Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
Þeir sem b
óka ferð til
Mallorca í
maí fá frítt
fyrir
alla fjölsky
lduna í
Aqualand,
á meðan
birgðir end
ast.
KRAKKARNIR ELSKA MALLORCA!
Nemendur og starfsfólk Ölduselsskóla í Breið-
holti og aðrir velunnarar glöddust í gær í tilefni
af 40 ára afmæli skólans.
Grillaðar voru pylsur og boðið upp á risastóra
afmælisköku sem skolað var niður með safa eða
mjólk. Auk þess var fjölmargt í boði til afþrey-
ingar og skemmtunar eins og t.d. hoppkastalar,
bubbluboltar, kajakróður í sundlauginni, hjóla-
skoðun, teygjutvist, snúsnú og söngatriði.
Fertugsafmæli Ölduselsskóla fagnað í gær
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölbreytt afmælishátíð með afþreyingu og veitingum í Breiðholtinu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, kveðst stefna að
því að afnema tolla á fatnað og skó,
jafnvel strax í haust. Á næstu dögum
er von á skýrslu starfshóps um tolla-
mál. Bjarni kvaðst hafa óskað eftir
því að skoðuð yrðu áhrif af afnámi
tolla með sérstakri áherslu á aðra
tolla en lagðir eru á matvæli. Hann
sagði ekki fjarri lagi að flokka tolla í
tvennt, þ.e. tolla á matvæli og tolla á
iðnaðarvörur. Þar undir eru m.a. föt,
skór og alls konar aðrar vörur.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé
fullt tilefni til þess að taka tolla á iðn-
aðarvörurnar til sérstakrar skoðun-
ar,“ sagði Bjarni.
Hann sagði að
starfshópurinn
hefði m.a. skoðað
áhrif af afnámi
tolla af iðnaðar-
vöruhlutanum og
hvaða áhrif það
myndi hafa á
tekjur ríkissjóðs
að afnema tolla af
fötum og skóm.
Einnig til hvaða sjónarmiða þyrfti að
líta ef ætlunin væri að afnema alla
tolla af iðnaðarvörum, t.d. með hlið-
sjón af samningsstöðu í fríverslunar-
samningum.
Bjarni sagði nokkuð önnur lögmál
gilda um tolla á matvöru. Við værum
stórt matvælaútflutningsland og því
gæti komið til skoðunar sjónarmið
um gagnkvæmar tollaívilnanir í við-
ræðum við önnur ríki. Einnig væru
tollar á matvæli fremur hugsaðir
sem verndartollar heldur en ætti við
um tolla á iðnaðarvörurnar.
Bjarni kvaðst aðspurður telja að
það ætti að koma til skoðunar að af-
nema alla tolla. Hann sagði að starfs-
hópnum hefði verið falið að leggja
mat á slíkt skref.
„Það er alveg skýrt í mínum huga
að það myndi auka framleiðni í land-
inu. Það myndi draga úr bjögun á
verðmyndun, það myndi styrkja
samkeppnishæfni landsins og ávinn-
ingurinn af slíku tel ég að muni vinna
upp tekjutap til skamms tíma,“ sagði
Bjarni. Hann rifjaði upp orð fram-
kvæmdastjóra OECD um að það
væri gott í sjálfu sér að afnema tolla.
Það væri gott fyrir friðinn þegar ríki
afvopnuðust og afnám tolla væri gott
fyrir viðskiptin.
Tollar 5,5 milljarðar í ár
Í fjárlögum 2015 er gert ráð fyrir
að tollar skili 5,5 milljörðum króna á
þessu ári í ríkissjóð. Í ársskýrslu
Tollstjóra fyrir árið 2013 kemur m.a.
fram að heildaraðflutningsgjöld sem
lögð voru á það ár hafi verið samtals
rétt tæplega 244 milljarðar króna.
Þar af voru virðisaukaskattur og
bensín-, olíu- og kolefnisgjald rúm-
lega 84% eða rúmir 204,5 milljarðar
króna.
Almennur tollur nam um 8,542
milljörðum króna árið 2013. Hann
hefur farið lækkandi síðan þá. Sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
Tollstjóra bera 2.580 vöruflokkar toll
af alls 8.593 vöruflokkum tollskrár.
