Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 6
Melgresið forsenda byggðar
„Okkur finnst þetta vera alvarleg
þróun,“ sagði Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri um sandfokið úr
fjörunni milli Þorlákshafnar og
Óseyrarbrúar. Hann sagði að
þarna væru að verki náttúrulegir
ferlar sem tengist melgresinu.
„Melgresið safnar í sig gríð-
armiklum sandi sem kemur upp úr
fjörunni. Svo virðist að þegar
kamburinn verður of hár fari
hann að rofna. Smátt og smátt
lækkar hann en á meðan fýkur
þessi mikli sandur inn á landið.
Þar getur hann valdið skaða, sér í
lagi á golfvellinum. Golfvöllurinn
getur eyðilagst verði ekkert að
gert,“ sagði Sveinn. Hann sagði að
engin önnur jurt en melgresi lifði í
þessum sandi. Sveinn sagði mjög
dýrt að grípa til stórtækra að-
gerða eins og að slétta úr hól-
unum sem standa upp úr kamb-
inum og sá þar melgresi.
„Þessi kambur er einstakur. Ég
veit ekki til þess
að annar svona
kambur sé nokk-
urs staðar til í
heiminum. Hann
er eingöngu
byggður upp af
melgresi,“ sagði
Sveinn.
Byrjað var að
sá melgresi á
þessum slóðum
árið 1953. Melfræ fór svo að sá sér
í fjöruborðinu. Melgresið safnaði í
sig milljónum tonna af sandi sem
hefðu annars fokið inn á landið.
„Við skulum hafa í huga að byggð-
in í Þorlákshöfn og útgerð þar á
tilurð sína melgresinu og starf-
semi Landgræðslunnar að þakka,“
sagði Sveinn.
Hann sagði menn hafa velt því
fyrir sér hvort áfokið sem varð í
vetur vestan við Óseyrarbrú, í
Vogsósum og einnig í Vík í Mýrdal
benti til þess að óvenjumikill sand-
ur hefði verið á ferðinni í sjónum
með suðurströndinni. Það kynni
líka að skýra þá erfiðu stöðu sem
verið hefði vegna sandburðar í og
við Landeyjahöfn. Sveinn sagði
ekki hægt að staðfesta þessar get-
gátur, en víst væri að ástandið
hefði verið óvenjuslæmt í vetur.
Sveitarstjórn Ölfuss var nýlega
á fundi hjá Landgræðslunni í
Gunnarsholti. Sveinn sagði að þá
hefði verið ákveðið að boða til
samráðsfundar um þetta vanda-
mál. Þangað verða fulltrúar sveit-
arstjórnar Ölfuss, Landgræðsl-
unnar, Vegagerðarinnar og
hugsanlega fleiri boðaðir. Þar
verður lagt á ráðin um hvar á
svæðinu hinir náttúrulegu ferlar
fái að halda áfram óáreittir og
hvort gerlegt sé að grípa til að-
gerða til að verja golfvöllinn.
Sveinn sagði að fundurinn yrði
haldinn eftir hvítasunnu.
Sveinn
Runólfsson
Landgræðslan boðar til samráðsfundar um sandfokið
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
verður haldinn þann
Skráning og dagskrá á www.hjukrun.is.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að
fjölmenna á fundinn.
Aðalfundur 2015
18. maí kl. 13:00-16:30
á Grand Hótel Reykjavík
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gríðarmikill foksandur barst í
óveðrunum í vetur úr fjörunni milli
Óseyrarbrúar og Þorlákshafnar.
Sandfokið ógnar nú gróðurlendi og
golfvelli Þorlákshafnar. Verði fram-
rás sandsins ekki stöðvuð gæti hann
einnig farið að ógna byggðinni í Þor-
lákshöfn, að mati Sigurðar Jóns-
sonar, skipulags- og byggingarfull-
trúa Sveitarfélagsins Ölfuss.
Morgunblaðsmenn fóru að skoða
sandfokið ásamt Ingólfi Arnarsyni
hjá Arctic Bird Eye. Hann var með
fjarstýrða þyrlu (dróna) með
myndavél til að mynda sandskafl-
ana. Ingólfur stýrði drónanum og
Ragnar Axelsson ljósmyndari
stjórnaði myndavél drónans. Af-
raksturinn sést á meðfylgjandi
mynd og eins í myndskeiði á mbl.is.
