Húnavaka - 01.05.1997, Blaðsíða 48
46
HÚNAVAKA
Miklabæjarþingum, segir Odd fyrst hafa búið með Solveigu sem ráðs-
konu sinni fram í Skagafjarðardölum, áður en hann tók við kalli á Mikla-
bæ. Ekki fínnast um það aðrar heimildir.
Sr. Oddur bjó með ráðskonu sinni, Solveigu, tæpan áratug á Miklabæ.
Henni er svo lýst að hún hafí verið „vel að sér ger, nokkuð lundstór, en
stillti þó vel í hóf‘. Margar heimildir segja „stillt og skikkanleg, rösk,
kunni handiðnir, stundaði bú prests ágætavef. Hér er mikið sagt um um-
komulausa stúlku sem eftir sjálfsmorð sitt var orðin fordæða í hugum
fólks.
Hafi réttar líkamsleifar verið grafnar upp þegar bein hennar voru síð-
ar flutt frá Miklabæ, en það sýnist ekki ástæða til að véfengja, hefur hún
verið mjög ung, varla meira en tvítug þegar hún kemur að Miklabæ, með
hrafnsvart hrokkið hár og fagrar tennur. Er nærtækt að álykta að hún
hafí verið falleg ung stúlka, jafnvel glæsileg.
Ýmsar samtímaheimildir og munnmæli herma að Solveig hafí borið
ástarhug til sr. Odds, jafnvel fest á honum svo mikla ást að „varla mátti
sjálfrátt telja“. Á hinn bóginn eru engar ritaðar heimildir fyrir því að
prestur hafi borið til hennar sama hug þótt munnmæli hnígi mjög í þá
átt. Er og ekkert undarlegt að þótt svo hafí verið væri fátt um það skráð
eftir voveiflegan dauðdaga Solveigar. Hitt liggur fyrir að prestur lét sér
ekki brátt um kvonfang. Hafi hin unga og vel verki farna ráðskona hans
verið orsök þess, sem að sjálfsögðu eru miklar líkur til, verður að ætla að
sr. Odd hafi skort kjark og raunar verið um megn að rísa gegn tíðarand-
anum eins og orðið hefði ef hann, presturinn og biskupssonurinn, tæki
svo niður fyrir sig að ganga að eiga umkomulausa stúlku sem var svo ætt-
smá að enginn hirti um að skrá föðurnafn hennar eða uppruna. Til að
stofna til slíks ráðahags hefði á þeirri tíð þurft mikinn járnkarl, ekki síst
til að standa frammi fyrir magnaðri andstöðu og ef til vill fyrirlitningu
og hörðum aðgerðum æðstu valdamanna kirkjunnar sem jafnframt voru
hans nánustu, faðir hans, biskupinn og mágur hans, skólameistarinn á
Hólum.
Enginn veit nú hug sr. Odds til þess möguleika að hann kvæntist Sol-
veigu og verður aldrei vitað. Aðeins er hér vakin athygli á því hvílík vand-
kvæði hefðu fylgt slíkum ráðahag. Nútíðarmenn skyldu því fara varlega í
að fella dóma yfir sr. Oddi fyrir það að sá ráðahagur skyldi ekki takast.
Þann 13. maí 1777 gerist Hálfdán skólameistari afskiptasamur um hagi
sr. Odds mágs síns. Þá ríður hann vestur að Goðdölum og fastnar honum
konu, Guðrúnu, dóttur Jóns prests þar Sveinssonar. Ekki er getið um af-
skipti eða vitund sr. Odds af því ferðalagi og raunar ekkert vitað um hans
vilja. Hitt liggur fyrir að brúðkaup þeirra stóð á Hólum seint um sumar-
ið. Er svo að sjá að allt hafi þetta gerst mjög undir forsjá þeirra tengda-
feðga á Hólum.