Húnavaka - 01.05.1997, Blaðsíða 52
50
HUNAVAKA
Benedikt frá Hofteigi setur fram þá tilgátu í ritinu Fólk og saga, sem
gefíð var út á Akureyri 1958, að lík sr. Odds hafi verið jarðsett í Héraðs-
dal, einum afskekktasta grafreit í Skagafírði en hann mátti telja tilvalinn
til jarðarfarar í kyrrþey. Benedikt leiðir og líkur að því að kirkjuleg yfír-
völd og veraldleg, þar á meðal Vigfús sýslumaður Scheving og Stefán
Thorarensen amtmaður, bróðir Ragnheiðar í Viðey, sem fyrr er getið,
hafí gert þagnarsamsæri um að grafa jarðneskar leifar sr. Odds í vígðri
mold. Ef til vill styður það þessa tilgátu að í kirkjubókum Miklabæjar-
kirkju er ekkert skráð um hvarf séra Odds eða dauðdaga. Þar er ekki
heldur að finna stafkrók um sjálfsmorð eða dysjun Solveigar.
En hvers vegna „þagnarsamsæri “? Hvers vegna leynd?
Sá sem svipti sig sjálfur lífi skyldi dysjaður utan garðs nema til kæmi
leyfi biskups. Hann hafði áður synjað slíkri beiðni. Sjálfsmorð fátækrar og
ættsmárrar stúlku þótti voðaverk og glæpur. En hvað þá um prestinn
sjálfan, son biskupsins ef hann braut svo harkalega gegn lögmálum krist-
innar trúar eins og þau voru túlkuð þá?
Ef grunsemdir voru um að sr. Oddur hafí verið myrtur, hefði því vænt-
anlega verið haldið á lofti. Morð var ekki jafn voðalegur atburður og
sjálfsmorð. Hefði svo verið hefði sr. Oddur ekki brotið sjálfur gegn lög-
málum kirkjunnar, ekki sjálfur útskúfað sér úr samfélagi sáluhólpinna og
þá mátti hann fá leg í vígðri mold. Engar getgátur um morð voru til. Sr.
Oddur var talinn hafa grandað sér sjálfur. Þess vegna varð að þegja svo
leifum prests yrði komið með leynd, nánast smyglað í vígðan reit.
Eg felli ekki dóma um þessi efni eða slæ neinu föstu. Ekkert af þessu
verður lengur sannað eða afsannað. En leiða má fram líkur.
Eg tel þær allar hníga að því að sr. Oddur hafi endað líf sitt í Gegni.
Langsamlega líklegast er að hann hafi farið sér sjálfur af ráðnum hug,
þar næst af „ráðleysu einhverslags“. Miklu ólíklegra er að honum hafi
verið grandað af mennskum mönnum og þaðan af fjarlægara, sem var
kenning þjóðsögunnar, að afturgöngur hafi ráðið niðurlögum hans.
Sterkar líkur verður einnig að telja til þess að lík sr. Odds hafi fundist
á fyrsta, öðru eða þriðja vori eftir hvarf hans og kenning Benedikts frá
Hofteigi um þagnarsamsæri er býsna sennileg.
I XV. árgangi Skagfirðingabókar ritar Sölvi Sveinsson, sagnfræðingur,
ítarlega um þessi efni. Þar eru dregnar saman fjölmargar heimildir. Nið-
urstaða Sölva um afdrif sr. Odds er af svipuðum toga og ég hef leitt líkur
að hér að framan. Hann segir „I ljósi þeirra heimilda, sem nú hafa verið
raktar, er nærtækast að ætía, að séra Oddur hafi grandað sér, hvort sem
var af ásetningi eða „ráðleysu einhverslags“. Hann hefur kiknað undan
örlögum og ábyrgð sem lífið lagði honum á herðar, hvort sem valdið hef-
ur sjálfsmorð Solveigar og margvíslegur sögugangur, sem búrgöngull