Mikill sandur safnaðist að veg-
inum vestan Óseyrarbrúar sem er
uppbyggður. Sums staðar hefur
hæðarmunur vegarins og landsins
umhverfis minnkað. Í vetur mynd-
uðust oft sandskaflar á veginum.
Þegar foksandurinn blandaðist snjó
eða bleytu myndaðist sleip sandeðja.
Sigurður sagði að það hefði komið
fyrir að bílstjórar misstu stjórn á bíl-
um í sandeðjunni og bílarnir oltið.
Eins og skörðóttur tanngarður
Á sínum tíma var sáð melgresi of-
an við fjöruna til að hefta sandfokið.
Sandurinn settist í melgresið og
smátt og smátt byggðist upp kamb-
ur sem veitti mikla vörn gegn sand-
fokinu. Nú hefur kamburinn rofnað
víða og er orðinn líkastur skörð-
óttum tanngarði. Sandurinn veður
óheftur í gegnum skörðin og sest í
grónar dældir. Sigurður sagði brýnt
að laga rofabörðin, sá melgresi og
styrkja þannig kambinn.
„Það að fá svona öflugan sand yfir
sig er ekki síður ógn og náttúruvá en
ofanflóð geta verið. Ef sandurinn
nær yfirhöndinni fer hann að rjúka
eins og í gamla daga. Í Þorlákshöfn
er mikil matvælaframleiðsla og það
er vont þegar sandurinn fýkur inn á
plönin hjá matvælafyrirtækjunum.“
Sigurður sagði að sandfok hefði
eytt byggð í Selvogi á 18. öld. Víð-
isandur tekur við vestan við Vogsósa
og þar skapar sandurinn einnig ógn
og er við það að ná yfirhöndinni. Þar
er hætta á að myndist sannkallaðir
sandstormar.
Sigurður sagði að Sveitarfélagið
Ölfus, Landgræðslan og Vegagerðin
þyrftu að sameinast um að bregðast
við sandfokinu sem nú ógnar þjóð-
veginum, golfvellinum, gróðrinum
og byggðinni í Þorlákshöfn.
Morgunblaðið/Arctic Bird Eye/RAX
Sandur Myndin er tekin skammt austan við Óseyrarbrú. Greinilega sést hvernig kamburinn hefur rofnað þar sem melgresið hefur gefið eftir. Stórviðrin í vetur báru mikinn sand úr fjörunni sem
fauk í gegnum skörðin. Hann settist í grónar dældir sem nú eru fullar af sandi og fauk einnig inn á golfvöllinn Þorláksvöll. Byggðin í Þorlákshöfn, sem er í baksýn, er í hættu verði ekkert að gert.
Óvenju mikið sandfok í vetur
Kamburinn sem melgresið byggði upp hefur víða rofnað
Aðgerða er þörf til að stemma stigu við sandfokinu
Mikill sandur barst inn á Þorláks-
völl, 18 holu strandvöll Golfklúbbs
Þorlákshafnar, í vetur.
„Á þessu ári höfum við þurft að
handmoka sandi af brautunum
meðfram sjónum,“ sagði Guð-
mundur Baldursson, formaður
Golfklúbbs Þorlákshafnar. Sandur
sem var mokað af bílaplaninu við
klúbbhúsið fyllti tvo malarvagna.
Ákveðið var fyrir nokkru að
leggja af tvær brautir m.a. vegna
sandburðar. Verið er að byggja upp
tvær nýjar brautir í staðinn.
„Sandfokið var óvenjumikið í vetur. Það komu verri veður og oftar en
venjulega. Fyrir nokkrum árum var sett grjótvörn í fjörunni hér fyrir
framan. Ég held að þetta hefði verið miklu verra í vetur hefði grjótvörnin
ekki verið,“ sagði Guðmundur. Hann telur að besta leiðin til að hefta
sandfokið sé að efla gróðurinn með áburðargjöf og sáningu melgresis.
Sandurinn sækir á golfvöllinn
ÞURFTU AÐ HANDMOKA SANDI AF BRAUTUM NÆST SJÓNUM
Formaður Golfklúbbs Þorláks-
hafnar Guðmundur Baldursson
Morgunblaðið/RAX