Húnavaka - 01.05.1979, Page 227
HÚNAVAKA
225
ANNÁLL SKAGASTRANDAR 1978,
skráður af Pétri Þ. Ingjaldssyni.
Fiskveiöar.
Skuttogari Skagstrendings h.f. Arnar
HU-1 aflaði ágætlega á árinu eða
alls 3063 tonn að aflaverðmæti
um 400 milljónir.
Arnar fór eina söluferð með fisk
á markaðinn í Englandi. Út-
haldsdagar skipsins voru eigi
nema 297, vegna brunans er
skipið varð fyrir á Akureyri.
Þess má geta að á skipið var
settur skrúfuhringur er eykur
togkraftinn, svo skipinu nýtist
betur afl vélar þess. Þá var lönd-
unarkrana komið fyrir á þilfari
skipsins. Er að honum mikið
hagræði.
Allt frá því að Arnar kom frá
Japan hefur sami skipstjóri Guð-
jón Ebbi Sigtryggsson verið með
hann.
Hrognkelsaveiöar gengu sæmi-
lega. Veiði var treg en verðið
hagstætt. Þrír smærri bátar
stunduðu þær frá Skagaströnd og
einn stærri bátur, en tveir bátar
reru frá Kálfshamarsnesi á grá-
sleppu.
Á árinu var m/b Anný seld til
Mjóafjarðar, en eigandi hennar
var Einar Guðmundsson frá
Saurum.
Á árinu keypti Húnaströnd hf.
vélbátinn Helgu Guðmundsdótt-
ur, er nú heitir Húni, eigendur
eru Þorvaldur Skaftason og Óm-
ar Jakobsson, sem er formaður.
Báturinn fór á færi og línu, en
stundar nú rækjuveiðar. Aðrir
bátar sem eru á rækjuveiðum eru:
Helga Björg, Auðbjörg, Hjörtur í
Vík og Guðjón Árnason.
I sumar stunduðu tveir bátar
djúprækjuveiðar, Hjörtur í Vík
og Geirfugl frá Grindavík, frá því
í maí og fram í september.
Rækjustöðin keypti aðra
rækjupillunarvélina sem var
leiguvél á sl. ári. Þá voru stand-
settar vélar í Rækjuvinnslunni
sem ætlaðar eru til niðursuðu á
rækjum, einnig til framleiðslu á
niðursoðnum hörpudiski og
loðnu. Þá fóru fram tilraunir með
niðursuðu á rækju og þóttu takast
vel. Gerðar voru ýmsar aðrar
umbætur á Rækjuvinnslunni til
sjálfvirkni og fyrirgreiðslu.
Hólanes hf. tók á móti hráefni
frá bátum 1044 tonn og togara
2721 tonn, samtals 3765 tonn.
Á árinu var frystigetan aukin
um 25% og var því allur afli
frystur, en ekkert fór í saltfisk eða
skreið.
Nýjung var tekin upp í kæl-
ingu á kælimiðli. Áður fyrr var
notað vatn, en nú eru notaðir
loftkondensar, sem kæla kæli-
miðilinn áður en hann fer inn á
frystivélarnar og við það sparast
orka og vatn.
Fyrirtækið fékk sér á árinu ný-
15