Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Fóðurtunna fylgir frítt með 15 kg pokum. 15 kg verð 9.985 kr. Hentar vel í Hvalaskoðun. Afhendist full skoðaður og skráður á Íslandi í lok maí. Verð 122 milljónir kr. Uppl í síma 896 6278 Gunnar Til sölu 120 manna farþegabátur Stefán E. Stefánsson Kristinn Ingi Jónsson Nýtt bindandi álit ríkisskattstjóra um skattlagningu eftirgefinna skulda þrotabúa, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hefur vakið mikil viðbrögð lögfræðinga og endurskoð- enda. Þeir sérfræðingar sem Morg- unblaðið hefur rætt við eru flestir sammála um að í álitinu felist ný túlkun á því hvernig haga skuli skattalegri meðferð við niðurfellingu krafna við gjaldþrotaskipti. „Þessi niðurstaða ríkisskattstjóra er mjög einkennileg stjórnsýsla, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Hróbjartur Jónatansson, hæstarétt- arlögmaður og formaður slitastjórn- ar VBS eignasafns hf. „Nú er það skyndilega og fyrirvaralaust orðið viðhorf ríkisskattstjóra að það tap sem kröfuhafar þurfa að þola vegna gjaldþrots skuldara sé orðið skatt- stofn sem gefi ríkinu forgang að þeim reytum sem þó eru eftir í gjald- þrota búi. Mér er ekki kunnugt um að þessi breytta afstaða sé á grunni lagabreytingar.“ Þá er KPMG jafnframt ósammála meginniðurstöðu ríkisskattstjóra. Að áliti félagsins er röng sú forsenda sem RSK gefur sér, að það feli í sér eftirgjöf á skuldum að eignir hrökkvi ekki fyrir þeim. „Með kröfulýsingu í bú gerir kröfuhafi kröfu til fullra efnda. Hann verður hins vegar að sæta því að fá ekki fullar efndir vegna ónógra eigna skuldara. Í því felst ekki eft- irgjöf, heldur tap á kröfu,“ segir meðal annars í skriflegu svari KPMG. Slitastjórnir tjá sig ekki Slitastjórnir föllnu viðskiptabank- anna þriggja hafa ekki kynnt sér hið bindandi álit og raunar höfðu tvær þeirra ekki vitneskju um niðurstöðu ríkisskattstjóra fyrr en Morgunblað- ið fjallaði um málið í gær. Ljóst má þó vera að álitið verði skoðað ofan í kjölinn á vettvangi þeirra, enda myndi 36% tekjuskattur á þær skuldir umfram eignir sem ekki fást greiddar við uppgjör búanna geta breytt því með afgerandi hætti hversu miklar heimtur kröfuhafa verði við lok búskipta. Í samtölum við aðila á vettvangi slitastjórnanna kom þó berlega í ljós að þar á bæ eru menn mjög ósammála túlkun ríkis- skattstjóra og telja nauðsynlegt að leitað verði álits yfirskattanefndar á því hvort túlkunin standist skoðun. Breyttir viðskiptahættir? Hróbjartur segir að ef álit ríkis- skattstjóra standist skoðun og verði ekki hnekkt af yfirskattanefnd kunni það að hafa ófyrirséðar afleið- ingar í för með sér í íslensku við- skiptalífi. „Ef geðþóttastjórnsýsla af þessu tagi telst standast lög, þá er óhjákvæmilegt að það muni hafa veruleg áhrif á viðskiptalífið og það hvernig menn stunda viðskipti sín í milli. Augljóst er þá að við gjaldþrot verður réttur almennra kröfuhafa til úthlutunar í þrotabúi talsvert lakari en verið hefur og það úrræði kröfu- hafa að knýja skuldara í gjaldþrot þjónar því vart hagsmunum þeirra. Ríkið myndi þá fitna, eins og púkinn á fjósbitanum.