Húnavaka - 01.05.1979, Page 207
HÚNAVAKA
205
MANNFJÖLDII HÚNAVATNSSÝSLU 1. DESEMBER 1978.
Þetta eru bráðabirgðatölur.
Staðarhreppur 137
F-Torfustaðahreppur 119
Y-Torfustaðahreppur 247
Hvammstangahreppur 510
Kirkjuhvammshreppur 149
Þverárhreppur 172
Þorkelshólshreppur 204
Áshreppur 140
Sveinsstaðahreppur 116
Torfalækjarhreppur 142
Blönduóshreppur 884
Svínavatnshreppur 151
Bólstaðarhlíðarhreppur 169
Engihlíðarhreppur 115
Vindhælishreppur 74
Höfðahreppur 610
Skagahreppur 93
I Vestur-Húnavatnssýslu voru
1.538 íbúar þar af 805 karlar og
733 konur. I Austur-Húnavatns-
sýslu voru 2.494 íbúar þar af
1.346 karlar og 1.148 konur.
Ji-
REIÐSKÖLINN VINSÆLL.
Starfsemi hestamannafélagsins á
árinu 1978 var með hefðbundn-
um hætti, miðað við árin á und-
an. Tamningamaður félagsins,
Einar Svavarsson, var í fullu
starfi strax í ársbyrjun, því að
hann hóf störf hjá félaginu 21.
nóvember 1977 og tamdi allt til
maíloka s.l. vor.
Gekk starf Einars vel og var
aðsókn meiri en hægt var að
anna. Einar þjálfaði síðan þá
hesta, sem valdir voru til þess að
mæta á landsmóti á Þingvöllum
12.-16. júlí, á vegum Neista og
sýndi þá þar með góðum árangri.
Að loknu landsmóti hóf Einar
aftur tamningar, með aðsetri á
Breiðavaði. Starfaði hann við það
á eigin ábyrgð fram eftir sumri,
en stjórn Neista hvatti mjög til
þess að Einar stundaði sumar-
tamningarnar.
Svo sem undanfarin ár stóð
Neisti fyrir firmakeppni á
Blönduósi 17. júní með góðri
þátttöku. Voru þá vígðir smekkir,
er Brunabótafélag íslands gaf fé-
laginu, áletraðir hlaupandi núm-
erum, nafni Neista og gefandans.
Reiðskóla starfrækti Neisti
einnig sem undanfarin ár, frá 26.
júní til 7. júlí. Nemendur voru
rúmlega 60. Félagið naut sem fyrr
fyrirgreiðslu nokkurra hestaeig-
enda um lán á hestum og reið-
tygjum fyrir sanngjarna þóknun.
Kennslugjald var kr. 6000.- á
nemanda. Ekki var hægt að full-
nægja eftirspurn eftir reiðskóla-
kennslu og virðist þessi starfsemi
þörf og frábærlega vinsæl. Kenn-
ari og umsjónarmaður reiðskól-
ans var Sigríður Hermannsdóttir,
en skólinn hafði aðsetur við
Tamningastöðina á Blönduósi.
Neisti stóð að hestamannamóti