Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 43
æfði handbolta í Val fram á unglings- árin því þótt Víkingur hefði verið hverfisliðið var faðir hennar formaður Vals um tíma og því lá leiðin þangað. Hún renndi sér einnig ósjaldan niður brekkur Bláfjalla eftir skóla og í öðr- um frítíma á vetrum. Þá tók við skátafélagið Garðbúar og útilegur í góðra vina hópi. Hún hittir enn gömlu skátavinkonurnar. Námsferill Sif var í Fossvogsskóla, opnum til- raunaskóla sem lagði áherslu á sjálf- ræði og sköpun og að nemendur lykju sínum verkefnum á eigin hraða. Hún fór síðan í Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MS 1984. Sif sótti nokkur námskeið í Mynd- listaskóla Reykjavíkur, fór í skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskólans og útskrifaðist þaðan 1991. Hún hóf síðan nám í gullsmíðaháskóla í Lahti í Finnlandi og lauk þaðan gullsmíða- námi 1996. Starfsferill Að loknu gullsmíðanáminu starfaði Sif við heildverslunina sem faðir hennar starfrækti á þeim tíma. Hún leigði jafnframt vinnustofu og smíðaði skartgripi í frítímanum, fékk að hafa þá til sölu hjá Ófeigi gullsmið á Skóla- vörðustíg og starfaði skamma hríð hjá Önnu Maríu gullsmið á Skólavörðu- stíg, Jóhannesi Leifssyni á Laugavegi og Jóni Tryggva Þórssyni í Hafnar- firði. Móðir Sifjar er textíllistakona og árið 2002 opnuðu þær litla skartgripa- verslun og verkstæði á Skólavörðu- stíg 17b en þar eru einnig haldnar litl- ar listsýningar af hinum ýmsu listamönnum, þekktum og minna þekktum: „Við nefndum verslunina Hún og hún en þar er auðvitað vísað í okkur mæðgur. Mamma vann mikið úr hrosshári og ull og ég var í eðal- málmunum en hef samt alltaf verið dugleg að nota óhefðbundin efni með svo sem ull og bílrúðu. Ég rek ennþá verslunina en mamma er hætt dag- legum rekstri og kemur núna í kaffi með pabba sem er alltaf notalegt.“ Sif hélt samsýningu með móður sinni í Stöðlakoti á Bókhlöðustíg 1998 en þær voru þá tilnefndar til Menn- ingarverðlauna DV og fóru með sýn- inguna til Helsinki árið eftir. Árið 2000 hélt Sif samsýningu með eiginmanni sínum hjá Ófeigi og hefur síðan sýnt á fjölmörgum samsýn- ingum, einkum á vegum Félags íslenskra gullsmiða. Sif prjónar og hefur áhuga á gróð- urrækt. Í jólafríum púslar hún af kappi og hefur alltaf verið gefin fyrir þrautir á borð við krossgátur og sudoku. Hún var í leikfimi í Kramhús- inu, æfði karate í tvö ár og hefur að undanförnu æft magadans í Kram- húsinu, en með hléum þó. Fjölskylda Eiginmaður Sifjar er Helgi Frið- jónsson, f. 1.9. 1959, skiltagerðar- maður og listamaður. Foreldrar hans: Ásthildur Kjartansdóttir, f. 14.3. 1940, kennari, og Friðjón Guðmundur Snorrason, f. 1.4. 1937, d. 13.3. 1959. Stjúpfaðir Helga er Örnólfur Hall, f. 2.12. 1936, arkitekt. Börn Sifjar og Helga eru Hekla Helgadóttir, f. 7.3. 1991, háskólanemi í tölvunarfræði í London en maður hennar er Tim Donovan tölvunar- fræðingur og Nökkvi Helgason, f. 21.7. 1998, nemi í tölvutækni í Tækni- skólanum. Stjúpdóttir Sifjar er Melkorka Helgadóttir, listamaður og kennari í New York. Systkini Sifjar eru Þór Ægisson, f. 22.8. 1954, kvikmyndatökumaður hjá RÚV í Reykjavík; Snorri Ægisson, f. 21.3. 1960, grafískur hönnuður í Reykjavík, og Guðrún Ægisdóttir, f. 12.11. 1972, landfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Sifjar eru Ægir Hafstein Ferdinandsson, f. 5.7. 1934. kaup- maður, og Guðrún Auður Marinós- dóttir, f. 6.2. 