“ Hróbjartur telur reyndar að þessi túlkun ríkisskattstjóra standist ekki skoðun og að skattlagningin eigi ein- faldlega ekki við í þeim tilvikum þar sem til gjaldþrots kemur. „Hér er ríkisskattstjóri bersýnilega að ganga út fyrir allt meðalhóf við skýr- ingu skattalaga enda augljóst að þau lagasjónarmið sem eru að baki skattlagningu á eftirgjöf vegna nauðasamninga eiga ekki við þegar kemur til gjaldþrots.“ Segja ríkisskattstjóra ganga of langt í túlkun Ljósmynd/Árni Sæberg Álit Eftirgjöf skulda mun bera 36% tekjuskatt, samkvæmt bindandi áliti.  Lögmaður sakar skattayfirvöld um geðþóttastjórnsýslu Rekstrarfélag Alda sjóða hf. var rekið með 36,8 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt árs- reikningi. Félagið hagnaðist um 8,4 milljónir króna árið 2013 og 32 milljónir árið 2012. Alda annast rekstur verðbréfa- sjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjár- festasjóða. Hreinar rekstrartekjur félagsins drógust saman um 3,7 milljónir á árinu og námu um 90 milljónum, en rekstrargjöldin jukust um rúmar 40 milljónir og námu um 136 milljónum. Þórarinn Sveinsson er framkvæmdastjóri Öldu. kij@mbl.is Alda sjóðir skila tapi Þórarinn Sveinsson  Rekstrarfélagið tapaði 37 milljónum Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 101,7 milljörðum króna fyrstu tvo mánuði þessa árs, samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Það er 2,9% samdráttur frá fyrra ári og 2,3% undir tekjuáætlun fjárlaga. Samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af óreglulegum liðum, svo sem eftirstöðvum frá fyrri árum og vaxtatekjum af skattskuldum. Einnig segir til sín brottfall auð- legðarskatts og almennra vöru- gjalda um áramótin, en skatttekjur og tryggingagjöld drógust saman um 1,2% á milli ára. Greidd gjöld námu 113,8 millj- örðum króna og jukust um 14,8 milljarða frá fyrra ári, eða um 15%. Það er í samræmi við það sem gert hafði verið ráð fyrir. Handbært fé frá rekstri versnaði verulega á milli ára og var neikvætt um tæpa 48,2 milljarða króna, sam- anborið við jákvætt handbært fé upp á 5,3 milljarða á árinu 2014. Þetta skýrist að stærstum hluta af útgreiðslum vegna leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána sem gjaldfærðar voru í lok árs 2014 og komu til greiðslu í janúar. Lánsfjárjöfnuður batnar Hreinn lánsfjárjöfnuður ársins var neikvæður um 51,8 milljarða króna en á sama tíma í fyrra var hann nei- kvæður um 54,9 milljarða. Afborg- anir af innlendum lánum ríkissjóðs námu 4,6 milljörðum en engar er- lendar afborganir voru á gjald- daga. Morgunblaðið/Ómar Ríkisfjármál Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar og febrúar liggur nú fyrir. Skatttekjur ríkisins hafa dregist saman  Leiðréttingin minnkar handbært fé Slitastjórn SPB hf., áður Icebank, hyggst kæra bindandi álit ríkisskattstjóra, sem var gefið út í kjölfar fyrirspurnar slitastjórnarinnar í tengslum við möguleg skattskil búsins, til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd er æðsti úrskurðaraðili á stjórn- sýslustigi í skattamálum og tollamálum. Álitið hefur vakið mikil viðbrögð meðal lögfræð- inga og endurskoðenda og segja margir að í því fel- ist ný túlkun á því hvernig eigi að fara með nið- urfellingu krafna við gjaldþrotaskipti. Embætti ríkisskattstjóra vildi ekki tjá sig um mál- ið þegar eftir því var leitað í gær Kært til yfirskattanefndar BINDANDI ÁLIT RÍKISSKATTSTJÓRA Skúli Eggert Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.