Morgunblaðið - 21.05.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Framkvæmdum miðar vel við nýja
hótelið á Siglufirði, Sigló Hótel, en
þó næst ekki að opna það þann 1.
júní nk. eins og að hafði verið stefnt.
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður
á Siglufirði, áætlar að hótelið verði
opnað um miðjan júní.
Hótelherbergin verða 68 að sögn
Róberts, þar af þrjár mismunandi
svítur og 61 svokallað classic her-
bergi, sem eru að meðaltali 23 fer-
metrar að stærð, 4 deluxe herbergi
sem eru um 29 fermetrar að stærð.
Byggingin, sem er á tveimur hæð-
um, er alls um 3.400 fermetrar.
Sigríður María Róbertsdóttir
(dóttir Róberts Guðfinnssonar),
verður hótelstjóri Sigló Hótels og
eiginmaður hennar, Finnur Yngvi
Kristinsson, verður markaðsstjóri.
Sigríður sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að bókanir fyrir sum-
arið hefðu gengið mjög vel. „Við er-
um að fá mjög góð viðbrögð. Það er
talsvert síðan að mikið af fínum hóp-
um bókaði sig hjá okkur og einmitt
þessa dagana eru einstaklingarnir
einnig að detta inn, en þeir eru alla
jafna heldur síðar á ferðinni í bók-
unum en hóparnir,“ sagði Sigríður.
Ef marka má heimasíðu Sigló
Hótels, siglohotel.is, og lýsingar á
herbergjum og aðstæðum mun ekki
væsa um gesti Sigló hótels.
Verð á herbergjum er afar mis-
munandi. Af handahófi var valin
dagsetningin 1.-2. júlí 2015. Verð á
sólarhring fyrir minni gerðina af
tveggja manna herbergi er 30.198
kr., fyrir stærri gerðina af tveggja
manna herbergi 39.672 kr., fyrir De-
luxe Junior svítu er verðið 57.140
krónur og 87.338 fyrir Deluxe svítu
með sjávarútsýni.
Sigló Hótel verður opnað í júní
Ljósmynd/Sigló Hótel
Glæsilegt Nýja hótelið sem opnað verður um miðjan júní fær góð viðbrögð.
Nóttin frá 30
upp í 90 þúsund
Malín Brand
malin@mbl.is
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður og fyrrverandi dóm-
ari við Hæstarétt Íslands flutti í gær
erindi í Háskólanum í Reykjavík. Yf-
irskrift erindisins
var Hæstiréttur –
Hvað er að og
hvað þarf að gera
til úrbóta?
Jón Steinar hóf
erindið á umfjöll-
un um mikið álag
á Hæstarétt og
hvernig hann
teldi það koma
niður á gæðum
vinnubragða
dómara. „Ástandið hefur farið stöð-
ugt versnandi, ekki bara með árun-
um heldur áratugunum. Á árunum
2013 og 2014 voru ný mál á níunda
hundrað og á árinu 2014 voru kveðn-
ir upp 760 dómar í Hæstarétti Ís-
lands. Í 695 málum sátu þrír dóm-
arar eða í yfir 90% af öllum málunum
sem voru dæmd á árinu. Þetta þýðir
að einstakir dómarar í hverju máli
hafa verið að dæma í allt að 350
dómsmálum. Dómari sem dæmir 350
mál yfir árið er að meðaltali að dæma
í tveimur málum á hverjum einasta
starfsdegi ársins,“ sagði Jón Steinar.
Lögfræðileg samviska dómara
Um andrúmsloftið í Hæstarétti
sem Jón Steinar hefur áður lýst, m.a.
í bók sinni sem kom út í fyrra, sagði
hann í erindi sínu að líkja mætti við
fjölskyldustemningu. Afstaða dóm-
ara til hvers þeir vilja fá til liðs við
sig mótist af því hverja þeir vilja fá í
fjölskylduna. Sjálfur hafi hann ekki
viljað taka þátt í fjölskyldustemning-
unni og fyrir vikið verið óvinsæll á
meðal annarra dómara.
„Í fjölskipuðum dómi eiga menn
að vinna vel saman og ef það er uppi
ágreiningur eða mismunandi sjónar-
mið um lagaatriði þá eiga menn að
ræða þau í botn og skilja hvar
ágreiningurinn liggur. En ef hann
jafnast ekki og maður er áfram með
aðra skoðun en hinir, hvaða skyldu
hefur maður þá? Að skila sératkvæði
auðvitað. Á maður að fara að greiða
atkvæði gegn sinni eigin lögfræði-
legu samvisku?“ Í því væri fólgin hin
brýna verkskylda sem á öllum dóm-
urum hvíldi. „Þetta ætti að vera aug-
ljóst en þetta er ekki svona,“ sagði
Jón Steinar. Hann sagði ennfremur
að lögfræðingar væru oft hræddir
við dómstólinn og bentu því ekki allt-
af á þegar annmarkar væru á störf-
um dómara, til dæmis þegar lög-
menn fengju ekki þann tíma sem
þeir þyrftu til málflutnings heldur
væri þeim skammtaður tími af dóm-
urum sem hefðu of mikið að gera.
„Sá sem er að misbeita valdi, hann
gerir það frekar gegn aðilum sem
þegja alltaf þunnu hljóði þegar það
er gert.“
Aðferð þagnarinnar
Um ástæður þess að fáar gagn-
rýnisraddir hafi heyrst um störf
Hæstaréttar sagði Jón Steinar að
rammgerður þagnarmúr væri um
Hæstarétt. „Aðferð þeirra sem sitja
þarna og stjórna þessu er aðferð
þagnarinnar. Þeir leggja ekkert í að
segja það sem satt er og þá skal þag-
að og vonast til þess að þetta deyi nú
út.“ Jón Steinar sagði ljóst að hið
mikla álag á dómstólinn þyrfti að
ræða, annars yrði ósamræmi í
óvönduðum dómum. „Það virðist
ekkert taka dagskipuninni fram.
