Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 ✝ Soffía Guð-mundsdóttir fæddist á Ögðum á Dalvík 16. maí 1931. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 28. apríl 2015. Hún bjó á Dalbæ, Dvalarheimili aldr- aðra, Dalvík frá 2012 en þar áður að Hafnarbraut 8 á Dalvík frá 1959. Foreldar hennar voru Guð- mundur Einarsson, f. 18.7. 1896, á Brautarhóli í Svarfaðardal, d. 28.1. 1984, og Baldvina Þóra Þorsteinsdóttir, f. 29.10. 1903 á Böggvisstöðum á Dalvík, d. 26.8. 1992. Eftirlifandi systir Soffíu er Rannveig Guðmunds- dóttir, f. 26.2. 1945, búsett á Dalvík. Soffía giftist þann 13.11. 1954 Óskari Kató Aðalsteini Valtýs- syni frá Selárbakka, Árskógs- strönd í Eyjafirði, f. 11.2. 1922, d. 17.11. 2014. Afkomendur þeirra eru: 1. Guðmundur Heið- ar, f. 27.7. 1955, maki Arna Gerður Hafsteinsdóttir, f. 3.2. 1964. Börn þeirra: a) Ingunn Hafdís Júlíusdóttir, f. 18.4. 1987, sambýlismaður hennar Egill þeirra: i) Maron, f. 14.3. 2008, ii) Barri, f. 17.4.2011, iii) Viggó, f. 22.10. 2013, b) Marteinn Ari, f. 10.10. 1995, d. 11.10. 1995, c) Marta Soffía, f. 10.10. 1995, d. 29.1. 1996, d) Sólrún Anna, f. 26.5. 1996 og e) Sindri Már, f. 26.5. 1996. Soffía, eða Abba eins og hún var alltaf kölluð, gekk í barna- skóla á Dalvík og fór í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur. Eftir það vann hún hjá KEA við ýmis störf fram til ársins 1955. Síðan tók við barnauppeldi ásamt því að sjá um bókhald tengt at- vinnurekstri Katós. Abba tók aldrei bílpróf þó að allt snérist um bíla hjá Kató og hún fór allra sinna ferða á reiðhjóli. Þegar hún var 48 ára fór hún að vinna í frystihúsinu við að sjá um kaffistofu og fleira en hætti því við 65 ára aldur. Hún var virk í félagsstarfi meðal annars með Slysavarnafélaginu. Hún var vinmörg og umgekkst alla sem jafningja. Hún hafði gaman af bakstri og eldamennsku sem margir nutu góðs af. Vegna at- vinnu Katós var oft mjög gest- kvæmt hjá henni. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá Öbbu og sýndi hún mikinn áhuga á öllu því sem fólkið hennar tók sér fyrir hendur. Hún var ein- staklega jákvæð og hreinskilin kona en stóð jafnframt alltaf fast á skoðunum sínum. Abba verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 9. maí 2015, kl. 13.30. Örn Júlíusson, f. 9.8. 1983. Börn þeirra: i) Arna Dögg Kristjáns- dóttir, f. 22.12. 2006, ii) Sunna Lind, f. 16.3. 2011, og iii) Viktoría Elfa, f. 13.11. 2013, b) Hafsteinn Máni, f. 10.10. 1995, og c) Heiðar Örn, f. 13.10. 1998. 2. Rak- el María, f. 17.8. 1958, maki Gunnar Guðmundsson, f. 9.6. 1962. Börn þeirra: a) Kristrún, f. 27.1. 1989, sambýlismaður Vilhjálmur Steingrímsson, f. 14.4. 1985, b) Brynja Gunn- arsdóttir, f. 17.11. 1990, sam- býlismaður Gunnar Atli Gunn- arsson, f. 17.10. 1988. Sonur hans er Þorgeir Atli, f. 22.11. 2007, og c) Auður, f. 28.12. 1995. 3. Þóra Kristín, f. 1.10. 1959, maki Haukur Jónsson, f. 1.7. 1956. Börn þeirra: a) Örn Kató, f. 29.1. 1982, og b) Arna Katrín, f. 1.3. 1990. 4. Óskar Aðalsteinn, f. 6.6. 1964, maki Anna Hafdís Jóhannesdóttir, f. 7.8. 1963. Börn þeirra: a) Harpa Rut Heimisdóttir, f. 7.1. 1982, sam- býlismaður hennar Björgvin Björgvinsson, f. 11.1. 