Húnavaka - 01.05.1979, Síða 228
226
HÚNAVAKA
legan Landrover til snúninga og
einnig rafmagnslyftara.
Búskapur.
Heyfengur manna var um 2500
hestar, fóðurpeningur 660 kind-
ur, 2 kýr og 190 hross. Þá hefur
Einar Haraldsson í Dagsbrún
komið sér upp stofni af geitfé.
Hann hefur nú 6 geitur. Munu
nú vera um 40 ár síðan geitfé var
hér, en það var Þorsteinn Þor-
steinsson póstur, er hafði geitur
síðastur manna, er hann bjó á
Kletti í Kálfshamarsnesi.
Byggingar.
Arið 1978 hljóp vöxtur að nýju í
húsbyggingar í Höfðahreppi, en
um tveggja ára skeið hafði verið
meira starfað við að fullgera hús
er voru í byggingu. Nú hafa all-
margir einstaklingar hafið bygg-
ingar íbúðarhúsa, þá hefur
hreppurinn staðið fyrir smíði á 4
leiguíbúðum er eiga að vera til-
búnar 1979 og þá verður byrjað á
öðrum 4 leiguíbúðum er ætlaðar
eru til leigu og sölu. A vegum
hreppsins hafa verið byggðar 12
slíkar íbúðir, og í byggingu eru
íbúðir fyrir aldraða.
Gatnagerð.
Lögð var olíumöl á 1500 lengd-
armetra, er þá alls bundið slitlag
komið á 3 km af götum bæjarins,
og mun láta nærri að um 70% sé
með bundnu slitlagi. Akureyrar-
bær sá um útlagningu á slitlag-
inu, en verkfræðingur frá Fjar-
hitun i Reykjavík sá um verk-
fræðilega þáttinn. Segja má að
nú megi hugsa að því að leggja
kantstein við þessar götur og gera
gangstéttir.
Hafnargerðin.
Áfram var haldið við hafnar-
gerðina á Skagaströnd. Grettir
lauk við að grafa um 70.000 m3 af
botni hafnarinnar, er ætlað var,
og braut móhelluna á botninum
þannig að hægt var að reka niður
hið fyrirhugaða stálþil sem
myndar viðlegukant fyrir löndun
úr fiskiskipum, togurum, loðnu-
skipum og síldarskipum.
Viðlegukanturinn er 80 m á
lengd og verður að fullu frá hon-
um gengið á komandi vori, liggur
hann samhliða verksmiðjunni.
Fyllt hefur verið upp að stálþilinu
og myndar það svæði milli þils og
síldarverksmiðjunnar, sem er um
45 m á breidd og 80 m að lengd.
Rifin var smábátabryggja sem
var orðin gömul.
Síldarverksmiðjan.
Gömlu tækin, þurrkararnir, skil-
vindur og aðrar vélar voru fjar-
lægðar úr húsinu. Þá voru brotin
niður fundament undan vélun-
um, húsið múrhúðað innan og
málað og lagt að nýju í gólf verk-