Húnavaka - 01.05.1979, Page 213
HÚNAVAKA
211
um, fyrir árið 1978 námu um 74
milljónum króna í Austur-Húna-
vatnssýslu og um 76 milljónum í
Vestur-Húnavatnssýslu, eða
samtals árgjöld að fjárhæð um
150 milljónir króna.
Á árinu var unnið að breyting-
um í hinu eldra húsnæði útibús-
ins, innréttuð ný skrifstofuað-
staða, kaffistofa og geymslupláss.
Sparisjóðsreikningar við útibúið
voru fluttir í tölvuvinnslu hjá
Reiknistofu bankanna í Reykja-
vík, og á árinu 1979 er fyrirhug-
aður flutningur allrar bókfærslu í
þá stofnun, enda er hún á stofn
sett i þeim tilgangi. Mun þetta
væntanlega leiða af sér hagræð-
ingu og öryggi fyrir bankann og
viðskiptavini hans.
I árslok voru 8 starfsmenn við
útibúið.
Guörn. H. ThorodcLsen.
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn 27. ágúst
1978 í Bólstaðarhlíð. Hófst hann
með messugjörð í Bólstaðarhlíð-
arkirkju, sr. Pálmi Matthíasson
frá Hvammstanga predikaði en
sr. Árni Sigurðsson frá Blönduósi
og sr. Róbert Jack frá Tjörn,
þjónuðu fyrir altari.
Kirkjukórinn söng undir stjórn
Jóns Tryggvasonar og öldungur-
inn Klemens Guðmundsson i
Bólstaðarhlíð hringdi og hefur
öllum jafnan þótt hann vera með
bestu hringjurum landsins.
Að lokinni messugjörð setti
prófastur sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
héraðsfundinn og flutti yfirlits-
ræðu sína.
Minntist hann í upphafi lát-
inna manna er andast höfðu síð-
an síðasti héraðsfundur var hald-
inn og komið höfðu mikið við
kirkjumál í héraði.
Þegar litið er yfir liðið héraðs-
fundarár hverju sinni og upprifj-
að um kirkjulegt starf og verald-
lega og andlega vísu, koma mér í
hug orð sálmsins:
Hús þau, er kirkjur köllum vér
kær skulu oss öllum þá vera.
Frelsarinn börn svo faðmi að sér
foreldrar þangað þau bera.
Guðshús er þar, himnahlið,
hefur þá sáttmála gjört oss við
hann, sem oss himinarf gæddi.
Játning hins mikla kenni-
manns Grundvig og brautryðj-
anda að veita ungu fólki hald-
góða fræðslu er það þráði og hafði
hæfileika til, en upp af þessu
spratt hin svonefnda lýðháskóla-
menning á kristilegum grundvelli
er hafði mikil áhrif á menningu
Norðurlandaþjóða og þar á
meðal okkur íslendinga, á fyrri-
hluta þessarar aldar, er kallaði á
félagslegan þroska og lærdóm
æskufólksins.