1980. Börn Í dag er borin til grafar móðir mín Soffía Guðmundsdóttir. Efst í huga mínum er hvað hún var sterk kona og sanngjörn og fátt sem sló hana út af laginu. Hún gat alltaf fundið jákvæða fleti á öllum mál- um sem komu upp. Þann 17. nóv- ember síðastliðinn þegar pabbi lést sá maður best úr hverju hún var gerð og hvað hún var ótrúleg kona. Hún vissi manna best að pabbi var að fara á góðan stað og sagði að hann væri búinn að gefa okkur allt sem hann gat sem var rétt hjá henni. Eflaust hefur hún haft í farteskinu minningar sem fleyttu henni áfram eftir að hafa verið gift honum í 60 ár. Hún leyndi því ekki fyrir nein- um hvað hún var trúuð og sagði alltaf að trúna hefði hún fyrir sig en hún virti skoðanir annarra í þeim málum. Skapgerð mömmu var einstök og mikið þurfti til þess að hún breytti sínu jafnaðargeði sem var einstakt. Hún gat hins vegar staðið fast á sínu en var aldrei ósanngjörn. Margar góðar minningar rifjast upp úr Hafnarbrautinni þar sem mamma og pabbi bjuggu frá árinu 1959 til ársins 2012. Þar ólumst við systkinin fjögur upp við ást og al- úð. Það var oft gestkvæmt í Hafn- arbrautinni og alveg sama hvenær á sólarhringnum það var og man ég ekki eftir því að mamma kvart- aði undan því heldur tók hún á móti öllum sem komu heim. At- vinna pabba gerði það að verkum að von var á gestum allan sólar- hringinn. Þegar við börnin hennar eignuðumst síðan fjölskyldur stóðu alltaf opnar dyr hjá henni og hún tók alltaf á móti öllum þó oft væri þröng á þingi. Hún naut þess að hafa fólkið sitt hjá sér, börnin sín, barnabörn og langömmubörn. Börnin okkar hjóna þau Harpa Rut, Sólrún Anna og Sindri Már áttu sitt annað heimili hjá þeim, enda stutt að skreppa til ömmu og afa í Hafnarbrautina. Harpa er elst þeirra og á hennar yngri árum var hún mikið hjá þeim. Sérstakt samband myndaðist strax milli hennar og mömmu og urðu þær miklar vinkonur og héldu sam- bandi alla tíð. Habba konan mín var líka einstaklega góð vinkona mömmu og sagði hún oft að ynd- islegri tengdamóður og vinkonu hefði hún ekki getað eignast. Hún á eftir að sakna þess að geta ekki farið á Dalbæ og spjallað við hana um allt milli himins og jarðar og hlustað á það sem mamma hafði að segja og þegið öll góðu ráðin sem hún gaf henni. Síðan árið 2012 dvaldi hún á Dalbæ á Dalvík eftir að heilsu hennar hrakaði og naut þar umönnunar starfsfólks sem hún talaði oft um og hældi fyrir að hugsa vel um sig. Þrátt fyrir að heilsu hennar hrakaði bar hún sig alltaf ótrúlega vel og komst í gegnum vandamálin á jákvæðn- inni einni saman. Samband okkar mömmu var einstaklega gott og hvatti hún mig alla tíð í öllu sem ég tók mér fyrir hendur þó svo að oft hafi henni fundist það misgáfulegt en sagði þó oft að lokum: „Guð hjálpi þér, drengur.“ Það á eftir að taka tíma að venjast því að þín nýtur ekki lengur við en ég trúi því sem þú sagðir þegar pabbi lést að þú sért komin á góðan stað og líði vel. Þinn sonur, Óskar. Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar henn- ar Soffíu Guðmundsdóttir eða Öbbu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var yndisleg, hjartahlý og góð kona. Ég kynntist henni ásamt Hörpu dóttur minni á Þor- láksmessudegi árið 1986. Þá heim- sótti ég hana í fyrsta sinn með syni hennar sem nú er eiginmaður minn. Það sem ætíð er mér minn- isstætt er að aðeins tveimur dög- um eftir að ég hitti hana í fyrsta sinn sendi hún mér og dóttur minni jólagjöf en þá bjuggum við á Akureyri. Ég man hvað þetta kom okkur mæðgum skemmtilega á óvart. Seinna þegar ég kynntist henni betur komst ég að því að þarna sýndi hún okkur hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hún var alltaf tilbúin að gefa og gleðja aðra sem í kringum hana voru með léttleika og smitandi hlátri. Átta mánuðum síðar fluttu ég og dóttir mín, Harpa Rut, til Dalvíkur. Eftir það varð Abba stór partur í lífi okkar. Mikill vin- skapur og væntumþykja ríkti frá upphafi okkar á milli. Harpa dóttir mín eignaðist nýja ömmu og talar oft um hversu einstaklega heppin hún hafi verið. Þær náðu strax vel saman og urðu miklar vinkonur. Umhyggja hennar fyrir börnum okkar, Hörpu, Sólrúnu og Sindra, var einstök og verður seint þökk- uð. Oft hugsa ég til þess hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki átt