Húnavaka - 01.05.1979, Page 216
214
HÚNAVAKA
gripur. Gefendur er fólk í söfnuð-
inum. Þá gaf kvenfélagið Ársól
nýtt altarisklæði.
Hólmavíkurkirkja hefur fengið
rafmagnsorgel af fullkomnustu
gerð. Samskonar orgel mun vera
hjá nunnunum í Garðahreppi en
þær hafa þar bústað og kapellu
en áður störfuðu þær á Landa-
kotsspítala.
Þá má geta þess að stofnaður
hefur verið minningarsjóður
hjónanna Vigdísar Guðmunds-
dóttur og Guðmundar Magnús-
sonar frá Hólmavík. Sjóðnum
skal varið til kaupa á orgeli eða til
annarra þarfa kirkjunnar. Stofn-
endur eru börn þeirra hjóna og
stofnfé kr. 100.000.-.
Þá má geta þess að hátíðar-
messa var haldin i Hólmavíkur-
kirkju á 10 ára afmæli kirkjunnar
sunnudaginn 17. september. Sr.
Andrés Ólafsson sóknarprestur
þjónaði fyrir altari og flutti
ávarp, en sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
predikaði, organisti var Guðni
Guðmundsson Bústaðakirkju
Reykjavik og Hrönn Sigurðar-
dóttir spilaði á fiðlu. Var hátíð-
armessa þessi fjölmenn og hátið-
leg.
Miklar viðgerðir hafa farið
fram á Melstaðarkirkju, hefur
loft hennar, hvelfingin, verið
klædd að nýju og kirkjan öll
máluð, en gólf hennar er teppa-
lagt og kirkjan því orðin hið vist-
legasta hús sem hæfir hinu forna
frægðarsetri. Þá hefur Melstað-
arkirkju verið færður hökull að
gjöf til minningar um Sigríði
Friðriksdóttur á Barði dóttur-
dóttur séra Þorvaldar á Melstað.
Gefendur eru Sigvaldi, Böðvar og
Ingibjörg börn Sigríðar. Hökull-
inn er hinn besti gripur.
Þá hefur Höskuldsstaðakirkja
verið máluð utan og Signý
Benediktsdóttir á Balaskarði gaf
kirkjunni tvö Ijósker til að hafa á
framstafni kirkjunnar, en þau gaf
hún til minningar um Ingvar
Pálsson mann sinn.
Hólanesskirkja hefur verið
máluð að utanverðu og girðing
hennar, allt unnið í sjálfboða-
vinnu af sóknarfólki. Þá hefur
verið komið fyrir rafmagnsofnum
í kirkjunni.
Þann 17. júní 1978 átti Hóla-
nesskirkja 50 ára afmæli, en hún
var vígð 17. júní 1928 af sr. Jóni
biskupi Helgasyni og stendur
kirkjan á Stórabergi. Yfirsmiður
var Fritz Magnússon Stórabergi
og Lárus Hinriksson Kurfi sá um
múrverkið. Kirkjan á margt
góðra gripa, einkum frá Spá-
konufellskirkju, og einnig sem
henni hafa verið gefnir á seinni
árum.
Hátíðarmessan var 18. júní,
messaði sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
og kirkjukórinn söng undir stjórn
Kristjáns Hjartarsonar. Sóknar-