Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Samstarfsvett-
vangur um Mat-
vælalandið Ís-
land býður til
opinnar ráð-
stefnu um tæki-
færi í útflutningi
matvæla í dag, fimmtudaginn 21.
maí, á Hótel Sögu kl. 12:00-15:45.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Út-
flutningur – til mikils að vinna.
Ráðstefnunni er ætlað að vekja at-
hygli á tækifærum til aukinnar verð-
mætasköpunar í matvælageiranum
með útflutningi, miðla reynslu og
hvetja þannig fleiri til að vinna með
markvissum hætti að því að sækja á
erlendan markað með matvæla-
afurðir.
Á ráðstefnunni verða flutt þrjú er-
indi um efnið og sagðar verða sex
reynslusögur úr ýmsum áttum.
Ráðstefnan er ókeypis og öllum
opin en nauðsynlegt að skrá sig á
vefnum www.si.is.
Ráðstefna um út-
flutning matvæla
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Flugið til Íslands hefur gengið
mjög vel og eiginlega betur en við
áttum von á. Við byrjuðum með
fimm ferðir á viku yfir 15 vikna
tímabil en núna höfum við fjölgað
ferðunum í sjö á viku og tímabilið
nær yfir 21 viku,“ segir Jan
Feenstra, markaðsstjóri Delta Air
Lines á Norðurlöndunum og Hol-
landi, í samtali við Morgunblaðið en
flugfélagið hefur aukið sætaframboð
sitt verulega síðan sumarflug hófst í
júní árið 2011 á milli Keflavík-
urflugvallar og John F. Kennedy-
flugvallar í New York í Bandaríkj-
unum.
Fyrsta ferðin þetta árið var farin í
byrjun mánaðarins, sem er mánuði
fyrr en undanfarin sumur. Ákvað
Delta að hefja sumarflugið fyrr til
Íslands en annarra áfangastaða á
Norðurlöndunum. Notast verður við
stærri flugvélar í sumar en áður en
frá 2011 hefur sætaframboðið hjá
Delta aukist um rúm 170%.
Áhugaverður áfangastaður
Að undangengnum ítarlegum
markaðsrannsóknum ákvað Delta að
hefja flug til Íslands sumarið 2011.
Feenstra segir það hafa verið gert
sökum þess hve Ísland væri áhuga-
verður áfangastaður og miklir
möguleikar á tengiflugi til fjölda
áfangastaða austan hafs og vestan.
Hann segir, aðspurður, eldgosin árið
2010 í Fimmvörðuhálsi og Eyja-
fjallajökli ekkert hafa haft með
þessa ákvörðun að gera, þó að Ís-
land hafi síðar meir orðið æ vinsælli
áfangastaður meðal ferðamanna af
þeim sökum.
„Delta tekur sér góðan undirbún-
ingstíma í að velja nýjan áfangastað
og okkar viðskiptavinir sýndu því
mikinn áhuga að geta flogið til Ís-
lands,“ segir hann.
Feenstra var staddur hér á landi
ásamt Debbie Egerton, svæðisstjóra
almannatengsla Delta í Evrópu, þar
sem þau áttu fundi með umboðsaðila
sínum hér á landi, ferðaþjónustufyr-
irtækjum, flugmálayfirvöldum og
fleirum.
Aukinn áhugi Íslendinga
Hann segir flugið til Íslands hafa
gengið mjög vel á síðustu fjórum ár-
um. Aukið sætaframboð og lengra
tímabil sýni það og sanni. Einnig
hafi nýr flugfloti gefið tækifæri á
fjölgun ferða.
„Við förum reglulega yfir stöðuna
á mörkuðum okkar og ef flugið til
Íslands held-
ur áfram
að
ganga
svona vel þá
kemur Delta
áreiðanlega til með
að íhuga ferðir hingað allt árið um
kring. Það er þó alltaf skoðað mjög
vandlega áður en slíkar ákvarðanir
eru teknar, með tilliti til markaðs-
aðstæðna á hverjum stað, stöðu
gjaldmiðla og efnahagslífs almennt,“
segir Jan Feenstra.