1935, textílhönnuður. Þau búa í Reykjavík. Úr frændgarði Sifjar Ægisdóttur Sif Ægisdóttir Sigrún Eiríksdóttir kennari í Reykjavík Ólafur Þorvaldsson alþingisvörður og rithöfundur Anna Katrín Ólafsdóttir húsmóðir Marinó Guðmundsson starfsmaður Rafmagnsveitunnar Guðrún Auður Marinósdóttir textíllistakona í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir húsmóðir Guðmundur Björnsson bóndi og sjómaður í Bakkagerði í Borgarfirði eystra Guðfinna Lýðsdóttir húsmóðir í Reykjavík Már Jóhannsson skrifstofustjóri hjá Sjálfstæðisflokknum Sigríður Skagfjörð húsmóðir í Reykjavík Guðlaug Skagfjörð húsmóðir á Englandi Valgeir Skagfjörð tónlistarmaður Kristín Hallvarðsdóttir húsmóðir Lýður Illugason bóndi á Skógarströnd Bára Lýðsdóttir húsmóðir Ferdinand Hafstein Jóhannsson skrifstofumaður á Manntalinu Ægir Hafstein Ferdinandsson kaupmaður í Reykjavík Guðlaug Árnadóttir húsmóðir Jóhann Hafsteinn Jóhannsson forstöðumaður Manntalsins Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni Guðmundur Hallvarðsson fv. alþingismaður ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Doktor 95 ára Sigfríður Nieljohníusdóttir 85 ára Ólafía Albertsdóttir 80 ára Árndís Fríða Kristinsdóttir Eygló Svava Jónsdóttir Hjörtur Vilhjálmsson Ingilaug Guðmundsdóttir Turid Hagerup Erlendsson 75 ára Hrafn Vestfjörð Friðriksson Ómar Ingi Ólafsson 70 ára Eiríka Urbancic Guðmundur Þórðarson Kristín Sigríður Þórðardóttir Sigrún Inga Hólmsteinsdóttir 60 ára Arndís Bernharðsdóttir Álfhildur Þormóðsdóttir Áslaug Björg Viggósdóttir Bjarni Skarphéðinn G. Bjarnason Einar Árnason Hafsteinn Emilsson Ingi Þór Guðmundsson Jóhann Guðmundur Jóhannsson Jón Yngvi Ástráðsson Katrín Fjeldsted Jónsdóttir Kristján O Þorgeirsson Ólafur S Kristmundsson Pétur Ágúst Hermannsson Sigurður Leifsson 50 ára Arnheiður Edda Rafnsdóttir Birgir Þór Sigurðsson Björn Björnsson Christine Carr Hulda Ástvaldsdóttir Lilja Sigurðardóttir Magnea Bergvinsdóttir Ragnhildur Halldórsdóttir Sigmar Steingrímsson Sólveig Ómarsdóttir Steina Guðrún Harðardóttir Þórdís María Jónsdóttir 40 ára Flóki Ingvarsson Heiðrún Hjaltadóttir Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Jóhann Sigurðsson Kristín Hrund Whitehead Leopold Julian V. Broers Mateusz Piotr Czubaj Pawel Marian Wojtal Snorri Steinn Þórðarson 30 ára Agnar Freyr Gunnarsson Anna Sigurðardóttir Atli Arnar Sigurðsson Auður Gestsdóttir Birgir Fannar Reynisson Björn Steinar Pálsson Grace Achieng Odhiambo Hanna S Hálfdanardóttir Hilmar Gunnarsson Ívar Sveinbjörn Schram Margrét Hauksdóttir Margrét Ýr Ingimarsdóttir María Björk Ásgeirsdóttir Olegs Titovskis Ólafur Björgvin Hermannsson Ólafur Haraldsson Ragnar Trausti Ragnarsson Remigiusz Bzdel Sveinn Frímann Ágúst Birgisson Þorkell Stefánsson Sunnudagur 90 ára Guðlaug Karlsdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir 85 ára Arnór Jóhannesson Jóna Björg Georgsdóttir Jón Bárðarson 80 ára Hannes Benediktsson Karl Jósefsson Svava Leifsdóttir 75 ára Cerime Zogaj Friðleifur Björnsson Jórunn H Bergmundsdóttir Kristjana Magnúsdóttir 70 ára Hannes G. Thorarensen Jónína Kristveig Ketilsdóttir Kristín María Eggertsdóttir Lovísa Sigrún Snorradóttir Markús Guðbrandsson Ólafur Ólafsson Sigurbjörg Þórðardóttir Sigurður Ingi Guðmundsson Sigurlaug R. Guðmundsdóttir 60 ára Aðalheiður Þórarinsdóttir Bragi Guðmundsson Gylfi Bjarnason Kristín M. Einarsdóttir Laufey Sigurðardóttir Pálína Hrönn Skjaldardóttir Sævar Gestur Jónsson 50 ára Aðalheiður G. Sigurjónsdóttir Hallgrímur Blöndal Gunnarsson Lilja