Sjáiði Al Thani-dóminn, bara sem
dæmi um þetta. Sextán dögum eftir
málflutning í því máli þá er kveðinn
upp fimm núll dómur í Hæstarétti
upp á 110 blaðsíður. Halda menn að
þetta sé dómur sem sé skrifaður með
þeim öguðu vinnubrögðum sem þarf
til að skrifa dóma og komast að
dómsniðurstöðu? Þessi dómur er
stórkostlega gallaður að mínu mati.
Ég er bara að tala um vinnubrögðin
og forsendurnar.“
Þagnarmúr um Hæstarétt
Segir dómstóla reyna að ganga í augun á þjóðinni Hæstaréttardómarar ættu aldrei að sitja í rétt-
arfarsnefnd Þörf sé á millidómsstigi Telur vinnubrögð og forsendur í Al Thani-málinu stórgölluð
Morgunblaðið/Sverrir
Hæstiréttur Jón Steinar segir mikilvægt að koma dómstólum á Íslandi í lag.
Tillögur Jóns Steinars
» Komið verði á millidóms-
stigi.
» Fimm dómarar sem allir
dæma í öllum málum.
» Hvert mál fari aðeins á tvö
dómstig.
» Dómarar beri persónulega
ábyrgð á forsendum sínum.
» Gera þurfi nauðsynlegar
breytingar á reglum um skipan
nýrra dómara.
» Endurskipulag íslenskra
dómstóla verði verkefni sem
ekki sé flokkspólitískt.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Hún flutti til Íslands þegar hún var fimm eða
tíu ára gömul, líklega frá Skotlandi eða norð-
arlega af Bretlandseyjum. Ævin var ekki löng.
Hún lést rúmlega tvítug að
aldri en dánarorsökin ligg-
ur ekki fyrir. Með sér í
gröfina tók hún m.a. tvær
forláta brjóstnælur úr kop-
ar en fyrir tilviljun færðist
önnur þeirra að kinn henn-
ar sem olli því að kjálkabein
og vangi varðveittust í rúm
1100 ár. Fyrir vikið höfum
við sem lifum á 21. öldinni
fengið ómetanlega innsýn í
líf þessarar víkingaald-
arkonu sem lést í kringum árið 920. Hún er
oftast kennd við flíkurnar sem hún fannst í
sem voru bláar að lit og er því nefnd bláklædda
konan. Undanfarið hafa miklar rannsóknir
verið gerðar á öllu því sem tengist bláklæddu
konunni og þær rannsóknir verða kynntar í
Þjóðminjasafninu á laugardaginn þegar sýn-
ing tengd henni verður opnuð.
Einstök varðveisla á húð
„Það sem er merkilegt við þennan fund er að
kjálkinn og hluti kinnarinnar varðveittist í
jörðu öll þessi ár. Þegar kinnin og koparinn
lágu saman myndaðist efnafræðilegt ástand
sem varð þess valdandi að holdið varðveittist.
Þetta er einsdæmi á Íslandi og þó að víða væri
leitað,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, pró-
fessor við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.
Starfsmenn Vegagerðarinnar fundu kuml
bláklæddu konunnar árið 1938 við Litlu-
Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá.
Hún var klædd í hefðbundinn víkingaklæðn-
að en töluvert af fötum varðveittist. Fötin voru
búin til á Íslandi því þau voru úr íslenskri ull
en voru „indigó“ blá að lit og hafa verið lituð
með innfluttum jurtum. Blár var samt frekar
algengur litur á klæðnaði kvenna á þessum
tíma. Það hafa textílrannsóknir sýnt fram á.
Hún bar skart á sér sem var nokkuð fínt.
Perlur í perlufestinni hennar höfðu sumar
hverjar komið langt að, a.m.k. frá Miðjarð-
arhafinu. Nælurnar eru líka innfluttar. Í kuml-
inu fundust einnig hefðbundnir gripir eins og
hnífur og annað hversdagslegt.
Bræðingur ýmissa menningarstrauma
„Þessi gröf, eins og svo margar aðrar sem
hafa fundist frá þessum tíma, bera með sér að
gripirnir koma víðs vegar að. Þær eru eins
konar bræðingur ýmissa menningarstrauma
sem hér voru,“ segir Steinunn. Hún bendir á
að það hafi vissulega verið persónubundið
hvað einstaklingar tóku með sér í gröfina, líkt
og vopn og skartgripi.
„Það sem varðveist hefur gefur okkur gott
tækifæri til að vinna svona rannsóknir til að
varpa ljósi á söguna,“ segir Steinunn.
Niðurstöður frekari rannsókna, m.a. á
DNA, eiga eftir að koma í ljós. Þá verður lík-
lega hægt að svara því til hvaða háralit hún
hafði. Kannski ljósan sem hefði farið vel við
bláan klæðnað?
Hulunni svipt af bláklæddu konunni
Konan sem fannst í kumli á Austurlandi árið 1938 dó líklega árið 920 Talin hafa flust til Íslands
frá Skotlandi þegar hún var fimm til tíu ára gömul Hún var klædd í bláar flíkur úr íslenskri ull
Kjálkabein Einstakt þykir að húðtægjur af
kjálka konunnar hafi varðveist í 1.100 ár.
Steinunn
Kristjánsdóttir
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225