Hann segir stöðugt fleiri Íslend-
inga fljúga héðan með Delta, enda
séu miklir tengimöguleikar frá New
York til fjölda áfangastaða í Norður-
og Suður-Ameríku. Félagið leggi
mikið upp úr þessu í sinni markaðs-
setningu. Ráðist hefur verið í miklar
fjárfestingar í aðstöðu Delta og fleiri
félaga í flugstöð 4 á JFK-flugvelli en
þar eru núna komin 28 hlið eftir ný-
lega fjölgun um 11. Var þetta fyrst
og fremst gert til að fjölga tengi-
möguleikunum.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hafa íslensku flug-
félögin, Icelandair og WOW, aukið
umsvif sín í Bandaríkjafluginu þar
sem í boði eru alls 13 borgir í N-
Ameríku. Spurður út í samkeppnina
segja þau Icelandair vera harðan
keppinaut. Ekki sé auðvelt að fá
góða afgreiðslutíma og hart sé keppt
um hliðin í Leifsstöð.
Skoðuðu Minneapolis
„Svo lengi sem samkeppnin er
heiðarleg þá heldur hún þér á tánum
í þínum verkefnum,“ segir Feenstra
og bætir við að Delta bjóði upp á
mjög samkeppnishæft miðaverð í
sínu flugi. Félagið geti ekki alltaf
verið með lægsta verðið en taka
þurfi einnig tillit til þeirrar þjónustu
sem er um borð. Delta leggi mikið
upp úr rúmgóðum sætum og góðri
þjónustu og afþreyingu um borð,
bæði á fyrsta og almennu farrými.
Þannig sé Delta fyrsta félagið, sem
flýgur til Íslands, til að bjóða upp á
sérstök svefnsæti.
Delta skoðaði þann möguleika að
bæta við flugi milli Keflavíkur og
Minneapolis en fékk ekki þann af-
greiðslutíma sem félagið óskaði eftir
sökum andstöðu Icelandair.
Feenstra og Egerton segja það
koma í ljós síðar á þessu ári hvort
Delta íhugi Minneapolis á nýjan leik.
Delta eykur umsvifin á Íslandi
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur fjölgað ferðum sínum til Íslands og lengt tímabilið
Sætaframboðið hefur aukist um 170% frá 2011 Markaðsstjóri segir Icelandair harðan keppinaut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslandsferðir Jan Feenstra, markaðsstjóri Delta Air Lines á Norðurlöndum hittir samstarfsaðila sína hérlendis.
Delta Airlines er með stærstu flugfélögum heims, með um 760 flug-
vélar í rekstri sem fljúga til 326 áfangastaða í 59 löndum í sex heims-
álfum. Fjöldi farþega er um 170 milljónir en til samanburðar flaug Ice-
landair með 2,6 milljónir farþega á síðasta ári.
Höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Atlanta í Bandaríkjunum og starfs-
menn um 80 þúsund um allan heim. Félagið á í samstarfi (SkyTeam)
við Air France-KLM og Airitalia um flug yfir Atlantshafið. Daglega eru
farnar um 15 þúsund flugferðir og
tengimöguleikar miklir eins og
frá New York, þaðan sem flogið
er til Íslands yfir sumartímann.
Farþegar yfir 170 milljónir
DELTA GRÍÐARLEGA STÓRT FLUGFÉLAG
Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni Birki Cellolite olían hjálpar til
við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð* - í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
*Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar
jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og
mýkt húðarinnar varð 21% meiri.
Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt
Rangar tölur um fjölda
flugferða hjá Icelandair
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
gær voru birtar rangar upplýsingar
um fjölda flugferða Icelandair til
Norður-Ameríku. Upplýsingar í
fréttinni voru byggðar á tölum frá
Icelandair og voru tölur um fjölda
flugferða frá Keflavík til Norður-
Ameríku rangar. Þær eru 101 á viku
en ekki 284 eins og birt var.
LEIÐRÉTT