hana að. Ég gat alltaf leitað til hennar, hvort sem var í gleði eða sorg. Hún gladdist með okkur fjöl- skyldunni í gleði og gaf okkur hlýju og styrk í sorginni. Er veikindi hennar fóru að gera vart við sig þurfti hún stundum að fara til Akureyrar til læknis. Ég naut þess að geta keyrt hana og greitt til baka góðvild hennar í minn garð. Ferðirnar voru alltaf skemmtilegar og enduðu með því að fara í sjoppu og fá okkur pylsu og kók en það fannst henni til- heyra bæjarferðum okkar. Hún valdi það frekar en kaffihús sem mér fannst alltaf lýsa henni best. Síðustu þrjú árin dvaldi Abba á Dalbæ ásamt Kató eiginmanni sínum sem lést í nóvember síðast- liðnum. Ég fór oft til hennar á kvöldin til að spjalla eftir dagsins önn því nærvera hennar fyllti mig alltaf jákvæðni og krafti. Í dag kveð ég hana með þakklæti í huga og sorg í hjarta og óska henni alls hins besta á nýjum stað. Nú ertu komin til Katós þíns og veit ég að þið vakið yfir okkur uns við hitt- umst á ný. Elsku Abba, takk fyrir allt og ég mun halda minningu þinni á lofti um ókomin ár Þín tengdadóttir, Anna Hafdís (Habba). Nú þegar við kveðjum ömmu okkar Soffíu Guðmundsdóttur, eða Öbbu ömmu eins og við köll- uðum hana, finnum við fyrir sökn- uði en um leið koma margar ljúfar minningar upp í hugann. Á heimili hennar og afa Katós við Hafnar- brautina á Dalvík vorum við alltaf velkomin og þar var gott að dvelja. Engin hætta var á að okkur leidd- ist því alltaf var hægt að finna sér næg verkefni og amma hafði sér- stakt lag á að láta öllum líða vel sem til hennar komu. Hún hafði unun af því að taka á móti fólki, spjalla við það og fylgjast með því sem var að gerast í lífi þess. Öll barnabörnin voru henni afar kær og fylgdist hún vel með okkur í leik og starfi allt fram á síðasta dag. Eftir að við fluttum að heim- an heyrði hún reglulega í okkur til að fá fréttir og ræða við okkur um allt milli himins og jarðar. Ef við vorum á ferðalagi þótti henni betra að geta fylgst með og fengið að vita hvort ferðin hefði gengið að óskum. Amma var mikil húsmóðir og féll vel að starfa innan heimilisins. Hún hafði áhuga á hannyrðum og var alltaf með eitthvað að vinna við þegar tími gafst til. Eigum við systkinin fallega gripi sem hún gerði. Hún naut þess að bera á borð veglegar veitingar þegar við kom- um í heimsókn og við höfum setið við ófá veisluborðin hjá henni í gegnum tíðina. Það var henni frekar erfitt þegar heilsan fór að gefa sig og hún og afi þurftu að flytja á dvalarheimilið Dalbæ á Dalvík. Þar var vel hugsað um þau, en þegar við komum í heimsókn minntist amma oft á að henni þætti slæmt að geta ekki gefið okkur að borða eða eitthvað gott með kaffinu eins og hún hafði gert áður. Það eru aðeins rúmir fimm mánuðir síðan afi dó og fundum við að amma saknaði hans mikið enda voru þau alla tíð mjög sam- rýnd. Við minnumst ömmu okkar með miklum hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning þín elsku Abba amma. Örn Kató og Arna Katrín. Í dag kveðjum við elsku Öbbu ömmu með miklum söknuði. Hún var einstök kona og góð fyrir- mynd. Það leið aldrei sú stund sem okkur var ekki tekið fagnandi með opnum örmum í Hafnarbrautinni, þar sem amma var alltaf tilbúin með eina brúna handa okkur eins og hún kallaði súkkulaðikökuna. Að vera í Hafnarbraut var stans- laus gleði og hamingja. Alveg sama hvað við vorum að gera, það var alltaf yndisleg tilfinning að vera heima hjá ömmu og afa. Amma gaf sér alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem það var spjall í síma milli landshluta eða lengri heimsóknir. Tíminn flaug þegar maður spjallaði við hana enda var hún til í að ræða allt milli himins og jarðar og sýndi ómældan áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur í lífinu. