kirkjunni hefði
borist vegleg dánargjöf. Anna
Guðrún Guðmundsdóttir, sem
nýlega er látin, ánafnaði Blöndu-
óskirkju húseign sína Njálsgötu
74 í Reykjavík eftir sinn dag.
Gjöfin er til minningar um mann
Önnu, Árna Ólafsson, rithöfund
og bókaútgefanda, en hann var
fæddur og alinn upp á Blönduósi.
Mun andvirði húseignarinnar
verða varið til byggingar nýrrar
kirkju á Blönduósi.
Sunnudagaskóli Blönduós-
kirkju hóf starf sitt þann 8. októ-
ber. Veitt voru verðlaun fyrir
góða ástundun, eins og undan-
farin ár og hlaut þau Stefán
Pálsson, Aðalgötu 10, Blönduósi.
Verðlaunin voru oddveifa
Æ.S.K.
Lokið var lagfæringu Þing-
eyrakirkju í lok september og
verður þess væntanlega minnst á
komandi sumri.
Á. S.