Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 24.900 kr. Sumar í ILVA Stóllmeðhvítri eða svartri setu og viðarfótum. 24.900kr. Copenhagen-stóll Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það eru vaxandi erfiðleikar í því að láta hlutina ganga. Það er hins- vegar mikið gert í því að láta þá ganga upp. Það eru daglegir fundir, en auðvitað þarf spítalinn þessi hundruð starfsmanna sem eru í verkfalli. Ef það vantar stóran hluta í keðjuna þá er starfsemin mjög viðkvæm,“ segir Óskar Reyk- dalsson, framkvæmdastjóri Rann- sóknarsviðs á Landspítalanum. Verkfall geisla-, lífeinda- og nátt- úrufræðinga í BHM, sem gegna veigamiklu hlutverki á Rannsókn- arsviði Landspítalans, hefur nú staðið í fimm vikur og fátt sem bendir til lausnar. Óskar segir að þær starfsstéttir, sem sjá um og framkvæma klín- ískar rannsóknir og lesa úr nið- urstöðum þeirra, séu grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. „Staðan er grafalvarleg, það hlaðast upp sýni á rannsóknarstof- um sem hafa ekki verið kláruð og eru geymd í frysti. Þau geymast í einhvern tíma þar en niðurstöðurn- ar liggja ekki fyrir af þeim rann- sóknum sem beðið er um.“ Þúsundir bíða Þær vikur sem verkfallið hefur staðið yfir hefur verið reynt að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. En aðrir þurfa að bíða og mörg hundruð sjúklinga bíða eftir að komast í röntgenrannsókn- ir sem heyra undir Rannsóknar- sviðið. „Ýmsar blóðrannsóknir,sem læknar telja að geti beðið, bíða nú í frystiskápum. Sýni úr líffærum eru þar einnig og þessi sýni skipta þús- undum núna. Biðlistinn eftir að komast í myndgreiningu telur um 3.000 manns, en það er fólk sem bíður eftir bréfi frá okkur um hve- nær hægt sé að koma. Í venjulegu árferði erum við með 100-200 manns á bið. Við vitum við ekki hvort eitthvað leynist í þessum sýn- um, því það er ekki búið að skoða þau. En auðvitað vonar maður að það hafi verið valið rétt og það bíði enginn tjón af þessu en það er mikil áskorun að stýra þessu,“ segir Ósk- ar og bætir við að spítalinn geti ekki gengið svona mikið lengur þó hann sé ekki kominn að þolmörk- um. „Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að enginn skaðist. Það hefur ekki gerst enn, sem ég veit til, en auðvitað er orðin löng bið. Það er erfitt fyrir fólk að liggja lengi þjáð og þjakað á slysadeild.“ Óskar nefnir dæmi sem hann segir nokkuð algengt; ef einstak- lingur hafi lamast öðrum megin. Þá þurfi að vera hægt að greina hver ástæðan er, hvort hún sé blæðing eða blóðtappi. Við núverandi að- stæður taki greining lengri tíma og meðferð hefjist síðar, en hún sé mismunandi eftir því hver ástæða lömunarinnar sé. Sé ástæðan blóð- tappi fari fólk á blóðþynnandi lyf. „Það er grundvallaratriði að fá greiningu áður en lengra er hald- ið,“ segir Óskar. Vel gengur með börnin Gréta Ingþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, segist ekki hafa heyrt það á skjólstæð- ingum félagsins að verkfallið hafi valdið töfum á meðferð þeirra og vonar að svo verði áfram. Ragnheiður Haraldsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélagsins, segir að róðurinn þyngist hjá sínu fólki með hverjum degi. „Sagan hér til hliðar er ekkert einsdæmi. Við er- um með aðalfund á morgun [í dag] þar sem staðan á sjúkrahúsunum verður tekin til umfjöllunar og ályktun send út í kjölfarið því stað- an er alvarleg,“ segir Ragnheiður. Vantar stóran hluta í keðjuna  Sýni sjúklinga eru fryst því ekki er hægt að rannsaka þau vegna verkfalla  Um 3.000 bíða eftir að komast í myndgreiningu  Grafalvarleg staða, segir framkvæmdastjóri Rannsóknarsviðs Landspítalans Óskar Reykdalsson Ragnheiður Haraldsdóttir Verkföllin snerta marga og fékk Morgunblaðið sent bréf konu, krabbameinssjúklings, sem hef- ur lent í báðum verkföllunum sem hafa haft áhrif á starfsemi Landsspítalans undanfarið; hjá læknum og BHM. Í bréfinu segir konan m.a. að hún hafi beðið eftir að komast í sneiðmyndartöku síðan í nóv- ember. Vegna læknaverkfallsins fór hún á biðlista, fékk tíma aft- ur í apríl en fékk þá tilkynningu um að myndatökunni hefði ver- ið frestað á ný vegna verkfalls. „Ég á bara eitt líf og vil halda í það, ég hef rétt á að halda í það svo lengi sem hægt er,“ skrifar konan. Bið í báðum verkföllum RAUNASAGA KRABBA- MEINSSJÚKLINGS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samþykkt var á fundi stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar í gær að halda áfram með Víglundarmálið svokallaða. Ákveðið var að kalla sex einstaklinga fyrir nefndina að beiðni nefndarmannna. Víglundur Þorsteinsson lögfræð- ingur hefur sakað ráðherra, emb- ættismenn og starfsmenn slita- stjórna um lögbrot þegar nýju ríkisbankarnir voru stofnaðir árið 2009. Hefur hann haldið því fram að farið hafi verið framhjá neyð- arlögum frá árinu 2008. Þáverandi ríkisstjórn hafi gripið heimildar- laust inn í lögmætt ferli neyðarlag- anna um stofnun nýju bankanna og komið í veg fyrir að Fjármála- eftirlitið fengi lokið sínum ákvörð- unum. Telur