Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ólst ég upp. En eftir að ég varð full- orðinn leiddist mér svolítið heima í Marokkó og mig langaði að sjá meira af heiminum. Fyrir tveimur árum, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, fór ég því í háskólanám til Montreal og bjó þar í eitt ár, en systir mín býr líka þar. Eftir það flutti ég mig yfir til Vancouver og hef starfað þar síðan,“ segir Ismail. Leið eins og hann væri staddur við helgidóm Fyrst eftir að Ismail kom til Ís- lands dvaldi hann í þrjá daga í höf- uðborginni og það sem vakt athygli hans var að snemma á morgnana er þar enginn á ferli nema ferðamenn. „Íslendingar fara líka afskaplega seint út á lífið, ég var hér um helgina og enginn mætti á skemmti- staðina fyrr en eftir klukkan eitt,“ segir hann og hlær. Hann skellti sér síðan með nokkrum öðrum ferða- mönnum hinn Gullna hring og einn- ig fór hann í nokkurra daga ferð til Víkur í Mýrdal. „Það var sérlega fallegt að aka meðfram suðurströnd Íslands, ég var heillaður af fossunum, sér- staklega Skógafossi, hann var kraft- mikill og vakti hjá mér sérstakar til- finningar. Mér leið eins og ég væri staddur við helgidóm. Við fórum líka í náttúrulaug og að lokum í fjallgöngu á Eyjafjallajökul, en við þurftum reyndar að snúa við vegna veðurs, en það var samt mögnuð upplifun.“ Hlakkar til að upplifa hvers- dagslíf með heimamönnum Ismail ætlar að dvelja á Íslandi allt til júlíloka og hann mun starfa sem sjálfboðaliði á þremur stöðum. „Ég skráði mig sem sjálf- boðaliða hjá samtökum sem heita Workaway, og ég er mjög spenntur fyrir þessu, af því ég veit að maður kynnist heimafólki betur þegar maður býr með því. Ég verð fyrst í tvær vikur á bóndabæ á Norður- landi, hjá Eydísi Magnúsdóttur og Rúnari Gunnarssyni á bænum Sölvanesi í Skagafirði. Þar mun ég hjálpa til í sauðburði sem og við ferðaþjónustuna sem þau reka. Síð- an fer ég aftur til Reykjavíkur og dvel þá tvær vikur í borginni og verð svo heppinn að vera staddur þar á þjóðhátíðardaginn 17. júní, það verður gaman að upplifa hátíð- arhöldin. En síðan mun ég starfa sem sjálfboðaliði við tónlistarhátíð- ina Secret Solstice í Reykjavík, en eftir það fer ég til Patreksfjarðar, til að vinna sem sjálfboðaliði á hos- telinu Ráðagerði, hjá Öldu Davíðs- dóttur. Ég hlakka til að upplifa hversdagslíf með heimamönnum á Íslandi.“ Íslensk miðnætursól og ferðalag inn á við Ismail finnst íslenskan spenn- andi og framandi tungumál og hann ætlar að gera sitt besta til að læra svolítið í íslensku meðan hann dvel- ur hér. Honum finnst ekkert mál þó það sé kalt hér á landi, hann er van- ur kulda í Kanada. „En ég hlakka mjög til að vera hér þegar sumarnæturnar eru bjartar í júní, þegar aldrei kemur nótt. Ég hlakka til að sjá miðnæt- ursólina fyrir norðan. Ég valdi að koma til Íslands af því að mig lang- aði til að eiga tíma með sjálfum mér, því ég er á þeim stað í lífi mínu að mig langar að gera breytingar og það er gott að vera í næði með sjálf- um sér til að taka erfiðar ákvarð- anir. Þessi Íslandsferð verður því ekki síður ferðalag inn á við fyrir mig, en ég held að Ísland sé einmitt kjörinn staður fyrir slíkt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vor Enn er snjór í fjöllum í Skagafirði þar sem Ismail starfar nú við að hjálpa til í sauðburði og við ferðaþjónustu. Aðdáandi fossa Ismail er hrifinn af fossum, hér er hann hjá Gullfossi. Reykjavík Ismail finnst fólk fara seint út að skemmta sér í höfuðborginni. Fjallganga Ismail á leið á Eyjafjallajökul, en hann þurfti að snúa við. 1961 Afmæli Soffíu Hallgerðar Ólafsdóttur sem er til hægri á mynd. 1940-1945 Ungar konur brjóta saman þvott af snúru. 1921-1923 Kristín Jónína Guð- mundsdóttir (Nielsen) Ljósmynd/Bjarnleifur Bjarnleifssson Ljósmyndari/Ragnheiður Bjarnadóttir (1912-2012) Ljósmynd/Karl Christian Nielsen jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegur 61 Kringlan Smáralind Stúdentastjörnur og stúdentarós 2015 Úrval af fallegum útskriftargjöfum kr. 20.500,- kr. 17.500,- PIPA R\TBW A • SÍA • 15210 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.