Ægisdóttir Nelson Bierneza Baldelovar Sverrir Karlsson 40 ára Ágúst Valgarð Ólafsson Birkir Halldórsson Björgvin Þór Harðarson Miroslaw Robert Margol Ólafur Hafliðason Ólafur Rúnar Ólafsson Óli Halldórsson Rúna Dögg Cortez Sigurmundur Páll Jónsson Tomasz Grzegorczyk Þröstur Bragason 30 ára Andri Már Númason Ágúst Guðmundsson Dagný Ósk Aradóttir Pind Edda Doris Meyer Erna Ýr Zak Guðmundur Pétur Ólafsson Ingunn Valdís Baldursdóttir Iwona Graff Kamil Wójcik Margrét Hallgrímsdóttir Nareerat Nuatnao Sigurlaug María Hreinsdóttir Skúli Á Sigurðsson Tinna Tho Bui Þór Snorrason Til hamingju með daginn Ester Rut Unnsteinsdóttir hefurvarið doktorsritgerð sína í líf-fræði við HÍ. Hún ber heitið Ís- lenska hagamúsin – Apodemus syl- vaticus: stofnbreytingar og tak- markandi þættir á norðurmörkum útbreiðslu. Hagamúsin er kjörin til rannsókna á takmarkandi þáttum og stofnvistfræði á nyrstu mörkum útbreiðslu. Haga- músin barst til Íslands með fyrstu landnámsmönnum en landið liggur norðar en náttúruleg mörk tegund- arinnar og engin önnur nagdýr eru jafnútbreidd í villtri náttúru landsins. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á stofn- vistfræði íslensku hagamúsarinnar. Hún leiddi í ljós sterkar vísbendingar um að hagamúsastofninn á Kjalarnesi takmarkaðist óháð þéttleika. Í skóg- lendinu á Mógilsá voru hins vegar þéttleikaháðir þættir líklegri til að ráða stofnstærð hagamúsa eins og þekkt er á svæðum nær miðju útbreiðslu- svæðis tegundarinnar í Evrópu. Sam- anburður þessara tveggja búsvæða sýnir að skóglendið er langtum hag- stæðara fyrir hagamýs en túnin á Kjal- arnesi. Í skóginum er þéttleikinn mun meiri, lífslíkur eru óháðari veðri, stöð- ugri líkamsþyngd er meiri og fæða hugsanlega betri. Á vorin og fyrri hluta sumars reyndist afar erfitt að veiða nógu margar mýs til að geta metið stofnstærð og fyrir aðra tölfræðilega úrvinnslu. Um haustið veiddist hins vegar vel af músum á öllum aldri. Þar sem stofnmatið er byggt á veiðigögn- um sem svo erfitt reynist að ná þegar stofninn er lítill að vori var þróuð ný aðferð til að leysa vandann. Með þess- ari leið tókst að sýna fram á stofnvöxt um 100 dögum fyrr en hægt var með hefðbundnum stofnvistfræðilegum aðferðum. Þessi rannsókn hefur sýnt fram á að hægt er að nota gögn úr líf- gildruveiðum frá tímabilum þegar vel veiðist til að meta stofna smárra nag- dýra á tímabilum þegar lítið veiðist. Ester Rut Unnsteinsdóttir Ester Rut Unnsteinsdóttir lærði tækniteiknun og lauk stúdentsprófi frá FG 1994 og B.Sc.-prófi í líffræði frá HÍ 1999. Eftir það starfaði Ester sem náttúrufræði- kennari og lauk kennslufræði á framhaldsskólastigi við Kennaraháskóla Íslands vorið 2005. Haustið 2007 stofnaði hún, ásamt samstarfsaðilum, Melrakkasetur Íslands ehf. og starfaði þar sem forstöðumaður þar til 2013. Hún gegnir nú starfi spendýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ester Rut er gift Þóri Sigurhanssyni og eiga þau tvær dætur, fæddar árin 1989 og 1995. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18, laugard. kl. 11-14. Gorenje tvöfaldur kæliskápur • Flýtilúga • Vatns- og klakavél • Sjálfvirk afþýðing Gorenje vínkælir • 48 flöskur • Hitastig 5-15°c Gorenje Innbyggiofn • Hraðhitun • Kjöthitamælir • Útdraganlegar brautir • Ljúflokun Asko Uppþvottavél • Lengri líftími • Stál sprautuspaðar • Mjög hljóðlát Gorenje Combiofn • Örbylgjur • Heitur blástur • Grill heildarlausnir fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.