Húnavaka - 01.05.1979, Page 208
206
HÚNAVAKA
í Húnaveri í félagi við Óðin 24.
júní. Fer þátttaka í slíkum mót-
um vaxandi á vegum félagsins
þótt ekki verði tilfærðar tölur, því
viðkomandi hér. Staðreynd er að
húnvetnskir hestar eða héðan
ættaðir, eru í röðum mestu gæð-
inga landsins og þekktustu kyn-
bótahesta, þótt aðrir en Hún-
vetningar sjálfir leiði þá gripi í
heiðurssætin, að jafnaði. Þyrfti á
þessu að verða breyting, þannig
að Húnvetningar sjálfir, fyrst og
fremst, rækti og móti sinn eigin
hrossastofn.
Hestamannafélagið Neisti tel-
ur nú liðlega eitt hundrað félaga.
Stjórn þess skipa: Grimur Gísla-
son, form., Haukur Magnússon,
gjaldkeri, Ævar Þorsteinsson, rit-
ari og Sigríður Hermannsdóttir
og Þormar Kristjánsson, með-
stjórnendur.
Grímur Gíslason.
GÓÐIR STÓÐHESTAR.
Vorið 1977 voru eftirtaldir stóð-
hestar notaðir á sambandssvæð-
inu:
Abel ættb. 613, var á Mosfelli.
Draumur, f. Hrafn 802, m.
Lipurtá 3780, var á Breiðavaði.
Glæsir ættb. 656, var á Botna-
stöðum.
Logi ættb. 878, var í Hvammi í
Vatnsdal.
Sleipnir ættb. 785, var á
Skinnastöðum.
Þór ættb. 876, var í Hamra-
koti.
Vorið 1978 voru notaðir:
Abel ættb. 613, var á Mosfelli.
Draumur, var á Botnastöðum.
Sörli ættb. 653, var á Skinna-
stöðum.
Auk framangreindra hesta
voru allmargir unghestar notaðir
á vegum einstaklinga í héraðinu
fyrir milligöngu Þorkels Bjarna-
sonar ráðunauts. Voru þessir
hestar frá Stóðhestastöð Búnað-
arfélags Islands að Litla-Hrauni.
Einkum var þetta vorið 1978.
Um stóðhestaeigu sambands-
ins sjálfs er það að segja að Logi
878 var seldur til Þýskalands síðla
árs 1977 en Abel 613 seldur Ein-
ari Höskuldssyni bónda á Mos-
felli síðla s.l. árs.
Sambandið á nú hestinn
Draum (f. 1974) frá Hóli í Sæ-
mundarhlíð og hefur hann verið
alinn upp og taminn á Stóð-
hestastöð B.I. Lýkur uppfóstri
Draums í vor og kemur hesturinn
þá til fullra nota. Seint á s.l. ári
keypti Hrossaræktunarsamband-
ið stóðhestinn Þröst ættb. 908 af
Stóðhestastöð B.í. og er Hrossa-
ræktunarsamband Vesturlands
aðili að kaupunum móti Hún-
vetningum að jöfnum hluta.
Þröstur 908 var sýndur á lands-