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir allt sem amma kenndi okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Takk fyrir allt elsku amma. Kristrún, Brynja og Auður. Í dag kveð ég hana elsku Öbbu ömmu sem var mér svo ofboðslega kær, mikils virði og miklu meira en bara amma. Það er sárt og óraunverulegt að hugsa til þess að þinn tími sé nú kominn amma mín, en honum skilaðirðu svo sannar- lega vel. Ég kvíði því mikið að geta ekki heimsótt þig enda tók ég þá sam- veru oftar en ekki framyfir annað. Setið með þér og spjallað um lífs- ins dægurmál og hlustað á þig segja frá á þinn einstaka hátt, hlegið með þér og gantast. Eftir að hafa verið hjá þér og komist í nærveru þína fór maður aldrei annað en fullur af orku og sjálfs- trausti. Ég á yndislegar minningar úr barnæsku enda naut ég þeirra for- réttinda að fá að vera mikið hjá ykkur afa Kató og var Hafnar- brautin ykkar mitt annað heimili. Fallegt heimili sem einkenndist af eins mikilli hlýju og öryggi og best gat verið. Alltaf var manni tekið fagnandi með kossi á kinn og alltaf kvaddur á sama hátt. Úr Hafnó fór aldrei nokkur svangur og finn ég bragðið í huga mér af öllum ljúffengu kræsingunum þínum; brúnu kökunni, lengjunum, hjónabandssælunni, karamellu- hringnum svo eitthvað sé nefnt. Þú varst alltaf staðföst á því að börnin myndu aldrei læra nema fyrir þeim væri haft, enda fékk maður ávallt að vera þátttakandi í öllu hjá þér, hvort sem um var að ræða saumaskap, bakstur, slátur- gerð eða skrifstofuvinnu. Hlutun- um var þá bara hagrætt þannig og í minningunni er það eitt af því dýrmætasta sem maður býr að. Í seinni tíð hringdumst við oft á og var einstaklega gaman að fá símtal frá þér sem byrjaði ævin- lega á léttum nótum, fallegum hlátri og oftar en ekki voru símtöl- in í lengri kantinum, sem var ynd- islegt. Það var aðdáunarvert hvað þér var alltaf annt um að fylgjast með öllu þínu fólki, og þú gast alltaf Soffía Guðmundsdóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Flateyri, sem lést 16. mars. . Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Greta S. Guðmundsdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför míns ástkæra eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SKAFTASONAR, fv. yfirlæknis og prófessors. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Maj Skaftason, Hauður Helga Stefánsdóttir, Hafberg Þórisson, Anna Marie Stefánsdóttir, Guðni Ragnar Björnsson, Jóhann Stefánsson, Hanna-Maria Kauppi, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og tengdaföður, ÞÓRHALLS HALLDÓRSSONAR frá Arngerðareyri, Árskógum 6, Reykjavík. . Sigrún Sturludóttir, dætur og tengdasynir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra JÓNS BERGSSONAR verkfræðings, Sólvangsvegi 1, áður Smárahvammi 4, Hafnarfirði. . Þórdís Steinunn Sveinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason, Sigurður Jónsson, Helga Arna Guðjónsdóttir, Tryggvi Jónsson, Guðrún Elva Sverrisdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Úlfar Hinriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞÓRÐARSONAR, Hólavegi 17, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við nágrönnum hans og starfsfólki við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki fyrir aðstoð og umhyggju sem hann naut. . Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Birna Þóra Gunnarsdóttir, Sölvi Karlsson, Fríður Finna Sigurðardóttir, Jón Rafnar Benjamínsson, Gunnar Sigurðsson, Ásdís Nordal Snævarr, Kristín Una Sigurðardóttir, Sigyn Björk Sigurðardóttir, Gunnar Karl Sölvason, Þórður Sölvason, Ingibjörn Sölvason og langafabörnin Emelía Rut, Bera og Anna Gunnhildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.