Morgunblaðið - 21.05.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er mjög bjartsýnn á að þetta
tryggi framgang verkefnisins. Miðað
við það sem þeir hafa fjárfest í und-
irbúningi kæmi annað á óvart en að
ákvörðun verði á jákvæðu nótunum,“
segir Friðrik Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Norðurþings, um þá
niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) að samningar Landsvirkjunar
og Landsnets við PCC um afhend-
ingu raforku til áformaðs kísilvers á
Bakka við Húsavík feli ekki í sér rík-
isaðstoð.
Fram hefur komið að PCC hefur
unnið mikið að undirbúningi bygg-
ingar verksmiðjunnar. Fyrirtækið
hefur beðið eftir niðurstöðu ESA til
að geta tekið endanlega ákvörðun
um það hvort farið verði í fjárfest-
inguna eða ekki. Friðrik telur að álit-
ið losi um stóran tappa og vonast eft-
ir ákvörðun PCC á næstunni.
ESA komst að þeirri niðurstöðu
að samningar Landsvirkjunar og
Landsnets við PCC væru á markaðs-
kjörum. Tekið er fram að samningur
Landsvirkjunar sé arðsamur og skil-
málar hans eins og einkarekið fyrir-
tæki myndi samþykkja við sambæri-
legar aðstæður.
Friðrik Sigurðsson segir að upp-
bygging á Bakka myndi hafa jákvæð
áhrif á byggðina eftir áfallið sem
varð þegar Vísir lokaði fiskverkun
sinni fyrir ári. Áhugaverð störf skap-
ist á nýjum stórum vinnustað á
Bakka. „Þetta smitar út frá sér.
Hugsanlega verður farið að byggja
íbúðarhúsnæði á ný,“ segir Friðrik.
Fullt skip af vinnubúðum
LNS Saga sem er aðalverktaki við
byggingu Þeistareykjavirkjunar er
að koma sér fyrir á vinnustaðnum.
Verið er að flytja stóra bygginga-
krana frá Akureyrarhöfn og næstu
daga er væntanlegt skip frá Noregi
fulllestað af vinnubúðum.
Bjartsýnn á fram-
gang verkefnisins
ESA telur raf-
orkusamninga ekki
fela í sér ríkisaðstoð
Ljósmynd/LNS Saga
Flutningar Fullt skip af vinnubúð-
um fyrir LNS Sögu er á leiðinni.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
NYDJ Gallabuxur - ný sending!
„Krúnudjásn í konunglegum
búningi“
Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason sáu um útgáfuna.
Æ
D
Á
ó
Sölvi Sveinsson Mbl.
VÖNDUÐ OG VEGLEG
ÚTSKRIFTARGJÖF
Hið íslenzka fornritafélag
Prins Póló er komið í nýjar umbúðir
sem margir kannast við og fæst hið
nýja Prins Póló aðeins í verslunum
10/11 í bili. 25 ár eru síðan heilsíðu-
auglýsing birtist í Morgunblaðinu um
að Prins Póló væri komið í nýjar um-
búðir.
Guðmundur Hafliðason, sem
stendur vaktina í 10/11 á Kleppsvegi
um leið og hann er búinn að bera út
Morgunblaðið snemma morguns,
segir að þónokkrir hafi komið í búð-
ina bara til þess að kaupa sér hið nýja
Prins Póló. „Hér hafa viðskiptavinir
nánast komið hlaupandi inn og opna
Prins Pólóið um leið og ég rétti þeim
það yfir búðarborðið. Það rýkur út og
hillurnar tæmast fljótt með þessu
áframhaldi,“ segir Guðmundur
ánægður með súkkulaðið og umbúð-
irnar. benedikt@mbl.is
Hátíðarútgáfa Prins Póló
Ljósmynd/ Hafliði Breiðfjörð
Hátíð í bæ Guðmundur Hafliðason,
með hið nýja Prins Póló.
Hjörvar Steinn Grétarssonvann Hannes Hlífar Stef-ánsson í 7. umferð semfram fór í Háuloftum
Hörpunnar í gær og skaust við það
einn í efsta sætið með 5 ½ vinning af
sjö mögulegum. Umferðin hófst kl. 14
þar sem fyrir séð var ónæði af djass-
tónleikum sem fram fóru í Hörpunni í
gærkvöldi en Héðinn Steingrímsson
og Guðmundur Kjartansson hófu
skák sína þó á hefðbundna tímanum
eða kl. 17. Skákinni lauk með sigri
Héðins sem komst þar með upp við
hlið Hjörvars.