Þannig bera t.d. landbúnaðarafurðir
og unnin matvæli 30% toll ásamt
magntolli, ýmis drykkjarvara ber
20% toll, snyrtivörur og sápur bera
10% toll, fatnaður ber 15% toll, kæli-
skápar, þvottavélar og sjónvörp bera
7,5% toll og DVD og CD diskar bera
10% toll.
Bandaríkin eru það land sem hvað
mestur tollskyldur innflutningur er
frá til Íslands, ef frá eru taldar land-
búnaðarafurðir sem koma frá lönd-
um innan Evrópusambandsins.
Stefnir að afnámi tolla á föt og skó
Von er á skýrslu starfshóps um tollamál á næstu dögum Tollar á iðnaðarvörur voru teknir til sér-
stakrar skoðunar Fjármálaráðherra telur að margt jákvætt myndi leiða af því að afnema alla tolla
Bjarni
Benediktsson
Alþingismenn höfðu talað í 13
klukkustundir og 24 mínútur undir
liðnum „Fundarstjórn forseta“ frá
því að síðari umræða um ramma-
áætlun hófst þriðjudaginn 12. maí sl.
og þar til um klukkan 20.30 í gær-
kvöld. Alls höfðu alþingismenn stigið
703 sinnum í pontu til að tala um
fundarstjórn forseta á þeim fimm
þingfundum sem haldnir voru á
þessu tímabili, samkvæmt upplýs-
ingum frá skrifstofu Alþingis. Ræð-
urnar um fundarstjórn forseta voru
29,5% ræðutímans á þessum þing-
fundum.
Þingfundur hinn 12. maí (105
fundur) stóð frá kl. 13.30 til mið-
nættis eða í tíu og hálfa klukku-
stund. Hinn 13. maí stóð 106. fundur
frá kl. 15.01 til 19.11 eða í fjórar
stundir og tíu mínútur. 107. fundur
hinn 15. maí stóð frá kl. 10.33 til
19.54 eða í níu klukkustundir og 21
mínútu. Hinn 19. maí stóð 108 fund-
ur frá kl. 13.30 til 23.28 eða í níu
stundir og 58 mínútur. Þingfundur
hófst svo kl. 10.01 í gærmorgun og
hafði því staðið í tíu stundir og 29
mínútur þegar staðan var könnuð í
gær. Þessir fimm þingfundir höfðu
því alls staðið í 45 klukkustundir og
28 mínútur. gudni@mbl.is
703 ræður
um fund-
arstjórn
29,5% ræðutímans
á fimm þingfundum
Gestir Feneyjatvíæringsins í myndlist halda áfram að
streyma í íslenska skálann, að skoða Moskuna, verk
Christophs Büchel. Borgaryfirvöld höfðu farið fram á að
fá í gær öll gögn um sýninguna og um afhelgun kirkj-
unnar, sem Moskan er sett upp í, og ef þau væru ekki
fullnægjandi var hótað að loka skálanum. Að sögn Bjarg-
ar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningar-
miðstöðvar íslenskrar myndlistar, hafa borgaryfirvöld
fengið öll gögn en höfðu ekki brugðist við þeim í gær-
kvöldi.
Talsverð umræða hefur verið um verkið í fjölmiðlum í
Feneyjum síðustu daga. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar
gagnrýna verkið og þá nálgast kosningar til borgar-
stjórnar og hefur verkið verið dregið inn í þá umræðu,
segir Björg. Samtök múslima í borginni hafa verið beitt
þrýstingi um að stunda ekki bænahald í kirkjunni og
brugðust þau við með því að senda frá sér fréttatilkynn-
ingu og kváðust draga úr þátttöku sinni í verkinu og hafa
ekki staðið fyrir tilbeiðslu í því undanfarna daga.
„Það er svolítill múgæsingur í fjölmiðlum í borginni og
iðulega farið með rangt mál,“ segir Björg. efi@mbl.is
Moskan Verk Christophs Büchel í íslenska skálanum á
tvíæringnum í Feneyjum er umdeilt og vekur athygli.
Beðið er svara frá yfir-
völdum í Feneyjum
Dregið úr bænahaldi í Moskunni
Ljósmynd/Bjarni Grímsson