Húnavaka - 01.05.1997, Blaðsíða 118
116
HÚNAVAKA
margt væri að starfa komu samt stundir til leikja og á hinu heimilinu var
margt fólk, bæði börn og fullorðnir. Þegar búið var að hirða af túninu
voru haldin töðugjöld, þá var hitað súkkulaði og borðaðar kökur og tert-
ur með. Síðan fór allt fólkið af báðum búunum út á tún og allir fóru sam-
an i leiki. Það var ótrúlegt hvað fólkið kunni marga hópleiki sem allir
gátu tekið þátt í með tilheyrandi hlaupurn og söng.
Urn haustið tóku við smalamennskur, göngur og réttir með öllu því
skemmtilega umstangi sem því fylgdi. Strax eftir réttir var sumardvöl okk-
ar lokið. Það var mikil efdrvænting að fara heim og heimkoman var stór-
kosdeg eftir langa fjarveru.
Hjónin, Ingiríður og Þorsteinn, voru ákaflega samhent og duglegt fólk.
Þorsteinn var bóndi af lífi og sál og mjög útsjónarsamur í öllum verkum.
Hann var snyrdmenni með sjálfan sig, öll áhöld og verkfæri og í allri um-
gengni við skepnur. Þau voru vaxin upp úr mikilli fátækt og ólust hvor-
ugt upp í foreldrahúsum. Þeim búnaðist vel þau fáu ár sem þau fengu
notið hvors annars þrátt fyrir áföll sem þau, eins og allir aðrir, urðu fyrir
þegar fé féll unnvörpum úr mæðiveiki. Þau giftu sig árið 1929 en Þor-
steinn deyr svo 23. janúar 1945 efdr botnlangaskurð, aðeins 45 ára gamall.
Það var mikill og sár missir fyrir Ingu en hún átd eftir börnin sín tvö,
Stínu og Bjarna og gömlu Ingu fóstru sína. Mér þótd vænt um þetta fólk,
það var mér svo gott, ekki síst gamla Inga. Þær hljóma enn í eyrum
spurningarnar, ertu ekki svangur góði? Ertu ekki blautur í fæturna? Við
Inga yngri skrifuðumst á í mörg ár og það fór ekkert á milli mála að
henni þótd vænt um okkur Erlu. Hún kom til okkar á hverju sumri og
dvaldist í nokkra daga, við töluðum og hlógum mikið saman.
Eg verð að segja frá einu atviki sem skeði þegar hún var einhverju
sinni hjá okkur í Skipasundinu. Þá fór hún einn daginn suður í Kópa-
vog til að heimsækja mágkonu sína og bróður, þaðan halda þær saman
suður í Hafnarfjörð. Þar sem þær eru svo á gangi um bæinn ganga þær
fram á pakka liggjandi á gangstétt, fallega umbúinn. Mágkonan beygir
sig niður til að taka pakkann upp en á einhvern hátt þá færðist pakkinn
undan svo hún kemur ekki hendi á hann. Hún rétdr úr sér lítur á pakk-
ann og beygir sig svo aftur til að taka upp þennan lokkandi pakka en það
fer á sömu leið, þegar hún er að koma hendi á gripinn, skríður hann
undan. En nú er okkar kona komin í keppnisskap og er snögg að grípa
niður aftur, til að láta þann lokkandi sem nú er orðinn bölvaður, ekki
ganga sér úr greipum en allt fer á sömu leið. Nú æsist leikurinn enn, hún
er allt að því farin að hlaupa þegar hún loksins gefst upp og lítur til baka
dl mágkonu sinnar og sér hana haldandi um magann af hlátri. Þá fyrst
rann upp fyrir henni að það myndu vera lidir hrekkjalómar ekki langt
undan í felum. Um kvöldið varð þessi frásögn hennar okkur öllum þrem
að hlátursefni sem endst allt það kvöldið og reyndar lengur.