Baráttan um Íslandsmeistaratit-
ilinn ætlar því að verða á milli Hjörv-
ars Steins Grétarssonar og Héðins
Steingrímssonar. Hjörvar hefur aldr-
ei unnið landsliðsflokkinn á Skák-
þingi Íslands en Héðinn Stein-
grímsson varð Íslandsmeistari 15 ára
gamall árið 1990 og vann svo í annað
sinn árið 2011.
Mikið hefur verið um óvænt úrslit
og tilþrifin fjörleg. Í gær vann Sig-
urður Daði Sigfússon Jóhann Hjart-
arson í aðeins 22 leikjum og Lenka
Ptacnikova lagði Henrik Danielssen.
Þeir Jóhann Hjartarson og Jón L.
Árnason hafa átt fremur erfitt upp-
dráttar enda langt síðan þeir hafa
teflt á þessum vettvangi. Mótið er lið-
ur í undirbúningi þeirra fyrir þátt-
töku gullaldarliðs Íslands á Evr-
ópumóti landsliða sem fram hér á
landi í nóvember nk. Jóhann vann
Hannes Hlífar í vel tefldri skák í 5.
umferð en tapaði í tveim næstu um-
ferðum. Jón L. Árnason gerði stutt
jafntefli í gær og hefur verið þreifa
fyrir sér með byrjanir og annað og
virkar hestil varkár í skákum sínum.
Báðir hlotið 3 vinninga úr sjö skák-
um.
Óvenjulegur biskupsleikur
Hannes Hlífar sem byrjaði mótið
með krafi virðist hafa misst dampinn
þegar hann tapaði maraþonskák sinni
við Jóhann í 86 leikjum, rétt marði
jafntefli í annarri maraþonskák í
næstu umferð þegar hann tefldi við
Lenku Ptacnikovu sem hefur teflt
frísklega og frammistaða hennar
kemur einna mest á óvart og einnig
árangur Einars Hjalta Jenssonar
sem er nálægt því að krækja sér í
áfanga að alþjóðlegum meistaratititli.
Hann vann Henrik Danielsen í 5. um-
ferð í aðeins 24 leikjum. Óvenjulegur
biskupsleikur, 9. Bf1xa6 gerði út-
slagið í skákinni:
Einar Hjalti Jensson – Henrik
Danielsen
Sikileyjarvörn
1. e4 d6 2. Rc3 c5 3. f4 Rc6 4. Rf3
a6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 g6 7. Be3 Bg7
8. Rd5 Hb8
Upp er komin óvenjuleg staða í
Dreka-afbrigði sikileyjarvarnarinnar.
Næsti leikur Einars Hjalta kom eins
og þruma úr heiðskíru lofti.
9. Bxa6!!?
Það er ekki oft sem mönnum gefst
kostur á því að leika biskupinum frá
upphafsreitnum alveg út að endi-
mörkum taflborðsins.
9. … e5 10. fxe5 Rxd4 11. Bxd4
bxa6 12. exd6 Dh4 13. Kf1 f6? Lokar
menn svarts inni. Mun betra var 13.
…. Kf8.
14. Df3 Bd7 15. h3 Kf7 16. Kg1 f5?
Eftir þetta verður stöðu svarts
ekki bjargað. Hann get barist áfram
með 16. … He8 þó hvítur hafi meira
en nægar bætur fyrir manninn með
þrjú peð og öfluga stöðu.
17. Bxg7+ Kxg7 18. Dc3+! Kh6
Eða 18. … Rf6 19. g3! Dg5 20. h4
og riddarinn á f6 fellur.
19. Dxh8 Dxe4 20. Hd1 Dxc2 21.
Kh2 Hxb2 22. Hhg1 Hb8 23. Rf6
Rxf6 24. Dxf6
– og svartur gafst upp.
Í 8. umferð sem hefst kl. 17 í dag
eigast við Héðinn og Einar Hjalti,
Henrik og Hjörvar Steinn, Jón L. og
Jóhann, Hannes og Bragi, Guð-
mundur og Björn og Sigurður Daði
og Lenka.
Baráttan á milli
Hjörvars og Héðins
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Gunnar Björnsson
Toppbaráttan Hjörvar Steinn (t.v.)
vann Hannes Hlífar Stefánsson í gær.