hann að a.m.k. tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfús- son og Gylfi Magnússon, hafi gengið gegn reglum neyðarlaga og annarra laga svo sem almennra hegningarlaga. Með því hafi þeir jafnframt bakað sér ábyrgð sam- kvæmt ákvæðum laga um ráð- herraábyrgð. Að sögn Brynjars Níelssonar, varaformanns nefndarinnar, sem stýrði fundinum í fjarveru Ög- mundar Jónassonar, formanns hennar, verða, auk Víglundar Þor- steinssonar, kallaðir til Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri FME, Ragnar Hafliðason, fyrrum aðstoð- arforstjóri FME, og þeir Jóhannes Karl Sveinsson og Þorsteinn Þor- steinsson, lögmenn sem stóðu að samningagerð við kröfuhafa. Þá verða kölluð til þau Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Kjarnan- um, og Björg Thorarensen, sér- fræðingur í stjórnskipunarrétti. Að sögn Brynjars er búist við því að tvo nefndarfundi þurfi til þess að ræða við ofangreint fólk. Sex kallaðir fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd  Tveir fundir haldnir þar sem Víglundarmálið verður rætt Morgunblaðið/Eggert Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sex verða kallaðir til viðtals. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Þetta er í mjög hörðum hnút, átök í gangi og Starfsgreinasambandið að ljúka tveggja daga verkfalli. Þetta er augljóslega ekki nóg til að fá at- vinnurekendur til að setjast að þess- um viðræðum af einhverri alvöru. Næsta lota Starfsgreinasambands- ins er 19. og 20. maí og þá verður líka lokið atkvæðagreiðslu Flóans og verslunarmanna um verkfalls- aðgerðir. Þá bætast 56 þúsund manns við þau 10 þúsund sem eru þegar í aðgerðum. Mér sýnist á öllu að það muni ekki margt gerast í þessari atburðarás fyrr en að því kemur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá stöðu sem uppi er í kjaraviðræðunum. Spurður um viðræður við stjórn- völd um aðgerðir til að greiða fyrir lausn í kjaradeilunum segir Gylfi að úr því að menn séu ekki að ná saman um einhverja heildarlausn séu laun- þegasamtökin ekki með kröfur á stjórnvöld í þessari lotu, að hluta til vegna tortryggni og vantrausts í garð stjórnvalda. Verður að efna það sem sagt er „En auðvitað geri ég mér grein fyrir því að eina leiðin til að byggja slíkt traust upp væri að gera ein- hvers konar samkomulag við stjórn- völd. Það verður væntanlega af okk- ar hálfu að vera varið af einhverjum forsendum, þannig að við getum þá brugðist við ef það gerist enn á ný að stjórnvöld standa ekki við það. Ég held að það hafi þó áorkast í þessari samræðu að stjórnmálamenn átti sig á því að það sem sagt er verður ein- faldlega að standa,“ segir Gylfi. Spurður hvort mögulegar aðgerð- ir stjórnvalda þurfi að koma til strax segir Gylfi ekki hægt að ætlast til þess því ríkisstjórnir þurfi t.a.m. að fara með ákvarðanir í gegnum þingið en tryggt verði að vera að loforð verði efnd. „Við erum ekki að segja að það þurfi að efna allt strax en aug- ljóslega þurfum við að hafa einhvern fyrirvara ef það gerist aftur [að ekki er staðið við loforð] og stjórnmála- menn verða að vera sér meðvitaðir um að það sem sagt er þarf að efna,“ segir Gylfi en leggur áherslu á að ekki sé enn komið að þessu í yfir- standandi kjaraviðræðum. „Það standa spjótin á ríkisstjórn- inni og ég skil það auðvitað vel, en ég sé enga lausn í því að ríkisstjórnin komi með eitthvert útspil. Ef rík- isstjórnin á að geta leyst úr þessari deilu hlýtur það að snúast um þau at- riði sem aðildarfélög Alþýðu- sambandsins telja mikilvægt að leysa. Við erum ekki að kalla eftir einhverjum óskapakka ríkisstjórn- arinnar heldur værum þá að kalla eftir einhverju sem við teljum skipta máli til lausnar kjaradeilum. Rík- isstjórnin getur ekki haft frumkvæði að því. Við hljótum að gera það sjálf en fyrst þurfum við að ná saman um hvort við viljum fara þá leið. Núna er einfaldlega verið að semja við at- vinnulífið um launahækkanir,“ segir Gylfi. Hann kveðst eiga von á því að ástandið í kjaradeilunum eigi enn eftir að versna áður en menn geti séð til lands og viðsemjendurnir átta sig á að full alvara er að baki kjarabar- áttu aðildarfélaga ASÍ. Flóinn og verslunarmenn senda út atkvæðaseðla Flóafélögin, VR og Landssamtök ísl. verslunarmanna, eru með sam- stilltar verkfallsaðgerðir í undirbún- ingi. Í gær var byrjað að senda út at- kvæðaseðla til félagsmanna en skipulag vinnustöðvana félaganna er með þeim hætti að dagana 28. maí til og með 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði félaganna og frá og með 6. júní hefst ótímabundið alls- herjarverkfall hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ekki lausn í að ríkisstjórn komi með útspil Morgunblaðið/Eggert Kjaradeilur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist eiga von á að ástandið í kjaradeilunum eigi eftir að versna áður en menn geti séð til lands.  „Eina leiðin til að byggja slíkt traust upp væri að gera einhvers konar samkomulag við stjórnvöld“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.