Húnavaka - 01.05.1979, Page 214
212
HÚNAVAKA
Húnvetningar og Stranda-
menn hafa ekki farið varhluta af
þessu. Hafa þeir Kvennaskólann
á Blönduósi og Héraðsskólann að
Reykjum sem unnið hafa mikið
starf og síðar kom til starfa
Húnavallaskóli og skóli að
Laugabakka í Miðfirði.
Allar þessar stofnanir hafa
stuðlað að þroska manna og
undirbúið þá undir lífið. Þegar ég
lít yfir liðna tíð, um allt að 40 ára
bil hér í Húnaþingi, sé ég eigi
annað en þær kynslóðir sem eru
horfnar hafi vel rækt skyldu sína
við kristnihaldið um þess innri og
ytri gerð.
Oft hef ég hugleitt hvað verður
þegar hið kirkjurækna fólk fellur
frá, hvað verður þá um tíða-
gjörðir? Unga fólkið og miðaldra
hefur þá komið fram og ný heim-
ili er sótt hafa kirkju. Það sama
má segja um umsjón og viðhald
kirknanna. Hafi forustan verið
örugg og ákveðin i þessum mál-
um hafa allir ungir sem gamlir
viljað leggja þessum málum lið, í
orði og verki að halda við helgi-
dómi okkar eftir kröfum tímans.
Lífið sjálft er oss oft góður
kennari um það hversu mikill
raunveruleiki kristin trú er oss á
meðal. Og hversu hún er mikil
stoð oss í lífinu í gleði og þraut og
er oss til góðs skilnings og leið-
sagnar í lífinu. Felst ekki þakkar-
kennd kristins manns í kærleika
til Guðshúss síns og játning fólks-
ins i ræðu og söng í þessum hús-
um vorum?
Það er með þessi sáðlönd sem
aðra akra, það þarf að hlúa að
þeim sem best má verða. Skýrir
það sig kannski í þessari gömlu
setningu, „Þeim presti sem er
góður barnafræðir fyrirgefst mik-
ið“. Eins og próf. Magnús Jóns-
son sagði um ungan prest er
grundvallaði nýtt prestakall í
Reykjavík, Laugarnessprestakall,
með starfi sínu. Honum fór eins
og þeim sem leituðu að heita
vatninu í Reykjavík er þeir
fundu vatnið til að ylja bæjarbú-
um. Ungi presturinn fann ylinn
er hann kom að dyrum á heimil-
um þeirra og virkjaði það með
starfi sínu til að reisa nýtt kirkju-
hús honum til starfa og því til
gleði.
Kom þarna fram hinn sunn-
lenski málsháttur að helmingur
af starfi prestsins sé að vera
prestur á sléttunum.
A árinu voru í prófastsdæminu
sungnar 296 messur, skírnir voru
124, hjónavígslur 17, til altaris
gengu 384 og greftranir voru 37.
Þá heimsótti söngmálastjóri
Haukur Guðlaugsson A.-Húna-
vatnssýslu og dvaldi í héraðinu
frá 7.-13. mars, hafði hann sam-
æfingar fyrir kórana í hverju
prestakalli og síðan laugardag og
sunnudag samæfingu fyrir alla